Fréttablaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 13
ALLT
K Y N N I NG A R B L A Ð
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2021
Umbru Ensemble skipa þær Guðbjörg fiðluleikari, Lilja söngkona, Alexandra Kjeld á kontrabassa og Arngerður píanó- og orgelleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Krassandi skuggahliðar tónlistar
Umbru skipa fjórar klassískmenntaðar tónlistarkonur sem brenna fyrir fornum, krassandi
lagstúfum úr gleymdum handritum. Þótt fornt sé á efnið fullt erindi við nútímamanninn.
Umbra varð til árið 2014 úr hópi
fjögurra ólíkra kvenna. „Það var
einhver kraftur sem dró okkur
saman, sameiginlegur og einlægur
áhugi á fornri og miðaldatónlist.
Við Arngerður María Árnadóttir
þekktumst vel fyrir en kynntumst-
hinum tveimur, Alexöndru Kjeld
og Guðbjörgu Hlín Guðmunds-
dóttur, í gegnum önnur verkefni og
fundum fyrir sameiginlegri ástríðu
gagnvart þessari tegund tónlistar.
Með stofnun hljómsveitarinnar
vildum við vinna skapandi með
fornan tónlistararf og færa nær
hlustendum í nútímanum,“ segir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir, hljóm-
sveitarmeðlimur í Umbru.
Klassískur bakgrunnur
„Við höfum allar lært á hljóðfæri
frá fimm til sex ára aldri og erum
atvinnumenn í dag í tónlist. Í klass-
íska heiminum er oftast spilað eftir
nótum en í Umbru spilum við yfir-
leitt aldrei eftir nótum. Við komum
saman og leyfum sköpunargáfunni
að njóta sín. Við hefjum sköpunina
á fornri laglínu og vinnum tónverk
út frá henni. Þá gerum við okkar
útsetningar sjálfar. Þetta er svolítið
annað en í klassíska geiranum og
við þurftum allar á þessu að halda,“
segir Arngerður.
„Þetta er mjög náið samstarf og
hefur orðið enn nánara með tím-
anum. Það er líka mjög dýrmætt að
við erum allar gerendur. Við erum
með skýra sýn sem hefur hjálpað
okkur að framkvæma. Þá þurfum
við ekki mikið til þess að rúlla
boltanum og vitum alltaf hvað þarf
að gera næst. Þá erum við mjög
listrænar og fjölhæfar og þó svo við
séum allar með grunn í ákveðnu
hljóðfæri, erum við liðtækar á
ýmislegt annað líka,“ segir Lilja.
Löngu gleymd handrit
Efniviðurinn segir Lilja að komi úr
ýmsum áttum. „Við köfum djúpt í
heimildir í leit að efnivið. Þá höfum
við nýtt okkur fornar heimildir og
löngu gleymd handrit frá Orkn-
eyjum og Hjaltlandseyjum. Okkar
mottó er að fara alltaf í elstu varð-
Hjartagarðurinn var fagurlega
skreyttur graffiti-listaverkum
þegar sól hans reis sem hæst.
Sumarið 2010 varð til eitt skemmti-
legasta og áhugaverðasta útisvæði
sem borgin hefur nokkru sinni átt;
Hjartagarðurinn, einnig nefndur
Hljómalindarreiturinn. Reiturinn
hafði verið í niðurníðslu þar sem
viðamiklar framkvæmdir áttu að
hefjast á svæðinu stuttu eftir 2008
en frestuðust um ófyrirséðan tíma.
Gert var ráð fyrir hóteli, bílakjallara
og upphituðu torgi. Þegar leið á árið
2010 var ekki sjón að sjá svæðið.
Húsin í kring voru niðurnídd og
plássið var síður en svo fýsilegt.
Grasrótin tekur við sér
Þá gerðist nokkuð sem átti eftir að
hrinda af stað listagrósku í grasrót
Reykjavíkur. Lítill en ört stækkandi
hópur hóf að lappa upp á garðinn.
Listafólk skreytti veggina á niður-
níddum húsum og fyrr en varði
var fólk farið að halda viðburði í
garðinum. Boðað var til tónleika,
flóamarkaðir voru haldnir, úti-
listasýningar og gjörningar áttu sér
stað. Hjartagarðurinn var fæddur
og sló fjörlega í brjósti miðbæjarins.
Ungir sem aldnir mættu þangað á
fjölbreytta listviðburði og hverja
helgi var garðurinn fullur af fólki
sem hafði nú tækifæri til þess að
kynna sér grasrótina undir berum
himni, án aðgöngumiða.
Á haustmánuðum 2012 var
botninn sleginn úr gleðitunnunni
og borgin kynnti nýtt deiliskipulag
á Hljómalindarreitnum. 2013 var
garðinum lokað og teiknistofa fékk
það verkefni að hanna nýtt torg í
brostnu hjarta miðborgarinnar.
Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en
misst hefur og það á svo sannar-
lega við í tilfelli Hjartagarðsins.
johannamaria@frettabladid.is
Brostið hjarta
miðborgarinnar