Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Blaðsíða 5
FÉLAGSTÍÐINDI 5 Námstefnur trúnaðarmanna SFR Starfsmannafélag ríkisstofnana efndi til tveggja námstefna fyrir trúnaðarmenn félagsins í nóvember síðastliðnum, hina fyrri fyrir skrifstofufólk en hina síðari fyrir heilbrigðis- og tæknihóp félagsins. Dagskrá námstefnanna voru í öllum aðal- atriðum eins. Guðrún Jónsdóttir flutti þar framsögu- erindi um hlutverk trúnaðarmannsins, Björn Arnórsson um aðal- og sérkjarasamninga félagsins, Gunnar Gunnarsson um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, Geir Thorsteinsson um kjararannsóknanefnd opin- berra starfsmanna, Birgir Guðjónsson um afstöðu fjármálaráðuneytisins til samnings- mála, Kári Kristjánsson og Hörður Bergmann um Vinnueftirlitið, Haukur Hafsteinsson um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Ögmundur Jónasson um BSRB á fyrri námstefnunni en Guðrún Árnadóttir á þeirri síðari og Einar Ólafsson um stöðu SFR í dag. Tíðindamaður Félagstíðinda tók nokkra þátt- takendur á námstefnunum tali og birtast viðtölin við þá hér á síðunni. Margt athyglis- vert Alfreð Friðgeirsson, gæslumaður Klepps- spitala: "Ég hef nú ekki verið trúnaðarmaður nema síðan í haust og hef því enn litla reynslu af trúnaðarmannsstarfinu. Mér fannst margt athyglisvert koma fram á námskeiðinu og tel mig hafa haft af því mikið gagn." Undrandi á kjörum lausráðinna Sigurbjörg Magnúsdóttir fulltrúi hjá Örfa vinnustofu fyrir fatlaða: "Við sem vinnum hér saman í Örva skiptumst á að fara á trúnaðarmannanámskeið. Þetta er fyrsta námskeiðið sem ég hef farið á og mér fannst mjög fróðlegt og gagnlegt að taka þátt £ því. Á námskeiðinu voru flutt góð erindi, fræðandi og skemmtileg. Mig furðar að hjá ríkinu eru til annars vegar heimilar stöður fyrir fastráðna, en hins vegar eru starfsmenn ráðnir með laus- um samningum, sumir til 3 mánaða, 6 mánaða eða eins árs. Þetta fólk, sem er með lausa samninga, nýtur mun lakari kjara bæði með tilliti til veikinda og uppsagn- ar. Þessir lausráðnu starfsmenn eru margir og í flestum ríkisstofnunum. Á fundinum komu fyrirspurnir út af þessu bæði til forstöðumanns launadeildar og forstöðumanns lífeyrissjóðs. Þeir, sem eru lausráðnir til þriggja mánaða, eru lakast settir og borga í Söfnunarsjóð líf- eyrisréttinda. En þeir, sem eru á eins árs samningum komast í LÍfeyrissjóð starfs- manna ríkisins." Kemur að góðum notum Sigurður Sævarsson, afgreiðslumaður í Frí- höfn: "Reynsla mín af trúnaðarmannsstarfinu er lítil enn sem komið er, þar sem ég byrjaði í því í haust. En mér finnst námskeiðið hafa verið gott og það kemur mér vonandi að góðum notum í starfinu. Ég vil bara þakka starfsmannafélaginu fyrir góða kennslu." Akstursgjald frá 1. janúar Frá 1. janúar 1989 er akstursgjald kr. 19.80 fyrir fyrstu tíu þúsund km, 17.70 fyrir næstu tíu þúsund og 15.60 fyrir akstur umfram tuttugu þúsund.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.