Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Side 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Side 3
FÉLAGSTÍÐINDI 3 breytt af launadeild Fjármálaráðuneytisins án samráðs við starfsmann og án þess að hann væri látinn vita. Jafnhliða þessu máli vakti BSRB athygli á því að al- geng virtist þessi framkvæmd launadeildar, ef marka mætti kvartanir, að breyta undirrituðum samningi án samráðs við hlutaðeigandi starfsmann, sem með undir- skrift sinni væri orðinn lögmætur aðili að hinu undir- ritaða skjali. Fjármálaráðuneytið hafnaði alfarið þeirri kröfu BSRB að breyting sem gerð væri á ráðningarsamningi Arngunnar dæmdist ógild. Ráðuneytið taldi að breytingin hefði verið "x samræmi við gildandi kjarasamninga og því fyllilega réttmæt". I ^reinargerð ráðuneytisins er bent á fyrirvara 1 sjalfum samningnum um að hann öðlist ekki gildi fyrr en hann hafi hlotið staðfestingu Fjáxmálaráðuneytisins. Þá er og bent á það að leiðrétting launadeildar hafi síður en svo einskorðast við að tryggja hagsmuni ríkissjóðs, heldur einnig hagsmuni starfsmanna ef mis- tök í gerð ráðningarsamninga hafi verið þeim í óhag. Hinsvegar gerðu fulltrúar fjármálaráðuneytis þá tillögu um málsmeðferð að, ef launadeild gæti ekki af einhverjum ástæðum fallist á ráðningarsamning, skyldi hann endur- sendur án áritunar með viðeigandi athugasemdum, t.d. þannig að ritað væri inn á aukaeintak af ráðningar- samningi hverju launadeild teldi rétt að breyta. Fulltrúar BSRB féllust á þessa málsmeðferð, með þeirri takmörkun að "starfsmaður verði að fá tilkynningu um staðfestingu samnings eða hugsanlega tillögu um breytingu| á honum innan eins mánaðar frá undirskrift hans undir samninginn". Að þessum tíma loknum sé óheimilt að breyta| samningi. Fulltrúar fjármálaráðherra hafa hafnað slíkri tak- mörkun. Stjóm BSRB hefur falið Guðmundi Ingva Sigurðssyni, lögfræðingi bandalagsins að höfða mál fyrir bæjarþingi Reykjavxkur vegna þessa máls. 4. Mál varðandi túlkun á fylgiskjali nr. 4 með aðalkjara- samningi BSRB og ríkisins. "Um vinnutxma við skóla- stofnanir, sem ekki starfa allt árið". Málið snýst um það hvort að aðstoðarmenn kennara yrðu að una níu mánaða ráðningu eða hvort þeir féllu undir nefnt fylgiskjal og vinnufyrirkomulag miðaðist við 12 mánuði. Full viðurkenning náðist fram á sjónarmiðum SFR. 5. Mál er varöar grein 1.1.11 í aðalkjarasamningi, en skv. þeirri grein er heimilt að taka til greina starfstíma hjá öðrum vinnuveitendum en því opinbera, skv. sérstökum reglum, ef um algjörlega hliðstæð störf er að ræða. Máliþessu var hafnað og þar með staðfest sú stefna ráðu- neytis að "hota ekki" þessa heimild í aðalkjarasamningi. Guðmundi Ingva Sigurðssyni hefur verið falið að sækja málið fyrir Félagsdómi. 6. Erindi vegna ágreinings um túlkun á grein 1.1.10 um starfsaldur vegaeftirlitsmanns hjá Vegagerð ríkisins, og erindi vegna ágreinings um greiðslu launa til mæl- ingamanns hjá Vegagerð ríkisins. Hvortveggja erindið samþykkt í samstarfsnefnd.' Framh. á bls. 7 í R-vík og skrifstofu- stjórum í stjórnarráðinu. Enn var haldinn fundur 1. júní með trúnaðarmönnum félagsins. Formaður skýr- ir þar frá fundi stjómar BSRB, sem haldinn hafði verið þennan sama dag ásamt stjórnum flestra bandalagsf élaga. Rakti síðan sögu málsins í stuttu máli. Benti á nokkra agnúa, sem félögunum bæri að varast, hvatti trúnaðar- menn til að halda málinu vakandi á vinnustöðunum. Zóphónías Jónsson, starfs- maður Vinnumiðlunar taldi að félögin ættu að reka mál þetta á algerlega stétt- arlegum grundvelli, og al- mennur félagsfundur eigi að taka ákvörðun um hvað gera skyldi, og stjórnir félaganna að taka sínar ákvarðanir í samræmi við það. Samþykkt var einróma svofelld tillaga: "Trúnaðarmannafundur SFR haldinn l.júní 1950 lýsir ánægju sinni yfir samþykkt þeirri, sem stjómir BSRB og starfs- mannafélaganna gerðu í dag um að fylgja beri launalögum og fyrri reglu- gerð um vinnutxma o.fl., og hvetur félagsmenn eindregið til þess að fara eftir þeirri tillögu". Á^reiningur um leiðir í malinu kemur fram a st'i'órnarfundi. ~ Það skeður á stjómar- fundi 2 dögum síðar, þegar rætt er um afstöðuna til lengingar vinnutxmans. Ritari félagsins, JÓnas Haralz "la^ði fram ályktun samþykkta á fundi starfs- manna fjárhagsráðs þann 2. júní, þar sem því er lýst yfir, að fundurinn sé andvígur því, að ekki sé unnið samkv. ákvæðum hinnar nýju reglugerðar, enda þótt hún sé án stuðnings í lögum. Telur fundurinn að starfsmönnum beri að leita réttar síns fyrir dóm- stólum. Þrátt fyrir þetta muni fundarmenn taka til

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.