Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 3
3 Rœtt við Sigfús Jóhonnesson kerfisfrœðing hjá Hofronn- sóknorstofnun. Á kafi í aflaskýrslum —Mitt starf hjá Hafrann- sóknarstofnun er að hafa yfir- umsjón með aflaskýrslum sem berast frá öllum fiski- skipum sem eru yfir tíu tonn. Skipstjórnarmönnum er skylt að halda nákvæmar skýrslur um aflabrögð og er þetta einn liður í því að meta stofnstærð fiskistofna í hafinu kringum landið. Þessu verkefni var ýtt úr vör árið 1988 og er eina rannsóknaverkefnið hér hjá stofnuninni sem greitt er af utanaðkomandi aðilum, en Landsamband íslenskra út- gerðarmanna greiðir allan kostnað við það, sagði Sigfús Jóhannesson kerfisfræðingur, hjá Hafrannsóknarstofnun- inni. Félagstíðindi heimsóttu hann á vinnustaðinn til að ræða við hann um starf hans og stofnunina. —Ég hef starfað hér með hléum í nítján ár, á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar. Þegar ég hóf hér störf voru tveir rannsóknarmenn, en þeir voru félagar í SFR á móti hverjum sérfræðingi sem vann hjá stofnunni. Nú sýnist mér þetta hlutfall hafi snúst við, þannig að félögum í SFR hefur fækkað verulega. í hvert skipti sem staða rann- sóknarmanns losnar er ráðinn sérfræðingur í staðinn. Nú eru um 24 félagar í SFR hjá Hafrannsóknarstofnun, sagði Sigfús. -Við vinnum að staðaldri tveir við þessar aflaskýrslur en það koma fleiri að því verkefni öðru hverju, hér eru nokkrir fullir pappakassar af skýrslum sem á eftir að slá inn. Þetta er mikil vinna, en það verður ekki fyrr en eftir nokkur ár að árangur af þessu starfi fer að skila sér, sagði Sigfús og bætti við að þeir fengju skýrslur frá skip- stjórnarmönnum á togurum eftir hvern túr en aðrir sendu inn mánaðarlega. Þegar Fé- lagstíðindi litu inn til hans var hann að fara yfir afla- skýrslu dragnótabáts frá því í ágúst. —A Hafrannsóknarstofn- un vinna um eitt hundrað manns og hefur starfsmönn- um sáralítið fjölgað undan- farin ár. Vinnan hér hefur breyst gnðarlega mikið. Hér áður fyrir byggðist þetta mik- ið á rannsóknum á gögnum sem sótt voru á haf út af skip- um stofnunnarinnar. Dregið hefur úr rekstri okkar eigin skipa en í staðinn hafa aðrar aðferðir komið til. Má þar nefna svo kallað togararall. Þetta hefur orðið til þess að nú fer meiri vinna í úrvinnslu í landi, sagði Sigfús, og bætti við að með þessurn breyting- um hefðu tekjur rannsóknar- manna stofnunnarinnar lækk- að því ekki væri um mikla eftirvinnu að ræða í landi. Hann sagðist fara öðru hverju á sjóninn til þess að auka við tekjur sínar. —Menn eru að sjálfsögðu ekki ánægðir með laun sín hér frekar en annarstaðar. Ég verð var við það í spjalli manna hér í kaffitímum að þeir eru mjög óánægðir með þessa láglaunaumræðu sem forystumenn launþega eru stöðugt að halda á lofti. Við sem erum komnir aðeins ofar í launastigann höfum á til- finningunni að ekki eigi að bjóða okkur neinar launa- hækkanir. Flestir hér eru með laun undir hundrað þúsund krónum og ekki geta það tal- ist há laun, teljum við okkur því hiklaust láglaunalið. Við flokkumst kannski ekki með þeim hópi sem hefur laun fyrir neðan lífsmark eins og Steinunn Sigurðardóttir skáldkona kallaði launakjör þess fólks sem allra lægst launin hafa. Hópur þessi sem er aðeins fyrir ofan þá lægst hefur farið illa út úr síðustu samningum og ég vona inni- lega að það endurtaki sig ekki, sagði Sigfús Jóhannes- son sjálfmenntaður kerfis- fræðingur og trúnaðarmaður SFR hjá Hafrannsóknarstofn- un. Um gagnrýni sjómanna og annarra á vísindaleg vinnubrögð Hafrannsóknar- stofnunar sagði hann að hann yrði ekki mikið var við hana út í þjóðfélaginu, en vissu- lega vildu menn oft ræða málin. -Þeir sem hvað hæst láta í þessum efnum sjá oft ekki út fyrir eiginn nafla í þessum málum. Það sést best á því núna að loðnuskipstjórar sem hafa látið hvað verst og hald- ið því fram að sjórinn sé full- ur af loðnu láta varla í sér heyra. Þeir hafa verið að leita að loðnu út um allan sjó að undanförnu, án þess að finna hana í nokkrum mæli. Mér finnst þetta sýna að við höf- um haft rétt fyrir okkur í þessu máli sagði Sigfús. -sg Vinnustaðurinn minn Hafrannsóknarstofnun Félagstíðindi SFR

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.