Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 6
6 FÉLAGSTÍÐINDI Ályktanir aðalfundar SFR 1988: Meiri launamismunur en nokkru sinni fyrr KJARAMÁL Aðalfundur SFR haldinn 29. mars 1988 leggur áherslu á að stððug og traust efnahagsstefna sé undirstaða þess að eðlilegt og heilbrigt þjóðlíf megi þró- ast. Síðustu kjarasamningar í apríl 1987 voru gerðir í trausti þess að ríkisvaldið stæði við skuldbindingar sínar um stöðugleika í efnahagsmálum. Ekki var staðið við þær. Verðbólga varð mun meiri en reiknað var með við gerð kjarasamninga og vegna þess að takmörkuð verðtryggingarákvæði voru í samningunum er kaupmáttur launa mun lakari en um var samið. Launamismunur hefur stóraukist í þjóð- félaginu. Laun lægstlaunuðu stéttanna hafa rýrnað svo ekki verður við unað. Launaskriðið á almennum vinnumarkaði hefur leitt til þess að laun félaga SFR hafa dregist aftur úr launum annarra stétta. Fundurinn leggur áherslu á að launabarátt- an miðist við að kaup lægst launaða fólks- ins verði stórbætt. Aðalfundur SFR beinir því til stjórnar og samninganefndar að kannað verði nú þegar hvort endurskoðun á launalið núgildandi samninga við ríkið sé tímabær, miðað við ákvæði samningsins. Þrátt fyrir góðæri undanfarinnna ára hefur launþegahreyfingunni ekki tekist að bæta kjör þeirra lægst launuðu svo viðunandi sé Góðærið hefur farið í að auka gróða fyrir- tækja og stórhækka laun þeirra sem hæst laun höfðu fyrir. Ef litið er til launþegahreyfingarinnar í heild, þá hefur hún ekki haft nógu fast- mótaða launastefnu. Hreyfingin hefur látið undan áróðri ríkisvalds og atvinnurekenda um að verðtrygging launa leiði til verð- bólgu. Aðleiðingarnar eru meiri launa- mismunur en nokkru sinni fyrr, en samt er spáð 25% verðbólgu. Launþegahreyfingin verður að læra af reynsl- unni og snúa við blaðinu, annars mun hún sundrast enn meira en orðið er. Umræðuhópur að störfum um framtíð félagsins. Launþegahreyfingin þarf að sameinast um launastefnu, sem byggir á eftirfarandi meginatriðum: 40 stunda vinnuvika verði raunhæf og nægi til framfærslu. Tryggja verður fullar verðbætur á öll almenn laun. Leiðrétt verði innbyrgðis misræmi á launakjörum einstaklinga og starfshópa, sem vinna hliðstæð störf. - Duldar greiðslur fari inn í taxtana. Hins vegar er ekki nóg að setja fram kröf- ur, heldur verður hreyfingin í heild að undirbúa baráttu til að ná þeim fram. Fyrst þarf að virkja félagana og hefja markvissar upplýsingar um réttmæti kröfu- gerðarinnar. Þá munu menn ekki skorast undan að fylgja kröfunum eftir til hins ítrasta. hOsmæðismál Aðalfundur SFR mótmælir harðlega þeim mikla niðurskurði, sem ríkisstjórnin hefur framkvæmt á framlögum til húsnæðiskerfis-

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.