Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Blaðsíða 8
8
FÉLAGSTÍÐINDI
Úr yfirlýsingu Starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar:
Stofnunin meira og minna
lömuð vegna fjárskorts
Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar hefur
sent frá sér ítarlega ályktun, þar sem
skoraó er á dómsmálaráðherra og ríkisstjórn-
ina að beita sér fyrir eflingu gaæslunnar.
í samþykkt félagsins segir m.a.:
"Það má segja að það sé orðin markviss
stefna stjórnmálamanna að höggva stór skörð
í starfsemi Landhelgisgæslunnar á 10 ára
fresti. Þessi stefna hefur haft mjög alvar-
legar afleiðingar í för með sér. Stofnunin
hefur verið meira og minna lömuð vegna fjár-
skorts. Undanfarin ár hefur þó verið hægt
að merkja að stofnunin hafi verið að komast
á réttan kjöl, þá á að höggva aftur. Slíkur
niðurskurður hefur einnig haft það í för með
sér, að heilar kynslóðir starfsmanna hafa
horfið af ótta við framtíðina og það tóma-
rúm og óvissu sem hefur skapast.
Hjá slíkri öryggis- og björgunarstofnun
tekur nokkur ár. að þjálfa upp hæfa starfs-
menn.
Það er fráleit hugmynd að leggja og/eða
selja eitt af þremur skipum Landhelgisgæsl-
unnar og skera skipastól hennar niður um
1/3, en þá hefur Landhelgisgæslan misst
tvö af fjórum skipum sínum á 5 árum.
Á sama tíma hefur þjónusta stofnunarinnar
við fiskiskip flotans stóraukist og stórir
flotar erlendra fiskiskipa eru að veiðum
við auðlindalögsöguna á ákveðnum árstímum.
Þegar v/s Þór var tekinn úr þjónustu Land-
helgisgæslunnar, hefðu stjórmálamenn átt að
vera framsýnir og huga að smíði nýs fjöl-
hæfnisskips sem gæti sinnt verkefnum hans
og ÁRVAKURS.
Starfsmenn treysta því, að dómsmálaráðherra
og stjórnvöld sjái til þess að öryggis- og
björgunarstarfsemi Landhelgisgæslunnar
verði ekki skorin niður frá því sem nú er.
Meðalaldur varðskipanna er nú tæpt 21 ár og
ekkert farið að huga að smíði nýs varðskips,
sem er löngu tímabært.
Fokker flugvélin TF-SYN er orðin 11 ára
gömul og hefur aldrei verið búin nægilega
fullkomnum tækjum eins og starfsemin krefst,
t.d. fullkomnum radar.
Björgunarþyrlan TF-SIF er þriggja ára og
hefur reynst full lítil til þeirra björgun-
arverkefna sem henni eru ætluð, við hin
erfiðu verðurskiljrrði, sem eru hér við land.
Er það skoðun okkar að þar þurfi að endur-
nýja og fá öflugri og stærri björgunarþyrlu."
Og ennfremur:
"Starfsmenn skora á ráðherra að sjá svo
um, að milliþinganefndin sem sett var á
laggirnar 2. apríl 1981 til að kanna
hvernig nauðsynlegt væri að efla Land-
helgisgæsluna, skili niðurstöðum áður en
teknar verða jafn örlagaríkar ákvarðanir
og raun ber vitni. Því verður ekki neit-
að, að nefndin hefur staðið starfsemi
stofnunarinnar fyuir þrifum, þar sem störf
nefndarinnar hafa dregist á langinn."
Til aðildarfélaga BSRB
Eins og ykkur er eflaust kunnugt eru starf-
andi í landinu fjölmargir hópar sem beita
sér fyrir friðarhugsjónunni. Sem dæmi um
þessa hópa má nefna friðarhóp fóstra, lækna
gegn kjarnorkuvá og friðarsamtök kvenna.
Þessir hópar eru flestir þverpólitískir
og byggja á þeirri grunnhugsun að almenn-
ingur eigi ekki að horfa aðgerðarlaus á
vígbúnaðarkapphlaupið sem flestum ber
saman um að stefni öllu mannkyni í hætti.
Það sé siðferðileg krafa að virkja lýð-
ræðisleg öfl í þágu friðar.
Þeirri hugmynd hefur nú verið hreyft að
innan okkar samtaka verði komið á fót hópi
sem ynni að þessu málefni.
Ég leyfi mér að óska eftir því að við
reynum í sameiningu að finna einstaklinga
sem hafa áhuga á því að gerast þátttakend-
ur í starfi að þessu tagi og að höfðu
samráði við þá verði okkur send nöfn
þeirra eða þeir skrifi okkur sjálfir:
BSRB (friðarstarf), Grettisgötu 89,
105 Reykjavík, s. 91-26688.
Með félagskveðju, Ögmundur Jónasson
WWWW^^/VW^^WWWWW^VNA/VW