Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Blaðsíða 4
4
FÉLAGSTÍÐINDI
Jákvætt og skemmtilegt
kvennaþing í Osló
Mikill fjöldi íslenskra kvenna sótti
norrænu kvennaráðstefnuna í Osló - s.l.
sumar, þar á meðal var hópur frá BSRB.
Tvær í þeim hópi voru þær Guðrún Stella
Gissurardóttir, fulltrúi hjá Iðntækni-
stofnun og Ingibjörg Óskarsdóttir, aðal-
bókari hjá sömu stofnun. Þær höfðu eftir-
farandi að segja um þátttökuna í ráðstefn-
unni í samtali við Felagstíðindi.
"Það var geysileg upþlifun að fá að taka
þátt í þessu, að vera með í öllum þessum
fjölda alls staðar að. Þarna voru allir
svo jákvæðir og skemmtilegir.
Vi|5 vorum í leikhóp BSRB. Undirbúningur-
inn hófst þegar í febrúar. Fyrst voru
sameiginlegir fundir og síðan leikæfingar
þar sem verkið sem við sýndum þróaðist
smám saman. Við sýndum revýu í fjórum
þáttum um líf og starf kvenna á þessari
öld. Sérstakur hópur sá um hvern þessara
þátta. Brynja Benediktsdóttir, sem var
leikstjóri ásamt Guðrúnu Alfreðsdóttur,
útfærði ýmsar hugmyndir sem fram höfðu
komið í umræðum. Þannig var efnið unnið
£ sameiningu kvennanna og leikstjóranna.
Það voru æfingar í hverri viku og undir
það síðasta var æft tvisvar til þrisvar
í viku og reyndar á hverjum degi síðustu
dagana.
Þetta var ansi mikil vinna og við vissum
ekkert um hvernig þetta myndi skila sér
til áhorfenda. Við vorum fjörtíu sem tókum
þátt í þessu og áttum fyrst og leika í
litlum sal, sem rúmaði varla leikendurna
hvað þá áhorfendur, svo að það var ákveðið
að sýna verkið undir berum himni. Það
var gert og viðtökurnar fóru fram úr öllum
okkar björtustu vonum, því að það þyrptist
að þarna fólk alls staðar að og það var
gífurlega góð stemning. Fólkið tók þátt
í' leiknum af lífi og sá, klappaði og söng
með.
Það var sannarlega gaman að taka þátt í
þessu. Og eftir að við komum heim höfum
við komið fram með þessa sýningu og hér
heima hefur hún líka fengið góðar undir-
tektir. En það sem var skemmtilegast af
öllu var að kynnast öllum þessum konum
innan BSRB. Og um leið varð tilvist
Ingibjörg Óskarsdóttir og Guórún Stella
Gissurardóttir.
félagsins miklu skýrari í hugum okkar, sem
sagt að þarna væri félag, sem væri að
starfa með okkur og fyrir okkur.
Hvað snertir stöðu kvenna hér finnst okkur
hún lakari en á hinum Norðurlöndunum.
Samt eru íslenskar konur ekki síður frjáls-
legar og ákveðnar og vita að hverju þær
eru að leita. Það hefur orðið vakning
vegna þessarar ráðstefnu um að fara að
knýja á um endurbætur, hvað varðar rétt
kvenna. Konur frá hinum Norðurlöndunum
lögðu áherslu á annað en við. Við vorum
að berjast fjn?ir t.d. aukinni dagvistun
barna og meiri virðingu fyrir hefðbundnum
kvennastörfum, einnig bættum kjörum, en
þær lögðu meiri áherslu á að knýja á um
styttri vinnudag. Og dagvistunarmál voru
ekki eins mikilvæg hjá þeim, sem sýnir að
þau mál eru þar í betra horfi en hér.
Á ráðstefnunni fór allt mjög friðsamlega
fram og maður varð ekki var við nein vand-
ræði. Það var gaman að sjá hvað konur
úr öllum þjóðfélagsstéttum náðu ofsalega
vel saman. Það skapaðist svo skemmtileg
stemning þegar allt þetta fólk kom saman
og velti sér upp úr hugmyndum."