Studia Islandica - 01.06.1964, Side 171
169
Má vel gera ráð fyrir, að gð-framburður komi fyrir í fleiri
orðum af svipuðu tagi, en með yfirlitsrannsóknunum var
ekki unnt að kanna það til hlítar.
Aðalheimkynni lokhljóðaframburðarins er á Norður-
landi, en víðast hvar er hann mjög blandaður. Tíðastur er
hann í Suður-Þingeyjarsýslu. Athyglisvert er, að í kaup-
stöðum og kauptúnum á Norðurlandi er hann miklu fágæt-
ari en í sveitunum. Á Vestfjörðum (einkum í Strandasýslu)
og raunar víðar um vestanvert landið verður þessa fram-
burðar einnig lítillega vart innan um önghljóðaframburð-
inn án þess, að hann virðist vera að fenginn, þar eð hann á
þar víða meiri rætur í máli fullorðinna. Á Austur- og Suður-
landi, má kalla, að hann sé óþekktur með öllu.
Blandaður framburður. Af þeim 6520 hljóðhöfum, sem
hér um ræðir, höfðu 480 blandaðan framburð, og skiptast
þeir eftir framburði svo sem hér segir:
Hljóðhafar
I. [qð, vð], en [gð] einu sinni .................. 153
„ „ en [gð] tvisvar....................... 21
„ ,, en [þð] einu sinni ................... 20
,, ,, en [þð] tvisvar........................ 2
„ „ en [gð] og [þð] einu sinni............ 13
„ „ en [gð] og [þð] tvisvar................ 2
II. [gð, þð], en [ qð] einu sinni ................. 18
„ „ en [qð] tvisvar ...................... 4
,, ,, en [vð] einu sinni ................... 32
„ „ en [vð] tvisvar ....................... 7
„ „ en [qð] og [vð] einu sinni............. 6
„ „ en [qð] og [vð] tvisvar................ 4
,, ,, en [qð] einu sinni og [vð] tvisvar . . 1
III. a) [qð] og [£ð], en [vð] ...................... 35
„ „ „ en [þð] ....................... 2
„ „ „ en [vð] og [þð] ............... 9
b) [qð, vð], en [bð] ([§ð] einu sinni)......... 2