Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Page 5
FÉLAGSTÍÐINDI
5
Svipmyndir frá fundi sjukraliða 21. september s.l.
"Sjúkraliðum skal skipa í launaflokka 6., 7., 8. og 9.
samkvænt áunnum stigum fyrir störf sem sjúkraliði. Sjúkra-
liði sem hefur færri en 12 stig skal taka laun skv. 6.lfl.,
stig á bilinu 12-24 svara til 7. lfl., 24-36 stig svara til
8. lfl., en 36 stig og fleiri svara til 9. lfl.
Stig ávinnast fyrir störf í hálfu starfi eða meira í 3 mán.
minnst; sbr. 1.1.9 og 1.1.10 í aðalkjarasamningi og fást
4 stig fyrir 12 mánaða starf á almennum deildum en 6 stig
fyrir 12 mánaða starf á sérdeildum. Samningsaðilar eru
sammála um að sérdeildir í þessum samanburði teljist
þessar: Skurðstofa Landsspítalans, vökudeild fæðingar-
deildar, gjörgæsludeild, deild fyrir gerfinýra, barnageð-
deild Dalbraut, deildir 1,3,7,9 og 11 á Kleppi.
Skipan þessi er talin fullnægjandi lausn á lokamálsgrein
4. liðar 2. kafla kjaranefndarúrskurðar um 4 ára reglu".
Framhald á bls.6
kunnugt er að stjom BSRB
mun ekki styðja óhlýðnis-
leiðina, er ég fylgjandi
því að lagaleiðin sé farin.
1. varamaður í stjórn:
(Ólafur Bjarnason). Með
tilliti til þess, að nauð-
synlegt er að halda uppi
virðingu féar'ssamtakanna,
tel ég þriðju leiðina rétta.
Ritari: (JÓnas Haralz).
Ég tel, að ekki komi til
greina, að samtökin beiti
sér fyrir ólöglegum að-
gerðum, ekki síst þar sem
þau skírskota til þess, að
framið hafi verið réttar-
brot gagnvart þeim. Ég er
því fylgjandi fyrstu
leiðinni, en tel þó að
áður beri að reyna aðra
leiðina".
Gunnar Eydal:
LAGA
KRÓKUR
Veikindi barna
starfsmanna.
Veikindaforföll geta
aðeins náð til starfs-
mannsins sjálfs. Það
myndi þó einnig teljast
veikindaforföll, ef t.d.
smitnasmur sjúkdómur á
heimili hans veldur því
að hann verður að vera
í sóttkví. En almennt
eru> ekki viðurkennd
veikindaforföll ef
starfsmaður mætir ekki
til vinnu vegna veikinda
annarra á heimilinu. Það
veitir t.d. einstæðu for-
eldri ekki rétt til
veikindaleyfis frá starfi
þótt börnin veikist. Að
sjálfsögðu væri þó heim-
ilt að semja um slíkt í
kj arasamningum. Auðvitað
er þetta í framkvæmd mis-
munandi eftir vinnustöðum
og þrátt fyrir að starfs-
menn eigi ekki þennan
rétt geta venjur um annað
hafa skapast á vinnu-
staðnum. Eins er ljóst
að fjöldi atvinnurekenda
notfærir sér ekki þrengstu
túlkun á kjarasamningum
og reglum sem gilda á
vinnumarkaðinum.