Fréttablaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 34
522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Vesturhraun 5 210 Garðabær á þinni leið Bílaumboðið Askja og Sleggjan hafa gengið til samstarfs um þjónustu við vöru- og hópferða- bíla frá Mercedes-Benz, Setra og Unimog. Sleggjan sem er alhliða þjónustuverkstæði fyrir vörubif- reiðar og aftanívagna mun frá 1. maí taka yfir þjónustu, viðgerðir og viðhald á Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílum og á sama tíma taka við atvinnubílaverkstæði Öskju sem mun því alfarið færast úr húsnæði Öskju til Sleggjunnar. Starfsemi Sleggjunnar verður áfram í nýrri og vel búinni aðstöðu félagsins í Desjamýri í Mosfellsbæ og í Klettagörðum 4 í Reykjavík. Starfsmenn félagsins verða við þessa breytingu hátt í 30 talsins. Askja sem er umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda mun áfram reka verkstæði sín fyrir fólks- og sendibíla á Krókhálsi, ásamt söludeildum bifreiða og varahluta. Sleggjan var stofnuð árið 1990 og byggir því á 30 ára grunni. „Við fögnum mjög þessu sam- starfi við Öskju um þjónustu við Mercedes-Benz vöru- og hópbif- reiðar. Mercedes-Benz er meðal bestu framleiðenda heims og jákvæð og spennandi áskorun að taka við allri þjónustu sem snýr að þessum bílum,“ segir Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri og eigandi Sleggjunnar. „Jafn- framt fáum við til Sleggjunnar vel þjálfaðan mannskap og allan þann tækjabúnað sem Askja hefur byggt upp í kringum þessa þjónustu. Sleggjan mun áfram sinna alhliða viðhaldi við vörubíla og vagna af öllum tegundum eins og félagið hefur gert undanfarna áratugi. Starfsstöð okkar í Mosfellsbæ verður með þann fókus áfram en mun einnig taka við Mercedes- Benz, á meðan starfsstöðvar okkar í Klettagörðum munu einbeita sér að Mercedes-Benz bifreiðum,“ segir Guðmundur. „Við hjá Öskju fögnum því að koma að starfsemi Sleggjunnar. Félagið hefur verið vel rekið fjöl- skyldufyrirtæki og hefur gott orðspor. Með okkar innkomu í félagið verður til enn öflugra þjónustufyrirtæki sem mun taka næstu skref í að þjónusta og auka enn fjölbreytni og aðgengi eigenda Mercedes-Benz, Setra og Unimog, vöru- og hópferðabíla að góðri þjónustu,“ segir Jón Trausti Ólafs- son, framkvæmdastjóri Öskju. „Undanfarin ár hefur Mercedes- Benz verið annar mest seldi vörubíllinn á Íslandi og í gegnum tíðina hafa Mercedes-Benz og Setra hópferðabílar verið lang- vinsælustu gerðirnar í hópferða- akstri með ferðamenn og innlenda hópa hér um landið. Það er því gríðarlega mikilvægt að til staðar sé gott þjónustukerfi sem sinnir þessum kröfuharða hópi atvinnu- manna og það mun Sleggjan nú gera. Með samstarfinu bætum við þjónustuna enn frekar og verður viðskiptavinum sinnt af sér- hæfðum starfsmönnum á einu af stærstu og best búnu verkstæðum landsins á tveimur starfsstöðvum í höfuðborginni sem þýðir enn meiri sveigjanleiki og hraði fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Jón Trausti enn fremur. Askja og Sleggjan í þjónustusamstarf Sleggjan mun þjónusta alla stóra vörubíla ásamt hópferðabílum. Væntanlegur arftaki hins vinsæla Mitsubishi Outlander PHEV er Eclipse Cross PHEV sem frumsýnd- ur var í fyrra. Fyrstu eintök bílsins eru komin til landsins en hann fer í forsölu á næstu vikum. Að sögn Halldóru Önnu Hagalín, markaðs- stjóra Heklu, koma fleiri eintök með sumrinu en verð bílsins byrjar í 4.990.000 kr. „Bílinn er ekki búið að frum- sýna en fólki er velkomið að koma í heimsókn að skoða gripinn,“ segir Halldóra. Eclipse Cross PHEV byggir á sama grunni og Outlander PHEV en sá bíll hefur verið í sölu síðan 2013 og selst í 260.000 ein- tökum á heimsvísu. Verður hann með sömu 2,4 lítra bensínvél ásamt rafmótor á bæði fram- og afturdrif sem samtals skila 200 hestöflum. Bíllinn er búinn 13,8 kWst raf- hlöðu en drægið á rafmagni eingöngu er allt að 61 kílómetri samkvæmt WLTP-staðlinum. Hefðbundinn Eclipse Cross er með 405 lítra farangursrými en í tengiltvinnútgáfunni er það 359 lítrar þar sem rafhlaðan tekur aðeins frá plássinu. Um vel búnar útgáfur verður að ræða með sömu fimm ára ábyrgð og áður. Fyrstu eintök Mitsubishi Eclipse Cross PHEV komin til landsins Mitsubishi Eclipse Cross PHEV er arf­ taki Out­ lander tengil­ tvinnbílsins sem notið hefur óhemju vin­ sælda hérlendis. Eclipse Cross PHEV verður með sama vélbúnaði og Outlander. 12 kynningarblað 13. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.