Studia Islandica - 01.06.1964, Qupperneq 200
198
Kaupstaðir og sýslur Hljóð- hafar ge, khe Blandaður framburður
N.-Þingeyjarsýsla . . . . 107 28-eða 26,17% 2 - eða 1,87%
N.-Múlasýsla 119 3-eða 2,52% 0- eða 0,00%
Seyðisfjörður 42 0 - eða 0,00% 0-eða 0,00%
Neskaupstaður 70 0-eða 0,00% 0-eða 0,00%
S.-Múlasýsla 222 0 - eða 0,00% 0 - eða 0,00%
A.-Skaftafellssýsla . . . 59 0-eða 0,00% 0 - eða 0,00%
V.-Skaftafellssýsla . . . 89 0 - eða 0,00% 0 - eða 0,00%
Rangárvallasýsla .... 173 1 - eða 0,58% 0- eða 0,00%
Árnessýsla 322 1-eða 0,31% 0-eða 0,00%
6520 133 - eða 2,04% 123 - eða 1,89%.
Yfirlit þetta sýnir, að uppgómmæltu lokhljóðin voru við-
ast mjög fágæt í stöðu þeirri, er hér um ræðir. Gætti þeirra
ekki á Austurlandi sunnan Vopnafjarðar né í Skaftafells-
sýslum. Tíðust virtust þau hins vegar í Strandasýslu og Þing-
eyjarsýslum, og bar nokkru meira á þeim meðal telpna en
drengja þar um slóðir.
I fáeinum öðrum orðum komu stundum fyrir uppgóm-
mælt lokhljóð á undan [e], [1] eða [i]. Eru dæmi þessa eft-
irfarandi: Orðið ákefö var á Suðvesturlandi alloft borið
fram [au:khev8]. Kom þetta fyrir hjá 32 börnum í Árnes-
sýslu, 44 í Reykjavík, 8 í Gullbringusýslu og 4 í Kjósarsýslu.
Orðmyndirnar gengið og kyngja [éeiijjgji'fi ], [klligjg'ja] komu
einnig fyrir í Reykjavík,hvor hjá einum hljóðhafa. Þá hafði
einn hljóðhafi í Hnappadalssýslu uppgómmælt g í sumum
orðum, t. d. gefa [ge :va]. Hið sama kom fyrir hjá einum
hljóðhafa á Akureyri, en hann hafði auk þess uppgómmælt
kíekki: [ehk:i] ogkindurnar: [khindYrdnar].
Þá skal getið hér um breytinguna [g-j > khj] í orðinu fang-
elsi: [ faur]jkjhelsi]. Virtist hún alltíð á Suðvesturlandi, kom
t. d. fram hjá 72 hljóðhöfum samanlagt í Reykjavík, Hafn-
arfirði og Gullbringusýslu. Á Vesturlandi (sunnan Vest-
fjarða) og á Norðurlandi austur til Akureyrar varð þessa