Fréttablaðið - 10.04.2021, Síða 39

Fréttablaðið - 10.04.2021, Síða 39
Við leitum eftir kraftmiklum forstöðumanni til að leiða nýja deild nýsköpunar og öflugan hóp starfsfólks á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Sviðið vinnur að því gera fjölbreytt, spennandi, ný og græn orkutækifæri að veruleika, í tengslum við nýtingu endurnýjanlegrar raforku og orku- og efnisstrauma frá rekstri aflstöðva Landsvirkjunar. Að okkar mati felst lausnin á loftslagsvandanum aðallega í: – Aukinni endurnýjanlegri orkuvinnslu – Lækkun kolefnisspors framleiðslu vöru og þjónustu, með nýsköpun og bætta nýtingu að leiðarljósi – Föngun og förgun eða nýtingu þeirrar kolefnislosunar sem eftir stendur Þannig sköpum við verðmæti til framtíðar, betra samfélag og heilbrigt umhverfi. Við leitum eftir starfsmanni í viðskiptaþjónustu, sem er ný eining á sviði Sölu og þjónustu. Sviðið vinnur að því að hámarka afraksturinn af náttúruauðlindunum sem fyrirtækinu er trúað fyrir og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Viðskiptaþjónusta gegnir mikilvægu hlutverki í að umbylta þjónustunni með nýjustu tækni og stafrænum lausnum. Verkefni – Vinna að stafrænum lausnum í raforkusölu og rekstri raforkusamninga – Þjónusta viðskiptavini við raforkukaup – Auka sjálfvirkni í móttöku á raforkupöntunum – Vinna við uppgjör raforkuviðskipta – Miðla upplýsingum um raforkuviðskipti Hæfni og þekking – Háskólamenntun sem nýtist í starfi – Reynsla af stafrænum lausnum kostur – Leikni í að skipuleggja og einfalda vinnu – Jákvætt hugarfar – Samskiptafærni og þjónustulund – Áhugi á að vinna með tölur Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2021 Sótt er um starfið hjá VinnVinn.is Viltu skapa ný og græn tækifæri? Viltu auðvelda viðskipti með græna orku? Verkefni – Stýra teymi um nýsköpun tengda vetni og rafeldsneyti, rafhlöðum, matvælum, iðngörðum og fleiru – Móta og koma í framkvæmd nýsköpunarverkefnum, stefnu- og áætlunargerð – Móta og stýra samstarfi um nýsköpun við sveitarfélög, önnur fyrirtæki, klasa og aðra aðila – Móta og stýra alþjóðlegri þekkingaröflun og framsæknu samstarfi vegna rannsóknar- og þróunarverkefna, með áherslu á hagnýtingu þekkingar og verðmætasköpun Hæfni og þekking – Sterk sköpunargleði og skipulagshæfni í jafnvægi – Reynsla af því að framkvæma, stuðla að eða styðja við nýsköpun – Hagnýt þekking og framhaldsnám í raunvísindum eða öðru sem nýtist í starfi – Sterkir stjórnunar- og samskiptahæfileikar – Mikill samstarfsvilji, lausnamiðuð hugsun og vaxtarviðhorf Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2021 Sótt er um starfið hjá VinnVinn.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.