Börn og menning - 2016, Síða 34

Börn og menning - 2016, Síða 34
Börn og menning34 nokkuð löngu atriði undir lok sýningarinnar þar sem Óður og Flexa voru farin inn í sófann og komu í heim svartamyrkurs þar sem lýsandi furðuverur svifu um. Útfjólublátt ljós var notað til að skapa sjónræn áhrif og vakti lýsingin mikla furðu hjá yngri áhorfendum, sem sumir tóku í þokkabót eftir því að eigin fatnaður fór skyndilega að lýsa á dularfullan hátt. Það er dásam- legt hvað hægt er að gera með lýsingu, pari af hvítum hönskum og hugmyndaflugi! Þetta var þó eina atriðið í sýningunni sem var heldur langt fyrir yngri áhorfendur, sjálfsagt vegna þess að liðið var á sýninguna en einnig vegna þess að atriðið var mun hæggengara en önnur og aðalpersónurnar voru fjarverandi lengst af. Í örstuttu lokaatriði sýningarinnar sáust þau Óður og Flexa síð- an sæl og glöð með leirinn sinn í höndunum, atriðið þjónaði þeim tilgangi að styrkja boðskap sögunnar og sýna að ævintýri þeirra hefðu öll verið ímyndunaraflinu að þakka. Hugsað fyrir öllu Óður og Flexa halda afmæli er gríðarvel hugsuð og út- færð sýning sem greinilega hefur verið vandað mjög til. Eitt af því sem var aðdáunarvert var jafnréttið sem birt- ist í sýningunni. Börnin stóðu hnífjafnt að vígi meira og minna alla söguna og vináttan milli þeirra var áþreifan- leg og sterk. Ofurhetjan Flexa reyndist síðan vera enn sterkari en Óður, sem átti það til að koma sér í klandur. Annað sem gætt var að var að láta óhugnaðinn í sýn- ingunni, sem vissulega var oft til staðar, aldrei fara úr böndunum þannig að yngstu börnin yrðu of hrædd. Í einni senunni voru leirverurnar til dæmis búnar að breytast í risastórt skrímsli en þá kom Herra Glæsibux- ur til bjargar og stýrði sögunni á ljúfari braut. Meira að segja leikskráin var hugsuð með þarfir áhorfenda í fyrirrúmi, þar leyndust þrautir til að leysa meðan beðið var eftir að sýningin hæfist og eftir sýninguna fengu allir blöðru, en marga af þeim minnstu hafði langað mjög í blöðrurnar sem birtust undir lok sýningarinnar í sófa- heiminum. Fyrst og fremst var sýningin þó dásamlegasta skemmt- un fyrir allan aldur. Undirrituð játar það skammlaust að hafa hlegið alveg jafn mikið og innilega og minnstu börnin í salnum og það ekki síst að prumpubröndur- unum, sem nóg var af. Er það ekki líka besta listin sem laðar fram barnið í okkur? Þetta var önnur sýningin með Óð og Flexu í aðalhlutverki, sem komu fyrst fram á ASSITEJ sviðslistahátíðinni 2014. Megi þau snúa aft- ur sem oftast til að laða fram barnið í okkur öllum. Höfundur er textíllistamaður og sjálfstætt starfandi ritstjóri. Ljósmyndir úr sýningunni eru teknar af Jónatani Grétarssyni fyrir Íslenska dansflokkinn.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.