Studia Islandica - 01.06.1964, Page 168
166
Skólahverfi Hljóð- hafar qð, vð gð, þð Blandaður framb.
Raufarhafnar 30 25 0 5
Svalbarðs 14 12 0 2
Sauðaness 23 20 0 3
107 76 2 29
Með þeim, sem önghljóðaframburð höfðu, eru taldir 7
hljóðhafar, sem báru fram [g'] í byggð. Hreinn lokhljóða-
framburður kom aðeins fyrir í vestasta hreppnum hjá 2
hljóðhöfum. Um uppruna annars þeirra er ekki vitað, en
hinn var í b. æ. úr Norður-Þingeyjarsýslu. 1 máli blendings-
hljóðhafanna í tveimur vestustu hreppunum gætti lokhljóða
meira en önghljóða, en sé blendingsframburðurinn í sýsl-
unni athugaður í heild, kemur í Ijós, að önghljóðin hafa verið
tíðari. Hreinan vð-framburð höfðu 24 hljóðhafar, en hrein-
an gð-framburð aðeins 4. Flestir blendingshljóðhafarnir
voru Norður-Þingeyingar að uppruna.
Hélztu niðurstöður.
Önghljóðaframburð höfðu.......... 71,03%
Lokhljóðaframburð höfðu........... 1,87%
Blandaðan framburð höfðu......... 27,10%.
N orður-Múlasýsla.
Hljóðkannaðir voru 119 hljóðhafar.
önghljóðaframburð höfðu.......... 99,16%
Lokhljóðaframburð höfðu........... 0,00%
Blandaðan framburð höfðu......... 0,84%.
Aðeins einn hljóðhafi (í Skeggjastaðaskólahverfi) hafði
blandaðan framburð (hreinan vð-framburð, en ýmist [qð]
eða [g-ð]). Hann var í a. æ. úr Eyjafirði og hafði dvalizt þar.