Studia Islandica - 01.06.1964, Page 170
168
Rangárvallasýsla.
Hljóðkannaðir voru 173 hljóðhafar.
Önghljóðaframburð höfðu......... 100,00%
Lokhljóðaframburð höfðu........... 0,00%
Blandaðan framburð höfðu....... 0,00%.
Ámessýsla.
Hljóðkannaðir voru 322 hljóðhafar.
önghljóðaframburð höfðu......... 100,00%
Lokhljóðaframburð höfðu........... 0,00%
Blandaðan framburð höfðu....... 0,00%.
Einn hljóðhafi bar fram [<>] í byggð, en hafði annars öng-
hljóðaframburð. Var hann í a. æ. úr Svarfaðardal, en fædd-
ur og alinn upp á Suðvesturlandi.
HEILDARYFIRLIT
Nú hefur verið gerð grein fyrir framburði á samböndun-
um gð, vð um allt land. Af framburðarskránni hér að fram-
an er Ijóst, að önghljóðaframburðurinn ([qð - vð]) er víð-
ast hvar ríkjandi, að því er þessi sambönd varðar. Þeir
6520 hljóðhafar, sem hljóðkannaðir voru með lestraraðferð-
inni, skiptast svo sem hér segir:
önghljóðaframburð höfðu..... 5843 - eða 89,62%
Lokhljóðaframburð höfðu..... 197 - eða 3,02%
Blandaðan framburð höfðu.... 480 - eða 7,36%.
Við þessar niðurstöður skal þó haft í huga, að í ákveðn-
um orðum hefur g-ð-framburðurinn mun meiri útbreiðslu
en þessar tölur sýna. Hér að framan hefur víða verið getið
um orðmyndirnar byggð og styggðust, en þær voru bomar
fram með lokhljóðsframburði af 426 hljóðhöfum, sem hér
eru taldir með þeim, er önghljóðaframburð höfðu. Þessir
hljóðhafar voru dreifðir um landið vestan- og norðanvert.