Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.11.1991, Blaðsíða 4
4 Félagstíðindi SFR Valdimar Friðriksson trúnaðarmaður á meðferðarheimilinu Trönuhólum: —Það sem mér sýnist brýn- ast að gera nú er að auka sam- stöðuna meðal launafólks. Því miður sýnist mér að atvinnurek- endum hafi tekist að koma því inn hjá landsmönnum að ekki sé neitt svigrúm til að hækka laun nú frekar en endranær. Með þessum öfluga málflutningi hefur þeim tekist að riðla sam- stöðu okkar sem eigum það skilið að fá kaupmáttarrýrnun okkar bætta sagði Valdimar. Hann hefur starfað á með- ferðarheimilinu við Trönuhóla í tvö ár og er trúnaðarmaður á þeim vinnustað. —Eg tel mjög mikilvægt að launþegahreyfingin fari að snúa vörn í sókn í þessum málum. Það gengur ekki lengur að launafólk sé stöðugt látið gjalda þess ef illa árar. Hreyfingin verður að sýna fram á að hægt sé að bæta launin nú þegar tími þjóðarsáttar er liðinn. —Við vitum að það eru til peningar í þessu þjóðfélagi, það þarf bara að skipta þeim réttlát- ar. —Eg geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sækja þessa peninga. Við verð- um vafalaust fyrr en síðar að grípa til róttækra aðgerða til þess. Eg er þeirrar skoðunar að launþegasamtökin ættu öll að standa saman í því að boða til allsherjarverkfalla, ef ekki duga önnur meðul til að knýja á um að kaupmáttur sá sem við eig- um nú inni verði bættur. Hann sagði jafnframt að launatolk mætti ekki láta hvarfla að sér að það hafi ekki efni á að fara í verkfall. —Auðvitað getur það borg- að sig að fara í verkfall ef sam- staða næst um slíkar aðgerðir. Því miður hefur það sýnt sig að atvinnurekendur skilja ekki annað ef við ætlum að ná fram okkar hógværu kröfum. Mér sýnist allt stefna í slíkar aðgerð- ir. —Nú ríður á fyrir SFR og önnur launþegafélög að fara að upplýsa félagsmenn sína um að ríkisvaldið hafi efni á að greiða okkur mannsæmandi laun og jafnframt að búa þá undir að kauphækkanir verða væntan- lega ekki sóttar án átaka, sagði Valdimar. Hann lagði áherslu á að einnig þyrfti að semja um að hækka persónuafsláttinn og að ekki mætti hrófla við núverandi lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. —Einnig finnst mér að SFR ætti í samningaviðræðum sem nú standa yfir að leggja áherslu á að félagið fái fulltrúa í nefnd þá sem ætlað er að annast sölu ríkisfyrirtækja. Eg er þeirrar skoðunar að sá fulltrúi eigi að hafa neitunarvald um sölu þeirra, sagði Valdimar. Póroddur Þórarinsson íproskaþjáifi trúnaðarmaður á Kópavogshæli. —Það er ekki spurning að 1 þessum samningum er brýnast að hækka laun hinna lægst laun' uðu. Það lifir enginn af þeim lúsarlaunum sem við höfurn- Að krefjast þess að lágmarks- laun verið 75.000 krónur á mánuði getur ekki minna verið- sagði Þóroddur Þórarinsson þorskaþjálfi á Kópavogshæli. Hann taldi einnig brýnt að 1 þessum samningaviðræðun1 sem nú standa yfir verði tekið Vel heppnuö námsstefna I byrjun mánaðarins var haldin námsstefna fyrir trúnaðarmenn SFR. Þar var meðal annars fjallað um kjaramál, vinnuvernd og Páll Skúlason flutti erindi um hvað hið opinbera er. Mánudagskvöldið var haldin skemmtun og kom þar meðal annars kór SFR og skemmti samkomugestum, einnig flutti Ögmundur Jónarsson ávarp. Rœtt viö fjóra fulltrúa á námsstefnunni

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.