Studia Islandica - 01.06.1964, Síða 191
189
ji-framburðinn að einhverju leyti, og skiptist hann eftir orð-
um svo sem hér segir:
fljúgi krógi kúgi nógir sjúgi
Hljóð- Hreinn framburður 2 15 21 34 4
hafar Blandaður framburður 0 1 1 3 0
Aðeins einn þessara hljóðhafa bar öll orðin fram með ji-
framburði og 24 aðeins eitt þeirra.
Helztu niðurstöður um þetta atriði eru sem hér segir:
1 áðurnefndum kaupstöðum og sýslum höfðu alls 849
hljóðhafar ji-framburðinn að meira eða minna leyti - eða
um 51% þeirra, er hljóðkannaðir voru. Tíðastur var hann
í Borgarfjarðarsýslu (um 95%), en gætti minnst á Akur-
eyri (um 31%). Óvíst er, hvernig útbreiðslu hans er háttað
utan þessa svæðis, en í athugasemdum er getið um hann á
Húsavík, í Norður-Þingeyjarsýslu og Vopnafirði.
Þágufall af skógur (skógi) var almennt borið fram með ji-
framburði, og svo var raunar um flest orð, sem enda á -gi
með undanfarandi sérhljóði. Nokkur dæmi eru þó um fram-
burðinn f sgou: inYm], skóginum, í stað hins venjulega fram-
burðar, flest úr Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði.
Úr Eyjafjallasveit eru nokkur áþekk dæmi: rógi [rou:i],
rúginn [ru:in], slógið [s'lou:rð], mági [mau:i] og súginn
[su: in]. Þetta var þó mjög fátítt.
7. atriði.
a>va: dýpka [clifka - clifkva], rýmka [rimka, rimkha-
rinikva, rimk!,va] o. s. frv. Athugað var, hve margir hefðu
síðarnefnda framburðinn, va-framburðinn. 1 texta þeim, sem
börnin lásu, voru tvær áðurnefndar sagnir í nafnhætti, og
komu þær einnig fyrir í boðhætti eintölu: dýpkaðu, rýmkaðu.
Athugunin leiddi í Ijós, að flestir báru þessar fjórar orð-
myndir fram með blönduðum framburði. Enginn hafði va-