Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Blaðsíða 7
FÉLAGSTÍÐINDI
7
SFR segir upp samningum
Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur sagt
upp gildandi kjarasamningi við ríkisvaldið.
Uppsögnin tók einnig til þeirra samninga
sem félagið hefur gert við sjálfseigna-
stofnanir.
í bréfi sem formaður félagsins ritaði fjár-
málaráðherra af þessu tilefni segir m.a.
svo:
"Meginkröfur félagsins eru:
1. Launakjör verði bætt verulega.
2. Kaupmáttur launa sem um semst verði
verðtryggður svo sem frekast er unnt.
3. Laun starfsstétta og starfshópa sem
vinna sambærileg eða hliðstæð störf
verði samræmd.
4. Aukinn verði hlutur fastra launa í
heildarlaunum.
5. Greitt verði í lífeyrissjóð af öllum
greiddum launum.
6. Réttindi svonefndra lausráðinna starfs-
manna ríkisins verði tekinn til skoðunar
og starfskjör þeirrd bætt verulega t.d.
varðandi veikindarétt og lífeyri.
Félagið leggur áherslu á, að nú þegar verði
hafinn undirbúningur að gerð nýs kjarasamn-
ings með viðræðum milli aðila og um leið er
minnt á bókun 13 með kjarasamningi félags-
ins frá 4. apríl 1987 sem ekki hefur feng-
ist rædd þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þar
að lútandi.
Bókunin er svohljóðandi:
"Á samningstímanum skulu aðilar vinna
að athugun á launakerfi SFR með það
fyrir augum að einfalda það og auka inn-
byrðis samræmi, m.a. með hliðsjón af
röðun starfsmanna sveitarfélaga og ann-
arra opinberra starfsmanna. Athugun
þessari ljúki fjnrir 1. október 1988 og
liggi fjrrir við gerð næsta samnings
aðila."
Stjórn félagsins leggur mikla áherslu á að
niðurstöður þeirrar vinnu sem gefið er
fyrirheit um varðandi athugun á launakerfi
SFR verði hraðað, en henni átti að vera
lokið fyrir 1. okt. s.l.,m.t.t. samnings-
loka um áramótin og þessari vinnu ætlað
að vera grundvöllur að gerð nýs samnings.
Siðar mun samninganefnd og stjórn leggja
fram ítarlegri kröfur um útskýringar varð-
andi einstök efnisatriði kröfugerðar
félagsins."
SFR fordæmir málsókn Flugleiða
Ályktun stjórnar SFR samþykkt samhljóða
á fundi hennar 11. janúar 1989.
"Fundur stjórnar Starfsmannafélags ríkis-
stofnana vill að gefnu tilefni mótmæla
fyrirhugaðri málsókn Flugleiða gegn einum
af forystumönnum Verslunarmannafélags
Suðurnesja vegna starfa hans og annarra
félaga í VS að verkfallsvörslu og hindra
með því að óskyldir aðilar gengju í verk
almenns launafólks, í þeim tilgangi að
brjóta á bak aftur verkfall félagsins.
Stjórn SFR hvetur alla launþega og laun-
þegahreyfinguna í heild að snúast til
varnar rétti hennar til að fylgja kröfum
sínum eftir með vinnustöðvun, til að
knýja á um gerð kjarasamninga.
Minnt er á að sömu aðilar stýra málsókn
á hendur forystumönnum Verslunarmannafélags
Suðurnesja í nafni Flugleiða og höfðu uppi
málsókn gegn forystu BSRB í nafni Eim-
skips, í kjölfar verkfalls bandalagsins
1984.
Tilgangurinn er sá sami og hjá íhaldsstjóm
Tatcher £ Bretlandi, þar sem dómskerfinu
hefur verið beitt miskunarlaust til að
draga úr baráttuþreki verkalýðshreyfingar-
innar með stöðugum málssóknum. ÞÓ niður-
stöður séu ekki allar á sama veg dregur
aðferðin smátt og smátt úr baráttuþreki
verkalýðshreyfingarinnar, að eiga yfir
höfði sér málsókn af minnsta tilefni.
Stjórn SFR vill að lokum minna á, að fyrir
dyrum eru samningar fjölmargra verkalýðs-
félaga um flutning þúsunda launþega til
sumarleyfisdvalar innan lands og utan.
Það er full ástæða til fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að gæta varhuga í samningum
við þá fjandvini sína, er ítrekað hafa
með málshöfðun vegið að heilögum rétti
hennar til vinnustöðvunar. Leggur stjórn
SFR til, að ekki verði leitað eftir samn-
ingum við Flugleiðir um ferðir fyrir
félagsmenn innan verkalýðshreyfingarinnar
að svo komnum málum."