Studia Islandica - 01.06.1964, Page 183
181
,r.. . 2.atriði.
fjogur [f]e:qYrJ.
Um þennan framburð eru 13 dæmi úr Reykjavík, 1 úr
Neskaupstað og 1 úr Árnessýslu. Voru hljóðhafar þessir ætt-
aðir úr ýmsum landshlutum. Framburðurinn [fje: rithijv],
fjörutíu, kom fyrir hjá einum hljóðhafa í Reykjavík. Átti
hann ættir að rekja til Suður-Þingeyjarsýslu og Austfjarða.
r , . 3.atriði.
unair [in<jir].
Framburður þessi kom fyrir í samsetningunum undireins,
undirferli og undirsœng. Dæmin eru öll úr Norðurlandi.
Mun orðið undir ekki hafa verið sérstakt í textum þeim,
sem notaðir voru á þeim slóðum.1 Fjöldi hljóðhafa var
sem hér segir:
V.-Húnavatnssýsla .... 12 hljóðhafar.
A.-Húnavatnssýsla .... ... 12
Skagafjarðarsýsla ... 17
Siglufjörður ... 10
Eyjafjarðarsýsla ... 19
Akureyri ... 5
S.-Þingeyjarsýsla ... 4
79 hljóðhafar
Enginn þessara hljóðhafa bar öll orðin, sem getið var um,
fram með i-framburði. Aðeins 10 hljóðhafar höfðu hann á
tveimur orðum, en hinir einu sinni. Flestir þeirra áttu ættir
í sínum byggðarlögum, svo að heimkynni þessa framburðar
virðist ná yfir áðurnefnt svæði, þótt fágætur sé hann þar
víða, einkum austan til.
Jf. atriði.
yfir um [ Yvrvm ] (ritað yfrum í texta) .2
Dæmi um þennan framburð eru öll úr Norðurlandi, og
skiptast þau þannig eftir byggðum:
1 Sbr. Mállýzkur I, 138.—139. bls. 2 Sjá Mállýzkur I, 139. bls.