Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 6

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 6
r Félagstíöindi SFR SFR-félagar á Suðurnesjum Um leið og SFR þakkar for- svarsmönnum þeirra þriggja lík- amsræktarstöðva sem hafa gefið félagsmönnum í SFR á Suðurnesj- um afslátt síðastliðið ár vill það leggi inn kortin sín um ákveðinn tíma, a.m.k. einu sinni á gildistíma þeirra, ef fólk getur ekki mætt ein- hverra hluta vegna og þannig gefst möguleiki á að nýta kortin betur. benda á að afsláttur býðst enn. Þær stöðvar sem gefa afslátt eru LÍK- AMSRÆKT ÖNNU LEU OG BRÓA, SÓLBAÐS- OG ÞREK- MIÐSTÖÐIN PERLAN og ÆF- INGASTUDEO. Þessar stöðvar bjóða upp á margvíslega starfsemi eins og félagar okkar vita sem hafa nýtt sér þjónustu þeirra og einnig má sjá, ef grannt er skoðað, að æ fleiri félagar eru smátt og smátt að verða stæltir og sterkir. Nú er um að gera að halda á- fram að byggja upp og þeir sem ekki hafa komist á bragðið ættu að athuga hvað er í boði því þeir geta vafalaust fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef einhver telur sig eiga langt í land í heilsuræktinni þá er gott að hafa í huga að allt vinnst þá að er verið, og eins og máltækið heilbrigð sál í hraustum líkama gefur til kynna er þetta eftirsókn- arvert. Rétt er að benda á að allar stöðvamar bjóða upp á að fólk LIKAMSRÆKT ONNU LEU OG BRÓA (sími 92-14315) LÍKAMSRÆKT ÖNNU LEU OG BRÓA Hafnargötu 23 í Keflavík býður upp á þrektækjasal og þolfimi (aerobic). Hægt er að fara í tíma þar sem skiptist á mjúk og hörð þolfimi, gólfæfingar, tröppuþrek, magi, rass og læri eða í tíma þar sem einungis er boðið upp á rnjúka þolfimi. Þriðji valkostur er þrekhringur þar sem tröppuþrek, þolfimi og tæki eru í bland en þetta kerfi er ætlað þeim sem eru að ná sér eftir meiðsli eða sjúkra- legu. Fjórði kosturinn er gólfæf- ingar en þær henta þeim sem vilja fara sér rólega. Hægt er að kaupa kort sem gilda á tiltekinn fjölda tíma og þau FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana SFR er stofnað 17. nóvember 1939 Skrifstofa þess er á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Opið: 9.00-17.00 - Sími: 91-629644 Ábyrgðarmaður Félagstíðinda: Sigríður Kristinsdóttir Ritnefnd: Ásdís Steingrímsdóttir, Edda Harðardóttir, Eyjólfur Magnússon, Sigríður Björnsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir Ljósmyndir: Pétur Óskarsson Prentun: Prentsmiðja Guðjóns Ó gilda í tvo mánuði. 4-12 tíma kort kosta 1.450 krónur fyrir SFR-fé- laga, 8-12 tíma kort kosta 3.145, mánaðarkort sem gilda ótakmark- að í einn mánuð kosta 3.570 og kort í líkamsræktarátaki sem kall- ast “lífsstíll” kostar 4.500 krónur á mánuði. I þessu líkamsræktarátaki býðst meðal annars ótakmörkuð mæting í þolfimi, þrekhring og tröppuþrek í einn mánuð, 10 tímar í ljósum, næringarráðgjöf og ýms-' ar kynningar. Öllum líkamsrækt- arkortum fylgir einnig púltími á föstudögum klukkan 18.30-20.00 eða á laugardögum klukkan 11.00-12.30. Bamagæsla er á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 10.00 og á mánudögum og miðvikudög- um klukkan 16.25. ÆFINGASTUDEO (sími 92- 14828) Brekkustíg 39 Njarðvík býður upp á þrektækjasal, þolfimi (aerobic), gufubað og ljósabekki. I leikfiminni er hægt að velja tíma þar sem lögð er áhersla á æfingar sem beinast að maga, rassi og lær- um. Einnig er hægt að fara í hægt og hratt tröppuþrek eða fitu- brennslu. Auk þessa má velja blandaða þolfimi eða þolfimi með lóðum og ekki má gleyma tímum sem eru sérstaklega ætlaðir þeim sem hafa villst á “líkamsræktar- 15.840. Stakur ljósatími kostar 360 krónur fyrir SFR-félaga, tíu tíma ljósakort kostar 2.970 og þeir sem eiga kort í líkamsræktina fá tíu tíma ljósakortið á 2.250 krónur. Atta og tíu tíma líkamsræktarkort- in ásamt 10 tíma ljósakortunum gilda í þrjá mánuði. SÓLBAÐS- OG ÞREKMIÐ- STÖÐIN PERLAN (sími 92- Sólbaðs- og þreknxiðstöðin Perlan Hafnargata 32 230 Keflavík Sínii 92-14455 veginum” en þessir tíma eru merktir “englakroppar” á stunda- töflu stöðvarinnar. Þessir tímar eru lokaðir öðrum en þeim sem ætla að losna við 20 kíló eða meira. Þarna geta einstaklingar t.d fengið ráðgjöf varðandi mataræði og lát- ið vigta sig og mæla. Opnunartími er 8.00-22.00 mánudaga til fimmtudaga, 8.00- 21.00 föstudaga, 10.00-15.00 laugardagaog 12.00-14.00 sunnu- daga. f líkamsræktarkorti er innifalin ótakmörkuð mæting í allt nema ljósabekki. Stakur tími í líkams- rækt kostar 450 krónur fyrir SFR- félaga, átta tíma kort kostar 3.150 krónur, fimmtán tíma kort 4.860, mánaðarkort 3.870, þriggja mán- aða kort 8.820 og sex mánaða kort 14455) býður upp á frjálsa mæt- ingu í stóran endurbættan tækjasal og þolfimi í nýjum leikfimisal. Mánaðarkort fyrir SFR-félaga kostar 3.360, tveggja mánaða kort kostar 6.230 og 12 tímar kosta 2.890. Einnig býðst þolfimi fyrir börn og unglinga og böm SFR-fé- laga geta fengið 10% afslátt. A morgnana er farið ljúflega af stað með rólegri leikfimi og tækj- um en strax um hádegi býðst meira úrval. Þar má finna þolfimi fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir, þolfimi fyrir börn 11 ára og yngri og unglinga 12 ára og eldri, tröpputíma (Reebok- tröppur) fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Það nýjasta sem er á boðstólum er Function- og WS-leikfimi en það er orku- leikfimi sem samanstendur af skokki, þolfimi og teygjuleikfimi. Aðaláherslan er á sveigjanleika, teygjur og kraft, og varanleika sem varðar líkamlegt og andlegt atgervi. Þessi leikfimi er góð fyrir þá sem eru að byrja og þá sem slæmir eru í baki. Öllum kortum fylgir síðan púltími á laugardög- um klukkan 13.30. Sólbaðstofan PERLAN (sími 92-11243) er einnig með aðstöðu að Holtsgötu 2 í Njarðvíkum en þar er opið mánudaga til föstudaga frá 9.00-23.00, á laugardögum frá 9.00 til 18.00 og á sunnudögum frá 10.00-16.00. Leiðbeinendur og íþróttafræð- ingar eru bæði innlendir og er- lendir, frá Bandaríkjunum og Þýskalandi.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.