Börn og menning - 2016, Side 35
Umhverfis jörðina á 110 mínútum
Hjörvar Pétursson
Leikhús
Umhverfis jörðina á 80 dögum
Höfundar: Karl Ágúst Úlfsson og
Sigurður Sigurjónsson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Þjóðleikhúsið
Jules Verne er eitt af stærstu nöfnum bók-
menntasögunnar. Fyrir utan það að eftir
hann liggur fjöldinn allur af metsölubók-
um, þá bjó hann til heila bókmenntagrein sem varla er
hægt að segja að hafi verið til áður, vísindaskáldskapinn.
Hátt á aðra öld hefur arfur hans verið náma fyrir seinni
kynslóðir að leita í, hvort sem það hefur verið leik- og
kvikmyndagerðir á verkum hans, frekari framþróun á
hugmyndum sem fyrst var varpað fram í bókum hans,
og jafnvel sem innblástur til raunverulegra tæknifram-
fara. Einnig má nefna að fagurfræði sem kennd er við
gufupönk (steampunk) og byggir á því að tefla saman
tísku Viktoríutímans og vísindaskáldskap á Jules Verne
og skáldskap hans mikið að þakka.
Meðal þekktustu verka Jules Verne má nefna Leyndar-
dóma Snæfellsjökuls, (eða Ferðina að miðju jarðar, eins
og hún var víst kölluð á frummálinu – alltaf skulu þessir
útlendingar spila niður íslensku náttúruna), Ferðina til
tunglsins og Sæfarann (öðru nafni Tuttugu þúsund míl-
ur neðansjávar). Umhverfis jörðina á 80 dögum er ein af
frægustu bókum Jules Verne og segir sitt um hana að
þótt liðin séu 143 ár frá útgáfu hennar (hún kom fyrst út
í Frakklandi í ársbyrjun 1873) skuli enn vera sótt í hana
sem brunn fyrir sviðslistir og skemmtun. Í henni segir
frá ríkisbubbanum Fílíasi Fogg og nýráðnum einkaþjóni
hans, Passepartout, og ævintýrunum sem þeir lenda í
á ferðalagi sem þeir leggja í umhverfis jörðina vegna
veðmáls Foggs við karlaklúbbsfélaga sína
um það hvort almenningssamgöngur um
heiminn séu orðnar það góðar að slík reisa
sé möguleg á ekki lengri tíma. Svo bland-
ast inn í söguna kynni þeirra af ýmsu fólki
á leiðinni, þar á meðal lögreglumanninum
Fix, sem er sannfærður um að Fílías Fogg
sé bankaræningi á flótta undan réttvísinni.
Skáldaleyfi og gufupönk
Í janúar síðastliðnum var frumsýnt leikrit Karls Ágústs
Úlfssonar og Sigurðar Sigurjónssonar, Umhverfis jörðina
á 80 dögum, sem unnið var upp úr samnefndri bók
Jules Verne. Ágústa Skúladóttir leikstýrir uppfærslunni
og ferst það vel úr hendi. Högni Sigurþórsson hann-
aði leikmynd og Leila Arge sá um búninga, og leyndi
sér ekki að hvort tveggja sótti innblástur í fagurfræði
gufupönksins. Tæki og tól voru skreytt krúsidúllum og
nostrað við útlit allra búninga af smekkvísi.
Það væri synd að segja að þeir Karl Ágúst og Sigurður
fylgi forskrift bókar Verne af fullkominni trúmennsku,
þeir taka sér þvert á móti ýmis skáldaleyfi við leik-
gerðina og fylgja þar ríkri og frjórri hefð í leik- og kvik-
myndagerðum þar sem bækur Jules Verne eru oftar en
ekki endurtúlkaðar á hinn frjálslegasta máta. Sem dæmi
má nefna að þótt loftbelgur hafi í sögu Jules Verne ein-
göngu verið ræddur sem möguleiki til þess að vera svo
afskrifaður sem of óáreiðanlegur ferðamáti, þá virðist
vera regla frekar en undantekning að honum bregði
fyrir í leik- og kvikmyndagerðum eftir bókinni. Í sýn-
ingu Þjóðleikhússins fara Fílías Fogg og Passepartout
einmitt á loftbelg yfir Alpana. Seinna í sýningunni, á
leið yfir Kyrrahafið, berst ferðalagið svo jafnvel yfir í allt