Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 5
FÉLAGSTÍÐINDI 5 SFR -menn á fundi. Sóknar er að finna ákvæði um viðurkenningu a starfsaldri vegna heimilisstarfa o.fl. °g ennfremur er að finna svipuð ákvæði í kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofn- ana fyrir neðstu launflokkana þar. Skv. þessum ákvæðum getur reynsla við heimilis- störf verið metin til allt að sex ára starfsaldurs." Bilastyrkir Nefndin kannaði greiðslu bílastyrkja hjá níkinu á síðasta ári og skiptingu þeirra gneiðslna milli karla og kvenna. Um það s®gir m.a.: "Samkvæmt þessu kejrrðu konur u.þ.b. 10.2% af öllum eknum kílómetrum og fengu greitt fynir það um 10% þess fjár sem ríkið greiddi fynir afnot af bifreiðum. 485 konur fengu Þessar greiðslur eða 19.55% hópsins, sem gefur til kynna að greiðslur til kvennanna hsfi að jafnaði verið um helmingi lægri en gfeiðslur til annarra vegna bílanotkunar. Til samanburðar má geta þess að í fylgiriti með ríkisreikningi 1982 komu fram upplýs- ingar um að einungis rúmlega 5% greiðslna Vegna starfsmannabíla rynnu til kvenna, og konur voru einungis um 10% þeirra sem fengu þessar greiðslur. Samkvæmt þessu hefur °rðið mikil aukning að konur fái greiddan t'ilastyrk á þessu fimm ára tímabili. Um bílastyrki og aksturssamninga er það að Segja, að hér er aðallega um útlagðan kostn- að ræða og vart hægt að draga þá ályktun að hér séu hlunnindagreiðslur nema í undan- "tekningartilvikum. Þeir sem aka mikið starfs síns vegna fá greiðslur vegna notkun- ar eigin bifreiðar, svo og háttsettir em- kættismenn. Þar sem konur gegna sjaldnast þessum störfum, njóta þær ekki þessara g^eiðslna í neinum mæli." Skipting yfirvinnu Nefndin kannaði hverjar væru viðbótar- greiðslur við mánaðarlaun opinberra starfsmanna vegna yfirvi-nnu mars-mai 1987, og kom eftirfarandi í ljós: Karlar konur Almennir félagsmenn í BSRB 68.2% 34.9% !! !! BHMR 48.7% 39.1% í! íí K.l. 48.8% 22.3% Grunnskólakenanrar í HÍK 54.2% 27.7% Framhaldssk.kenn. í HÍK 100.4% 63.0% Um þetta segir nefndin m.a. , ! "Af framangreindu er ljóst að karlar auka mun meiru við dagvinnutekjur sínar með yfirvinnu en konur. Segja má að karlar fái tvöfaldar greiðslur vegna yfirvinnu á við konur. Sú spurning vaknar hvort öll sú yfirvinna sem hið opinbera greiðir starfs- mönnum sínum sé í raun unnin. Fullyrt er að hjá kennurum sé ekki greitt fyrir aðra yfirvinnu en þá sem raunverulega er unnin. Ekki er hægt með þeim gögnum sem fyrir liggja að ganga úr skugga um hugsanlega óunna yfirvinnu. Til þess þarf mun full- komnari upplýsingar um viðvist og fleira. Ætla má að karlar vinni almennt meiri yfirvinnu en konur, þar sem ábyrgð á heim- ilishaldi hvílir oft að mestu á konum, a.m.k. meðan börn eru ung. Þegar börnin eru uppkomin er fólk komið á þann aldur að það vill síður vinna yfirvinnu. í nokkrum tilvikum er samið við starfsmenn um fasta yfirvinnu. Yfirmenn ríkisstofnana njóta einkum slíkra greiðslna skv. samningi. Þar sem fáar konur er í þeim hópi, ganga þessar greiðslur að mestu leyti til karla. Nefndin er sammála um það að styttri vinnu- tími myndi vera mikilvægur áfangi í jafn- réttisbaráttu. Hinn Frh. á bls. 7

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.