Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 155
153
Framburðurinn [bigþ], byggð kom fyrir hjá 12 hljóðhöf-
um, sem annars höfðu önghljóðaframburð, enda er þeim
skipað í flokk með þeim. Sama máli gegnir um 3 hljóðhafa,
sem höfðu gð-framburð í styggðust. Blendingshljóðhafarnir
8 skiptast þannig, að 4 höfðu hreinan vð-framburð, en ým-
ist [qð] eða [gð]. Hinir höfðu báðar tegundir blandaðar.
Hjá öllum blendingshljóðhöfunum gætti önghljóða meira
en lokhljóða.
Uppruni hljóðhafa þeirra, er blandaðan framburð
höfðu:
1) 8 hljóðhafar í b. æ. af Vesturlandi, flestir úr Dalasýslu.
Hélztu niðurstöður.
Önghljóðaframburð höfðu......... 90,59%
Lokhljóðaframburð höfðu........... 0,00%
Blandaðan framburð höfðu.......... 9,41%.
1 máli fullorðins fólks bar mun meira á lokhljóðafram-
burðinum. Af 17 mönnum, sem hljóðkannaðir voru, höfðu 5
önghljóðaframburð, 7 lokhljóðaframburð, en 5 blandaðan
framburð.
Austur-Barðastrandarsýsla.
Skólahverfi Hljóð- hafar qð, vð Éð, þð Blandaður framb.
Geiradals . . . . 12 12 0 0
Reykhóla , . . . 5 5 0 0
Gufudals 9 9 0 0
Múla . . . . 4 4 0 0
Flateyjar .. . . 16 13 0 3
46 43 0 3'
Hjá 16 hljóðhöfum, sem höfðu önghljóðaframburð, kom
fyrir lokhljóðsframburður í einu orði: styggðust, [sdigðYSth].
Af blendingshljóðhöfunum höfðu 2 hreinan vð-framburð, en
ýmist [qð] eða [ýð]. Hjá hinum þriðja voru lokhljóðin tíð-
ari en önghljóðin.