Studia Islandica - 01.06.1964, Page 150
148
Af 267 hljóðhöfum, sem önghljóðaframburð höfðu, báru
9 fram [g] í orðinu byggð [þigþ]. Hjá blendingshljóðhöfun-
um bar meira á önghljóðum en lokhljóðum.
Uppruni hljóðhafa þeirra, sem báru fram lokhljóð + ð,
og þeirra, er höfðu blandaðan framburð:
1) 1 hljóðhafi í b. æ. af Norðurlandi.
2) 1 hljóðhafi í a. æ. af Norðurlandi.
3 hljóðhafar í b. æ. af Suðvesturlandi.
Helztu niðurstöður.
önghljóðaframburð höfðu......... 98,16%
Lokhljóðaframburð höfðu........... 0,37%
Blandaðan framburð höfðu.......... 1,47%.
Kjósarsýsla.
Skólahverfi Hljóð- hafar qð, vð éð, þð Blandaður framb.
Seltjarnarness 28 28 0 0
Mosfells 41 41 0 0
Kjalarness 17 17 0 0
Kjósar 22 21 0 1
108 107 0 1
Með þeim 107 hljóðhöfum, sem önghljóðaframburð höfðu,
eru taldir 6, sem báru fram lokhljóð ([£J) í orðinu byggð.
Blendingshljóðhafinn í Kjósarskólahverfi hafði einnig öng-
hljóðaframburð að því undanskildu, að hann bar fram [g]
í hugði. Hann var í a. æ. úr Húnavatnssýslu, og skýrir það
framburð hans.
Helztu niðurstöður.
önghljóðaframburð höfðu......... 99,07%
Lokhljóðaframburð höfðu......... 0,00%
Blandaðan framburð höfðu........ 0,93%.