Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 148
146
taldir 116 hljóðhafar, sem allir báru fram lokhljóð + ð í
einu orði textans: byggð [bigþ]. Að öðru leyti höfðu þeir
önghljóð í þeim samböndum, sem hér um ræðir, og er því
ekki skipað í flokk með blendingshljóðhöfum, þvi að fram-
burður þeirra er mun meira á reiki. Meiri hluti blendings-
hljóðhafanna (eða 29) hafði þó oftast önghljóð + ð, en bar
fram lokhljóð + ð í einstökum orðum. Þessi voru tíðust:
hugði, brögð, sagði, byggði, hafði, viðhafði, lifðu. Hjá 10
hljóðhöfum var framburðurinn meira blandaður.
Uppruni hljóðhafa þeirra, sem báru fram lokhljóð + ð,
og þeirra, er höfðu blandaðan framburð:
1) 1 hljóðhafi í b. æ. úr Dalas.
1 hljóðhafi ættaður úr Borgarfjarðars., en alinn upp
hjá fólki úr Húnavatnss.
2) 15 hljóðhafar í a. æ. frá Norðurlandi.
6 hljóðhafar í b. æ. frá Vesturlandi.
4 hljóðhafar i a. æ. frá Vesturlandi, í h. æ. af Suður-
landi.
2 hljóðhafar í a. æ. frá Vesturlandi, en danskir í h. æ.
1 hljóðhafi í a. æ. af Suðurlandi, í h. æ. frá Austur-
landi.
2 hljóðhafar í a. æ. af Suðurlandi, en óvíst um h. æ.
Yfirlitið sýnir tengsl 16 hljóðhafa við Norðurland, en þar
hefur lokhljóðaframburðurinn, sem kunnugt er, mesta út-
breiðslu. Bar yfirleitt meira á lokhljóðunum hjá þeim en
hinum. 1 annan stað vekur það athygli, að margir eiga ættir
að rekja til Vesturlands, einkum Dalasýslu og Vestfjarða,
en þar kemur blendingsframburður önghljóða og lokhljóða
víða fyrir.
Hélztu niðurstöður.
Önghljóðaframburð höfðu......... 98,14%
Lokhljóðaframburð höfðu......... 0,09%
Blandaðan framburð höfðu........ 1,77%.