Fréttablaðið - 10.04.2021, Síða 74

Fréttablaðið - 10.04.2021, Síða 74
 ÞEGAR EIGINMAÐUR OPNAR BÍLHURÐ FYRIR KONU SÍNA, ÞÁ ER ÞAÐ ANNAÐHVORT NÝR BÍLL EÐA NÝ KONA. Ef einn hinna stöðluðu e n sk u að a l s m a n n a hefði kvænst drottn-ing unni hefðu allir bilast úr leiðindum.“ Þetta hafði, Graham Turner, sem ritaði ævisögu Filipp- usar prins í óþökk viðfangsefnisins, eftir Lundúnabiskupnum Richard Chartres sem sjálfsagt hafði þarna þó nokkuð til síns máls. Næg hafa leiðindin í það minnsta verið í kringum bresku konungs- fjölskylduna en þótt margt megi um Filippus sjálfan segja þá getur hann seint talist hafa verið leiðin- legur. Filippus fæddist inn í grísku og dönsku konungsf jölskyldurnar þann 10. júní 1921, en til þess að geta síðar kvænst breska ríkisarf- anum, Elísabetu prinsessu, afsalaði hann sér öllum titlum sem hann fékk í vöggugjöf og gerðist breskur ríkisborgari með ættarnafnið Mountbatten. Í heimanmund fékk hann að vera hvorki meira né minna en barón af Greenwich, jarl af Merioneth og hertogi af Edinborg. Mikill vill þó oft meira og Filippus linnti ekki látum fyrr en hann fékk líka að verða prins árið 1957. Ekki hornkarl í höllinni Filippusi hefur í gegnum tíðina verið fundið ýmislegt til foráttu en þykir þó jafnan hafa staðið sem klettur að baki drottningu sinni og sjálf hefur Elísabet II. lýst honum sem stoð sinni og styttu. Hann vildi þó enginn hornkarl vera í höllinni og lét oft öllum illum látum í orðum og æði, enda sterkur persónuleiki með afdráttarlausar og stundum sérkennilegar skoð- anir, sem hann hikaði ekki við að láta í ljós. Hertoginn hreinskilni gaf ekk- ert fyrir pólitískan rétttrúnað og sleginn magnaðri forréttinda- blindu hefur hann stuðað fólk með ummælum sem hafa mörg þótt óviðeigandi, óheppileg og rætin, en inn á milli óneitanlega býsna snjöll. Fjölmiðlaskriðdýrin Þegar hann var að verða níræður lýsti hann ástandi sínu þannig að „hlutar væri farnir að detta af honum“ og þegar hann sagði sig frá öllum konunglegum skyldum í maí 2017 grínaðist hann með að það væri vegna þess að hann gæti eki lengur staðið upp. Samband hertogans og fjölmiðla, sem hann kallaði „djöfulsins skrið- dýr“ var stormasamt, sem kann að hafa sitt að segja um almenn- ingsálitið á honum. „Þið eruð með moskító-f lugur. Ég er með fjölmiðla,“ sagði hann á léttu nót- unum við forstöðukonu spítala við Karíbahaf 1966. Þegar Filippus var einhverju sinni spurður hvenær sonur hans, prinsinn af Wales, myndi taka við krúnunni spurði hann á móti: „Ertu að spyrja hvort drottningin muni deyja?“ Þegar hertoginn var spurður árið 1967 hvort hann langaði til Rúss- lands var svarið baneitrað: „Ég myndi gjarnan vilja heimsækja Rússland, þrátt fyrir að bastarð- arnir hafi myrt helming fjölskyldu minnar.“ Þegar Filippus hitti ritsjóra breska blaðsins Independent í móttöku í Windsor- kastala spurði hann: „Hvað ertu að gera hérna?“ Svarið var: „Mér var boðið, herra.“ „Já, en þú hefðir ekki þurft að mæta.“ Beint á ská Filippus þótti frábær skytta auk þess sem hann var ágætis f lug- maður og reyndur sjómaður. Hann fæddist undir merki tvíburans og stóð vel undir ýmsum klisjukennd- um einkennum slíkra og var þannig ákaflega mótsagnakenndur. Þannig felldi hann stæðilegt tígrisdýr með einu skoti í opinberri heimsókn til Indlands 1961, en það sama ár varð hann forseti World Wildlife Fund í Bretlandi. „Kettir drepa f leiri fugla en menn. Af hverju eruð þið ekki með slagorðið: „Drepið kött og bjargið fugli?“ spurði Fillipus einhverju sinni innan um hóp sem vann að því að vernda dúfur. Lítið fór líka fyrir dýravernd- unarsinnanum þegar Filippus var í Ástralíu 1992 og af þakkaði boð um að fá að strjúka krúttlegum kóala- bangsa. „Ó, nei. Ég gæti fengið ein- hvern viðbjóðslegan sjúkdóm.“ toti@frettabladid.is Hertogi hinna konunglegu móðgana Filippus prins, drottningarmaður til 73 ára, lést skömmu áður en hann hefði orðið 100 ára. Hann var ekki allra þótt háðsglósur hans og móðganir í gegnum tíðina bendi ekki til þess að hann hafi beinlínis verið leiðinlegur. Hortugi hertoginn Filippus var nokkuð ern í ágúst 2017 þegar hann tók á móti hermönnum við Buckingham-höll í sinni síðustu opinberu athöfn eftir að hafa ítrekað móðgað fólk með orðum sínum við slík tækifæri. Hann kom fram í krafti stöðu sinnar rúmlega 22.000 sinnum á 65 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sígildar móðganir „Getur þú gert við DVD-spilarann minn?“ þótti Filippusi sjálfsagt og eðlilegt að spyrja leikkonuna Cate Blanchett þegar þau hittust 2008 þar sem hún starfaði í kvik- myndabransanum. Listinn yfir ófétislegar athuga- semdir sem Filippus prins hefur gert við alls konar fólk, háa sem lága, Hollywood-stjörnur, ungl- inga og fötluð börn er langur, en þar sem háðsglósur hans verða ekki fleiri hlýtur að vera óhætt að tilfæra nokkrar sem hafa flogið hátt í gegnum síðustu öld. Í síðasta sinn. „ Þú hefur komist hjá því að verða étinn.“ Við breskan innflytjanda í Nýju-Gíneu. „ Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um það að þeir þyrftu meiri frítíma, allir væru að vinna of mikið. Nú þegar allir hafa meiri frítíma þá er kvartað undan atvinnuleysi. Fólk virðist ekki geta gert upp við sig hvað það vill.“ Um kreppuástandið árið 1981. „ Ef það rekur ekki við eða étur ekki hey, þá hefur hún ekki áhuga á því.“ Um Önnu dóttur sína, sem er mikill hestaunnandi. „ Þurfum við eyrnatappa?“ Þegar honum var sagt að Mad- onna myndi syngja titillagið í Bond-myndinni Die Another Day. „ Þú virðist vera tilbúinn í háttinn.“ Við forseta Nígeríu sem var í þjóðbúningi. „ Það er ánægjulegt að vera í landi þar sem þjóðin stjórnar ekki.“ Við einræðisherra Paragvæ. „ Hvað með Tom Jones? Hann hefur sankað að sér milljónum og er skelfilegur söngvari.“ Í umræðum um hversu erfitt er að verða ríkur í Bretlandi. „ Ég sé aldrei heimilismat – það eina sem ég fæ er eitthvert fínerí.“ „ Ó, ert það þú sem átt þennan skelfilega bíl?“ Við Elton John þegar söngvar- inn sýndi honum glæsikerru sína. „ Æ, ég vildi að hann myndi slökkva á þessum hljóðnema.“ Á tónleikum Eltons John. „ Ef þú verður hér mikið lengur kemurðu heim með skásett augu.“ Við breskan námsmann í Kína. „ Ungt fólk er eins og það hefur alltaf verið. Alveg jafn heimskt. Við undirbúning Duke of Edin- burgh Awards 2006. „ Nú jæja, þú hannaðir skeggið þitt nú ekkert of vel, er það?“ Í samræðum við hönnuðinn Stephen Judge um hökutoppa 2009. „ Eruð þið enn í því að kasta spjótum hver í annan?“ Við höfðingja frumbyggja í Ástralíu. „ Helvítis, heimska fífl!“ Um nemanda við Cambridge sem þekkti hann ekki. „ Þið eruð flest afkomendur sjó- ræningja, er það ekki?“ Við íbúa Cayman-eyja 1994. „ Ég tel nú ekki að vændiskona sé neitt siðlegri en eiginkona, en þær gera sama gagnið.“ „ Það hefur farið mikill tími og orka í að koma því svo fyrir að þið getið hlustað á mig til- kynna að nú sé búið að opna byggingu sem allir vita að er búið að opna fyrir löngu.“ „ Hvernig heldurðu eiginlega þeim innfæddu edrú nógu lengi til að þeir nái prófinu?“ Við ökukennara í Skotlandi. „ Ég lýsi því hér með yfir að þetta sé opið, hvað sem þetta er nú aftur.“ Í heimsókn í Kanada. „ Þegar eiginmaður opnar bíl- hurð fyrir konu sína, þá er það annaðhvort nýr bíll eða ný kona.“ „ Dettur fólk mikið um þig?“ Við konu í hjólastól. 1 0 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.