Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 7
FÉLAGSTÍÐINDI 7 Alyktanir aðalfundar sfr Framhald af bls. 6 ins. Gera verður þá kröfu að húsnæðis- kerfið geti annað hlutverki sínu og ef svo a að vera, verða stjórnvöld tafarlaust að breyta stefnu sinni. Fundurinn ítrekar fyrri kröfur um að vandi husbyggjenda og íbúðarkaupenda, sem urðu fyrir misgengi launa og lánskjara, verði tafarlaust leystur. Fundurinn fagnar nýjum leiðum í húsnæðis- málum, s.s. kaupleiguíbúðum, en vara við því að þær verði fjármagnaðar úr verkamanna- bústaðakerfinu. NÚ þegar er miklu meiri eftirspurn og þörf eftir verkamannabústöð- um en hægt er að anna og má minna á að í ar verður 140 íbúðum úthlutað í verkamanna- bustöðum í Reykjavík, en umsækjendur yfir 800. lífeyrissjóðsmál Aðalfundur SFR 1988 leggur áherslu á að stjórn félagsins og BSRB fylgist af at- hygli með öllum vinnubrögðum varðandi hugsanlega lagasetningu um starfsemi líf- ejrrissjóðanna og gæti þess af einurð, að ^éttindi þau sem gildandi lög og reglur veita meðlimum LÍfeyrissjóðs starfsmanna ríkisins haldist óskert. JAFNRÉTTISMÁL Aðalfundur SFR 1988 undirstrikar, að lögum samkvæmt á að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu og telur að mörg störf þurfi að endurmeta, sérstaklega láglaunastörf sem flest eru unnin af konum. Fundurinn beinir þeirri áskorun til heil- hrigöisráðherra að beita sér fyrir því: að fæðingarorlof verði lengt í sex mánuði - strax að hægt verði að skipta fæðingarorlofi þannig, að starfsmaður geti verið á hálfum launum í allt að 12 mánuði ~ að miðað verði við að starfsmaður hafi full laun í fæðingarorlofi, þó aldrei lægri en nemur bótum frá Trygginga- stofnun ríkisins að sömu reglur gildi um fæðingarorlof þegar um kjörbörn eða fósturbörn er að ræða ~ að feður fái allt að einn mánuð í fæðingarorlof. Aðalfundur SFR mótmælir þeim hluta reglu- gerðar núgildandi laga um fæðingarorlof, þar sem segir að vinni starfsmaður í fæðingarorlofi muni orlofið ekki lengjast sem því nemur. NEFNDARÁLIT UM JAFNRÉTTISMÁL HJÁ RÍKINU Framhald af bls. S langi vinnutími hér á landi viðheldur meðal annars því launamis- rétti sem viðgengst í þjóðfélaginu. Stærsti hluti launamunar karla og kvenna er skýrður með mun meiri yfirvinnu karla en kvenna. Yfirvinnuálag er hátt og á sinn þátt í að viðhalda lágu dagvinnukaupi. Nauðsynlegt er að auka vægi dagvinnutekna í heildar- launum. Bent hefur verið á tvær leiðir til að draga úr mikilli yfirvinnu, annars vegar að gera yfirvinnu svo dýra, að atvinnurek- endur vilji ekki greiða fyrir hana, hins vegar að gera hana svo ódýra að launafólk vilji ekki vinna hana." Nefndarstörf Nefndin fjallaði um að greiðslur fyrir nefnda- störf gætu talist til hlunnindagreiðslna, að svo miklu leyti sem störf í nefndum eru unnin í vinnutíma starfsmanna hjá hinu opin- bera. Samkvæmt skýrslu Jafnréttisráðs frá sl. ári um könnun á þátttöku kvenna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkisins 1985 voru karlar um 90% þeirra sem sitja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkisins sem Alþingi kýs, 91% þeirra sem sitja í stjórnum, nefnd- um og ráðum á vegum ríkisins sem skipaðar eru og kjörnar skv. lögum og ályktunum Alþingis og 88% í nefndum skipuðum af stjórnvöldum. Mjög algengt er að starfs- menn ráðuneyta og fleiri opinberra aðila sitji í þessum nefndum. Samkvæmt þessu má ætla að langstærsti hluti þeirra greiðslna sem koma fyrir nefndarstörf hjá opinberum starfsmönnum renni til karla. Störf verði betur auglýst Nefndin fjallaði um það hvernig tryggja mætti betur aðgang kvenna að störfum hjá hinu opinbera og þá sérstaklega hvernig staðið væri að auglýsingu starfa. í tillögum sínum um það efni var lögð áhersla á eftirfarandi atriði: 1. Að ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum nkisins verði skylt að auglýsa í dagblöðum auk Lögbirtingablaðs allar ábyrgðarstöður, sem m.a. fela í sér mannaforráð. 2. Að tekið sé fram í starfsauglýsingum hins opinbera að hjá hinu opinbera sé lögð áhersla á jafnrétti og því séu konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðuna. Nefndin lagði einnig til að lögð yrði áhersla á jafnréttisáætlanir innan ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.