Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Síða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.03.1991, Síða 2
2 ___________________^ Félagstíðindi SFR j__ Tillögur ályktunarnefndar Tillögur ályktunarnefndar til trúnaðarmannaráðsfundar 20. febrúar um ályktanir fyrir aðalfund SFR 1991. Kjaramál Almennt er vitað að kaupmáttur launa hefur á undanförnum árum fallið verulega þó hann hafi ekki fallið jafnhratt á yfir- standandi samningstímabili. Harðast hefur þessi kaupmáttarrýrnun bitnað á þeim sem taka laun samkvæmt föstum töxtum. Op- inberir starfsmenn hafa farið illa út úr þessari þróun, einkum þeir sem eru í lægstu launaflokkunum. Aðalfundur SFR 1991 ályktar að nú þegar verði hafinn undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga. Kröfugerð verði lögð fyrir fund trúnaðarmannaráðs eigi síðar en 25. apríl n.k. og síðan kynnt með fundum sem víðast á meðal félgsmanna. Að þeirri kynningu lokinni verði kröfu- gerð endurskoðuð með tilliti til þess sem fram kemur við kynningu og endanleg kröfugerð lögð fyrir launamálaráð og trúnaðarmannaráð eigi síðar en 15. júní n.k. Við undirbúning kröfugerðar verður m.a. lögð áhersla á eftirtalin atriði: 1. Fundurinn telur að leggja beri á- herslu á hækkun lægstu launa jafnframt því sem kaupmáttur launa verði almennt bættur. 2. Laun séu verðtryggð. 3. Komið verði á starfsþjálfunamám- skeiðum fyrir ófaglært fólk sem leiddu til launahækkunar þeim til handa samkvæmt ákveðnu punktakerfi. 4. Fæðingarorlof verði lengt í 12 mán- uði og foreldrar geti skipti því með sér fyrstu þrjá mánuði á fullum launum. 5. Við samningsgerð sé unnið að ein- földun launakerfis, endurskoðuð verði starfsheiti í launaflokkum og innbyrðis samræmis gætt með hliðsjón af röðun starfsfólks sveitarfélaga og annarra opin- berra stofnana. 6. Leitað sé samstöðu launþegahreyf- ingarinnar um úrbætur til aðgera íbúðar- kaup léttbærari en nú er, einnig að teknar verði upp bætur til íbúðareigenda. Atvinnumál Aðalfundur SFR 1991 ályktar: 1. Þegnar þjóðfélagsins eigi kost á at- vinnu við sitt hæfi hvar sem er á landinu. 2. Byggðastefnan verður að vera markvissari en verið hefur. Til þess að stöðva fólksflutninga frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins er lykilatriði að auka fjölbreytni atvinnugreina úti á landi í iðnaði og þjónustu, samhliða betri nýtingu afurða hinna hefðbundnu atvinnuvega. Til að slíkt megi takast verður að jafna að- stöðu byggða með bættum samgöngum, bættri opinberri þjonustu og jafnara orku- verði. Heilbrigðismál Aðalfundur SFR 21. mars 1991 leggur áherslu á að spamaðaraðgerðir í heilbrigð- iskerfinu megi ekki bitna á sjúklingum eða leiða til aukins vinnuálags á starfsfólk. Sérstaklega mótmælir fundurinn tíma- bundinni lokun öldrunardeilda og legu- deilda á sjúkrahúsum enda vandséð að slíkar ráðstafanir leiði til sparnaðar er til lengdar lætur. Þetta hefur í för með sér fé- lagslegar og heilsufarslegar afleiðingar sem ganga þvert á markmið heilbrigðis- þjónustu í landinu. Jafnréttismál 1. Aðalfundur SFR styður frumvarp sem flutt er á alþingi um embætti umboðs- manns barna. 2. Tryggja þarf bömum hvar sem er í heiminum rétt til að lifa við öryggi og frið. 3. Fundurinn varar við óréttlátri tekju- skiptingu í þjóðfélaginu sem er að aukast og skiptir þjóðinni í tvo hópa, þá ríku og þá fátæku. 4. Til þess að jafnrétti ríki þarf að styðja við velferðarsamfélagið. Aðalfundur SFR 1991 gerir kröfu um að: ■Allir hafi jafnan rétt til náms burtséð frá hvar á landi þeir búa. ■Allir hafi sömu laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði. ■Veikindaréttur vegna veikinda bama verði aukinn. ■Virtur sé réttur allra barna til dagvistun- ar. Sömuleiðis sé öllum börnum tryggður samfelldur skóladagur. ■Bótaréttur vegna atvinnuleysis verði tryggður allt árið. SFR beiti sér fyrir því að við úthlutun félagslegs húsnæðis, hvort sem um kaup eða leigu er að ræða, verði fyrst og fremst tekið tillit til þarfa íbúðarumsækjenda. Félagsréttur útlendinga sem vinna hér á landi sé tryggður. Lífeyrissjóösmál Aðalfundur SFR 1991 beinir því til stjómar félagsins að fylgjast náið með öllu því er varðar lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins og standa fast á þeim rétti er sjóður- inn hefur heitið meðlimum sínum. Félag- inu er ljóst að vel komi til greina að sett verði almenn löggjöf um lífeyrissjóði í landinu en sú löggjöf getur engan veginn rýrt réttindi þau sem meðlimum lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins er heitið. Félagsmál Aðalfundur SFR 1991 hvetur stjóm félagsins til að vinna að stofnun deilda innan SFR fyrir ýmsa hópa ófaglærðra fé- laga og fleiri. Aðalfundur SFR 1991 færir starfsfólki þess, stjórn, trúnaðarmönnum og starfs- nefndum þakkir fyrir störf þeirra. Frá lífeyrisþegadeild SFR Við viljum minna á skemmtifundinn 14. mars næstkomandi á Grettisgötu 89. Fund- urinn hefst klukkan 15.00. A dagskránni er m.a. upplestur þar sem Edda Arnljótsdóttir leikari les. Þá er spurningaþáttur - “Já eða nei” - og eru í boði fern bókaverðlaun. Því næst eru kaffiveit- ingar og leikið á hljóð- færi á meðan kaffi- drykkjan stendur. Loks verður tekið í spil ef næg þátttaka fæst. Fyrir hönd stjórnarinnar, Kristinn Helgason formaður.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.