Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Qupperneq 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Qupperneq 4
4 FÉLAGSTÍÐINDI athugunar að standa aö sam- eiginlegum aðgeröum, sem hafi tylgi meirihluta ríkisstarfsmanna, enda þótt þær aðgerðir séu ekki í samræmi við ofangreind sjónarmið" Ræddar voru þrjár leiðir er til greina ícænu í sam- bandi við lengingu vinnu- tímans. 1. Lagaleiðin. Þessi leið er folgin 1 því að fylgja ákvæðum hinnar nýju reglugerðar, en leita jafnframt úrskurðar dóm- stóla um lagalegt gildi hennar. Vinnist málið yrði krafist greiðslu fyrir eftirvinnu þann tíma, sem lenging vinnutímans nemur. 2. Samningaleiðin. Þ.e. leita samninga við fjár- málaráðuneytið um að kaffitími verði framvegis talinn með vinnutíma, þar sem kaffi er drukkið innan hásakynna hlutaðeigandi stofnunar. 3. óhlýðnisleiðin. Þ.e. að samtökin beiti ser fyrir því, að hinni nýju reglu- gerð verði ekki fylgt. Þar sem uppbótin mundi þá verða afnumin, felur þessi leið í ser að samtökin þyrftu að vera reiðubúin að leggja út í almennt verk- fall eða beita sór fyrir því að starfsmenn hægi á sér við vinnu. Viðstaddir stjórnarmenn létu í ljósi skoðanir sínar á þessum leiðum. Formaður: (Guðjón B. Baldvinsson). íg tel að reyna beri samninga- leiðina, en hefi ekki trú á að hún beri árangur. Að þessari leið frágenginni er ég fylgjandi 3ju leið- inni. Varaformaður: (Valborg Bentsdóttir). Ég tel úti- lokað, að ríkisstarfsmenn sætti sig við að láta skerða kjör sín, eða lengja vinnutíma sinn og tel þriðju leiðina eina væn- lega til árangurs. Gjaldkeri: (Magnús Stefansson). Þar sem Góður árangur náðist með samstöðunni: Sjúkraliðar fengu loks fram hækkanir Sjúkraliðar hafa nú loksins náð fram samkomulagi við fjármálaráðuneytið um röðun í launaflokka. Sá árangur náðist eftir að sjúkraliðar höfðu fjölmennt til fjármála- ráðherra og sent frá sér harðorða yfirlýsingu, þar sem krafist var ákvörðunar um launakjör sjúkraliða og hótað, að ella yrðu kannaðar "allar mögulegar leiðir til aðgerða sem gætu knúið fram viðunandi lausn mála". Hreyfing komst fyrst á málið þegar sjúkraliðar fjöl- menntu til fundar 21. september síðastliðinn og samþykktu þar harðorða ályktun um málið. Ályktun sjúkraliða í þessari ályktun mótmæltu sjúkraliðar "harðlega þeim óheyrilega drætti, sem orðið hefur á framkvæmd úrskurðar kjaranefndar um launakjör sjúkraliða". Síðan sagði í ályktuninni: "Fundurinn minnir á, að úrskurður kjaranefndar var kveð- inn upp í febrúar s.l. og ítrekaður með bókun kjara- nefndar frá 17. júlí. Þótt þannig séu liðnir rúmir tveir mánuðir frá ítrekun kjaranefndar, hefur engin niðurstaða fengist hjá fjármálaráðuneytinu. Á sama tíma og tafið hefur verið fyrir eðlilegri afgreiðslu á úrskurði um röðun sjúkraliða, er búið að taka úrskurð kjaranefndar í heild til endurskoðunar og lagfæringar gagnvart einstökum félögum innan heildarsamtakanna. Úrskurður kjaranefndar náði til kjara sjúkraliða frá 1. júlí á síðastliðnu sumri. Vegna mikillar verðbólgu er verulegt fjárhagsle^t tap fyrir sjúkraliða að hafa ekki enn fengið þá leiðrettingu á kjörum sínum, sem felst í úrskurðinum. Fundurinn krefst þess að þegar verði gengið frá þeim málum og hvetur SFR til að beita öllum tiltækum ráðum í því efni, jafnframt beinir fundurinn því til trúnaðarmanna sjúkraliða að kanna allar mögulegar leiðir til aðgerða, sem gætu knúið fram viðunandi lausn mála". Hreyfing á málið ^Sjúkraliðar fjölmenntu í framhaldi af fundinum á fund fjár- málaráðherra og gerðu honum grein fyrir óánægju sinni, og komst þá hreyfing á málið. Drö^.að samkomulagi lágu síðan fyrir þegar sjúkraliðar komu á ný saman til fundar nokkrum dögum síðar eða 26. sept. Fundurinn samþykkti þar drögin í öllum meginatriðum, en töld- ú_. þó eðlilegt að tvser deildir á Kleppi bættust í hóp þeirra deilda, sem kallaðar eru "sérdeildir" í samkomulaginu. Daginn eftir var svo undirritað samkomulag, og var þessi við- bót tekin inn í það. Meginatriði samkomulagsins I samkomulaginu sem gildir frá 1. júlí 1977, segir m.a. eftirfarandi:

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.