Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Qupperneq 8
8
FÉLAGSTÍÐINDI
Uppeldis-
fulltrúar
fá hækkun
Kjaranefnd hefur úrskurð-
að að störfum "uppeldis-
fulltrúa" skuli raðað í
níunda launaflokk, og að
byrjendur í starfi skuli
taka laun samkvæmt átt-
unda launaflokki fyrstu
tvö ár starfstímans.
Hér er um verulega hækk-
un að ræða, þ.e. úr sjötta
launaflokki í 8-9 launafl.
Starfsmannafélag ríkis-
stofnana hefur hins vegar
af gefnu tilefni varpað
fram þeirri spurningu til
kjaranefndar, hvort úr-
skurður þessi eigi ekki að
ná til allra uppeldisfull-
trúa innan vébanda félags-
ins. Enn sem komið er
hefur þessi úrskurður að-
eins verið viðurkenndur
gagnvart Upptökuheimilunum
1 Kópavogi og Breiðuvík,
en uppeldisfulltrúar starfa
einnig við Öskjuhlíðarskóla,
HLíðaskóla og í Kjarvals-
húsi.
Tekist hefur, eftir
langt samningaþóf, að
ná samkomulagi um röðun
húsvarða eða umsjónar-
manna húseigna í launa-
flokka, og gildir þessi
nýja röðun frá 1. jan.
síðastliðnum.
Samkvæmt nýja samkomu-
laginu eru umsjónarmenn I
í B 6, umsjónarmenn II í
B 7, umsjónaxmenn III í B
9 og umsjónarmenn IV í B
12. Margir húsverðir hafa
fengið launaflokkshækkun
vegna samkomulagsins.
Leikhúsferðir
í Iðno í vetur
— Miðaverðið verður aðeins 1600 krónur
Samið hefur verið um leikhúsferðir x Iðnó í vetur með
svipuðum hætti og var í fyrra, og væntanlega verður einnig
um sérstakar afsláttarferðir að ræða hjá Þjóðleikhúsinu.
Þegar tillit hefur verið tekið til afsláttarins verður
miðaverð í Iðnó 1600 krónur, en 1700 ]<rónur í Þjóðleikhúsinu.
Afslátturinn í Iðnó er 20%, en 15% í Þjóðleikhúsinu. Að því
er Þjóðleikhúsið varðar munu einstakar stofnanir geta fengið
afslátt á hvaða sýningu sem er ef pantaxSir eru 40 miðar eða
fleiri.
Samkomulagið við Iðnó.
Samkomulag það, sem gert héfur verið við Leikfélag Reykja-
víkur, er í meginatriðum hið sama og gilti s.1. vetur.
Félagsmenn 1 SFR fá afslátt á 12. sýningu hvers leikrits
og verður stefnt að því að hún beri upp á föstudögum.
Miðaverð fyrir félagsmenn verður 1600 krónur, og er það
fast verð fyrir allan veturinn.
Miðapöntunum þarf að skila niður í Iðnó ekki síðar en
viku fyrir sýningardag, þ.e. föstudeginum áður. Æskileg-
ast er að frá hverri stofnun komi heildarpöntun um fjölda
miða, sem svo verði sóttir í einu lagi. Hins vegar er
einnig heimilt að hver sæki sinn miða.
Sækja verður miðana ekki síðar en þremur dögum fyrir
sýningardag, þ.e. á þriðjudegi í síðasta lagi.
Athygli skal vakin á því, að Iðnó tekur mun færri í sæti
en Þjóðleikhúsið, og getur því farið svo, að allir, sem
vilja, komist ekki á 12. sýningu einhvers leikritanna.
Þegar þannig stendur á verða það þeir, sem fyrst panta
miða sína, sem komast á 12. sýninguna.
Leikverk í Iðnó í vetur.
Verkefni vetrarins í Iðnó verða sem hér segir:
1. OG SVO KOM SÖLIN UPP, nýtt íslenskt leikrit eftir
Jónas Jónasson. í leiknum berst ofdrykkjumaður við
hugaróra, minningar og beiskan raunveruleikann. Frum-
sýning var um miðjan september 1978.
2. LÍFSHÚSKI (Deathtraþ) eftir bandaríska höfundinn Ira
Levin. Margslungið leikrit um glæpamál, sem frumsýnt
var á Broadway í New York fyrir skörrmu, og verúur sýn-
ing L.R. hin fyrsta utan Bandaríkjanna. Sjónleikur-
inn er þrunginn spennu frá upphafi til enda. Þýðandi
er Tómas Zoega. Frumsýning um 10. nóvember 1978.
GEGGJAÐA KONAN í PARÍS (La Folle de Chaillot) eftir
Jean Giraudoux, sem er meðal sígildra leikritahöfunda
Frakka á 20. öldinni. Framhald á bls. 7
lwvwv>
AAÍWW
ELISA8ET GUDJOHNSEN
SöRLASKJOL 6
107 REYKJAVIK