Fréttablaðið - 10.04.2021, Side 16

Fréttablaðið - 10.04.2021, Side 16
Ég hef lært mikið á þeim tíma sem ég hef verið hjá Bayern og þeir ætla greinilega að kenna mér mjög margt á meðan ég verð þar. Þá eru þjálfarar liðsins með það á stefnuskránni að styrkja mig mikið líkamlega og breyta mér í þýska vél. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafnréttissjóð Íslands Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Tilgreint er í fjármálaáætlun hvaða ár úthlutun eigi að fara fram á hverju fimm ára tímabili en gert er ráð fyrir úthlutun á tveggja ára fresti. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum. Árið 2021 hefur sjóðurinn 30 m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað verður næst úr sjóðnum 18. júní 2021. Umsóknarfrestur rennur út 29. apríl 2021 kl. 15.00. Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís (mínar síður). Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi. Nánari upplýsingar er að finna á www.rannis.is Jafnréttissjóður Íslands Umsóknarfrestur til 29. apríl kl. 15.00 FÓTBOLTI Íslenska kvennalands­ liðið í knattspyrnu mun í dag leika sinn fyrsta leik undir stjórn Þor­ steins H. Halldórssonar þegar liðið mætir Ítalíu í vináttulandsleik ytra. Liðin mætast svo á nýjan leik á þriðjudaginn. Ísland leikur án tveggja lykilleik­ manna í þessum tveimur leikjum en fyrirliði liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir, verður ekki með vegna meiðsla í hásin. Þá greindist Dagný Brynjarsdóttir með COVID á dögunum og ferðaðist þar af leið­ andi ekki til Ítalíu. Dagný, sem hefur komið sterk inn í lið West Ham síðustu vikurn­ ar, hefur misst af síðustu leikjum íslenska liðsins vegna meiðsla, en hún er markahæsti leikmaður í núverandi leikmannahópi liðsins með 29 mörk. „Æfingar hafa gengið mjög vel og við höfum verið að koma okkar áherslum að bæði í varnarleik og sóknarleik. Við ætlum að reyna að halda vel í boltann í þessum leikj­ um, spila sterkan og agaðan varnar­ leik og skapandi sóknarleik,“ segir Þorsteinn um komandi verkefni. „Við munum dreifa álaginu á milli leikmanna í hópnum og það munu til að mynda allir úti­ leikmenn spila í þessum tveimur leikjum. Það er ekki draumastaða að vera án Söru Bjarkar og Dag­ nýjar í þessum leikjum en svona er staðan bara. Ég hef engar áhyggjur af því að aðrir leikmenn muni ekki fylla skarð þessara tveggja leikmanna inni á miðsvæðinu. Fjarvera þeirra reynir hins vegar á aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp og sýna leið­ togahæfileika sína. Þetta eru lið á svipuðu getustigi en við höldum að aðalliðið þeirra spili á þriðjudaginn en þeir leik­ menn sem hafa minna spilað í undanförnum leikjum spili í dag,“ segir þjálfarinn enn fremur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem gekk til liðs við Bayern Münch­ en frá Breiðabliki fyrr á þessu er spennt fyrir komandi leikjum. „Það er gaman að vera komin aftur undir stjórn Steina og þjálf­ arateymið hefur komið með ferska vinda á æfingarnar hérna á Ítalíu. Við höfum æft vel hérna og þjálfar­ arnir hafa kynnt okkur sína hug­ myndafræði sem ég og nokkrar í liðinu þekkjum mjög vel,“ segir Karólína Lea. „Ég hef lært afar mikið á þeim tíma sem ég hef verið hjá Bayern bæði innan vallar og utan. Þeir ætla greinilega að kenna mér mjög margt á meðan ég verð þar. Þá eru þjálfarar liðsins með það á stefnu­ skránni að styrkja mig töluvert líkamlega og breyta mér í þýska vél. Ég er að búa ein í fyrsta skipti og það reynir svolítið á. Mér hefur verið mjög vel tekið þarna og stelp­ urnar hafa hjálpað mér að aðlagast. Ég hef nú þegar bætt mig töluvert fótboltalega séð og þeir eru mjög viljugir í að bæta mig enn frekar í framhaldinu,“ segir þessi tæplega tvítugi sóknartengiliður um fyrstu kynni sín af München. Leiknum sem spilaður verður á Coverciano, æfingasvæði ítalska landsliðsins, í Tirrenia, verður streymt beint á YouTube­rás KSÍ. hjorvarolafsson@frettabladid.is Frumraun Þorsteins verður á Ítalíu í dag Ísland leikur fyrsta leik sinn síðan liðið tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna í lok nóvember þegar liðið etur kappi við Ítalíu í dag. Íslenska liðið verður án tveggja lykilleikmanna í þessum leik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, er í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI COVID-19 Rætt var um það í ríkis­ stjórn Íslands í gær hvenær unnt yrði að heimila íþróttastarf í landinu á nýjan leik en æfinga­ og keppnisbann hefur verið í gildi frá 25. mars síðastliðnum. Eins og sakir standa gildir bannið til 15. apríl næstkomandi en menntamálaráðherra vakti von í brjósti íþróttafólks um að það gæti farið að æfa og keppa á ný fyrir þann tíma í tilkynningu sem hún sendi frá sér eftir ríkisstjórnarfund­ inn í gær. „Það er forgangsmál hjá stjórn­ völdum að koma íþrótta­ og æsku­ lýðsstarfi af stað enda er um mikil­ vægt lýðheilsumál að ræða. Það er brýn þörf á að virkja iðkendur og tryggja samfellu í æfingum íþrótta­ fólks. Nú er markmiðið að íþróttastarf geti hafist samhliða sóttvarnaráð­ stöfunum. Fram hefur komið að mikil þörf er á að fyrirsjáanleiki aukist um hvernig skipulagi verði háttað,“ segir í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. „Mikilvægt er að samræmi sé í takmörkunum í skólastarfi og íþrótta­ og æskulýðsstarfi ásamt því að tryggja að skipulag íþrótta­ starfs sé sambærilegt í alþjóðlegu samhengi, eins og frekast er unnt. Við í mennta­ og menningar­ málaráðuneytinu höfum í sam­ starfi við heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalækni unnið að því að undirbúa að umrædd starfsemi geti hafist við fyrsta tækifæri,“ segir enn fremur í tilkynningunni. – hó Leita leiða til að hefja íþróttastarf á nýjan leik Bann við allri íþrótta- iðkun hefur staðið yfir frá 25. mars. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur krafist þess að yfirvöld í Bilbao, Dublin, München og Róm skili inn gögnum fyrir 19. apríl þar sem útlistað verður hvort borgirnar geti tekið við áhorfend­ um á EM í sumar. Ekki hefur tekist að sýna fram á að hægt sé að taka við áhorfendum í þessum fjórum borgum á öruggan hátt í aðdraganda mótsins. Aðrir mótsstaðir eru búnar að skila inn áætlunum þess efnis til UEFA. „Síðustu fjórar borgirnar hafa til 19. apríl að koma með áætlanir sínar fyrir áhorfendur. Þegar upplýsing­ arnar liggja fyrir verður ákvörðun tekin um hvort hægt verður að halda leiki í þessum borgum,“ segir í yfirlýsingu á vefsíðu UEFA. Áætlað er að mótið hefjist 11. júní og standi yfir í einn mánuð. – kpt UEFA gefur tíu daga frest 1 0 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.