Fréttablaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 29
MBUX-kerfið er allsráðandi í mælaborði og fágun í bland við einfaldleika.Eins og sést vel á myndinni er gólfið í aftursætum frekar hátt.
Fáguð afturfjöðrun og rafhlaðan gera sitt til að taka pláss frá farangursrými.
á klst. Mercedes-Benz EQA er líkt
og f lestir rafjepplingar í þessum
flokki yfir tvö tonn, enda er raf-
hlaðan fjórðungur þyngdarinnar.
Hægt er að stjórna hversu mikið
endurhleðsluátak kemur þegar
inngjöfinni er sleppt með því að
nota f lipa á stýrishjólinu, líkt og á
valskiptingu bensínbílsins.
Mjög vel búinn
Að sögn Mercedes hleður bíllinn
frá 10-80% á 30 mínútum í 150 kW
hleðslustöð en ekki gafst tækifæri
til að reyna það í reynsluakstr-
inum. Á hefðbundinni 7 kW
heimahleðslustöð á full hleðsla að
taka undir 10 klst.
Um vel búinn bíl er að ræða
í grunnútgáfunni Pure og fyrir
6.790.000 kr. fæst bíllinn með 18
tommu álfelgum, Apple CarPlay,
bakkmyndavél, raddstýringu,
díóðu-innilýsingu, íslensku leið-
sögukerfi og díóðu-aðalljósum.
MBUX-margmiðlunarkerfið með
stafrænu mælaborði er einnig
staðalbúnaður.
Bíllinn kemur með þriggja
ára ábyrgð og átta ára ábyrgð á
rafhlöðu sem takmarkast þó við
160.000 km akstur. Verðið á EQA
í grunninn er 6.790.000 kr. sem
er stíft þegar horft er til sam-
keppninnar.
Það er helst VW ID.4 sem
keppir við hann eins og er en sá
bíll kostar frá 5.290.000 kr. Aðrir
væntanlegir samkeppnisaðilar
eru Volvo XC40 P8 og Tesla Model
Y sem hvorugir eru komnir í sölu
hérlendis. Hvort sú staðreynd
að innkoma EQA á markaðinn á
undan Tesla Model Y þýði að hann
nái að stela sölu frá honum á eftir
að koma í ljós.
JEPPADEKK
Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is
Vönduð amerísk jeppadekk sem henta
frábærlega fyrir íslenskar aðstæður.
Stærðir 29 - 44”.
KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS
HJÓLBARÐAVE
RKSTÆÐI
Öll almenn de
kkjaþjónusta á
staðnum.
Tímapantanir
í síma 540 590
0
kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2021