Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 3
FÉLAGSTÍÐINDI
3
Gjörbreyting á lánum og lánskjörum lífeyrissjóða til sjóðfélaga:
Lán til sjóðfélaga hafa
dregist gífurlega saman
Gífurlegur samdráttur hefur orðið á lánum
lifeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna. Á
Sí’inu 1984 lánuðu lífeyrissjóðirnir um
63% af ráðstöfunarfé sínu til sjóðfélags,
en þremur árum síðar, árið 1987, aðeins um
12%.
Heiiarlánsfjárhæð til sjóðfélaga lækkaði
1 krónutölu um 27.5% milli áranna 1986 og
1987. Miðað við hækkun lánskjaravísitölu
miUi ára var hins vegar um 62% raunlækkun
ræða milli ára. Ef árið 1987 er borið
saman við árið 1985 nemur raunlækkunin
hins vegar um 94%.
Þetta kemur fram í lánakönnun sem Samband
almennra lífeyrissjóða lét gera. Ástæður
samdráttarins eru einkum taldar tvær:
annars vegar gífurleg skuldabréfakaup
s3oðanna af húsnæðisstofnun, hins vegar
slorhækkun raunvaxta af lífejrrissjóðum.
upphaf verðtryggingar lífeyrissjóðanna
a lánum til sjóðfélaga námu raunvextir 2%.
í ársbyrjun 1987 voru almennir raunvextir
sioðanna komnir í 6.2% en námu í lok þess
ans 9.5% og er svo enn.
Sextíu og níu lífeyrissjóðir tóku þátt í
lanakönnun þessari. Þar af voru langflést-
lr sjóðanna, eða 46, komnir með 9.5% raun-
vexti í lok síðasta árs á lánum til sjóð-
felaga.
ÁR Ráðst.fé í m.kr. Lán til sjóðfél.Hlutfall lána í m. kr. m.v.ráðst.fé
1983 2.429 1.028 42%
1984 3.030 1.901 63%
1985 4.760 1.485 31%
1986 6.850 1.543 23%
1987 9.800 1.117 11%
Einn lífeyrissjóður var með 8.5% raunvexti
í árslok (Lífeyrissjóður bænda), fjórir
með 8% (Sláturfélag Suðurlands, KEA, sjó-
manna og verslunarmanna), þrír með 7%
(Akureyrarbæjar, hjúkrunarkvenna og starfs-
manna ríkisins), fjórir með 5% .(Keflavíkur,
Arkitektafélagsins, Neskaupstaðar og
Reykjavíkurborgar), og fjórir með aðeins
3.5% raunvexti (Landsbanka og Seðlabanka,
Búnaðarbanka, Ötvegsbanka og Verkfræðinga-
félagasins).
Það vekur athygli að það eru sjóðir starfs-
manna ríkisbankanna sem hafa langbest kjör
á lánum til félagsmanna sinna.
ojö lífeyrissjóðir hafa hins vegar hætt
allri lánastarfsemi til sjóðfélaga
(leikara, vörubílstjóra, Reykjavíkur-
apóteks, Gutenbergs, Grindavíkur, Hvamms-
tanga og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda).
Uppsöqnum frestað til hausts
á nýliðnu þingi var ákveðið að stofna
hlutafélag um Ferðaskrifstofu rikisins og
atti sú breyting að taka gildi nú á miðju
sumri. Þeim fyrirætlunum hefur verið
frestað til haustsins og þar með uppsögnum
starfsfólksins.
^ lögunum er gert ráð fyrir því að nú-
yotandi starfsmönnum Ferðaskrifstofu ríkis-
tns yrði gefinn kostur á að starfa hjá nýja
fytirtækinu - og að - ef tækju þeir slíku
foði myndu þeir missa samningsbundinn rétt
ffl greiðslu launa vegna uppsagnar og
niðurfellingu starfa. í reynd hefði það
Þýtt að sérhver starfsmaður sem réði sig
beint hjá nýja fyrirtækinu ynni þar kaup-
laust mánuðum saman og var eðlilega lítill
áhugi á því meðal starfsmanna. Ef breyting-
in a eignarfyrirkomulagi ferðaskrifstof-
unnar hefði náð fram að ganga nú í sumar
hefði stofnunin líklega setið uppi starfs-
mannalaus á mesta annatíma í ferðaþjónust-
unni.
Lögin gera ráð fyrir að rætt verði við
starfsfólk um kaup á hlutabréfum í nýja
fyrirtækinu, en óvíst er hvort af slíkum
kaupum verður. Margt bendir því til þess
að það verði ríkið sem eigi fyrirtækið
áfram, en í formi hlutafélags.