Börn og menning - 2016, Síða 9
9„Mér finnst svo gaman að vera svona hrædd!“
− Heyrðu, veistu dáldið,
ég er hreinlega ekki ætt,
alltof lítið, rýrt og sætt.
En heimsins mestu matargöt
mikið um það tala
að allra best sé ókindakjöt,
ofnsteikt, klætt í spariföt.
Þessu barnið blákalt laug
en bjargaði sér þannig.
Ókind þoldi illa spaug,
upp um gatið barnið flaug.
(Þórarinn Eldjárn 2007, án blaðsíðutals)
Kvæðið byrjar á því eins og í fyrirmyndinni að barn
dettur ofan í gat þar sem Ókindin situr og bíður. Ekki
er sagt hér að hún sé ljót heldur er hún klædd í sitt
fínasta púss eins og hún eigi von á veislumat. Ókindin
býður barninu umsvifalaust í mat og slefar af tilhlökk-
un. En barnið er ráðagott og snýr aðstæðum sér í hag og
tekst af sjálfsdáðum að bjarga sér úr lífshættu, gagnstætt
barninu sem segir frá í „Ókindarkvæði“. Ókindin þolir
nefnilega illa spaug um sjálfa sig þótt hún bregði á glens
við barnið í fyrsta erindinu þegar hún telur sig hafa yfir-
höndina. En þannig er það oft með spaugara, þeir þola
ekki þegar grínið snýr að þeim sjálfum.
Ljóðið „Barn í Dalnum“ er eitt af mörgum barnaljóð-
um Þórarins þar sem hann sækir fyrirmyndir og vísar til
efnis úr innlendri og erlendri menningarsögu, til dæmis
ljóðum, sögum og myndverkum. Það gerir systir hans
Sigrún Eldjárn einnig í mörgum mynda sinna. Þannig
notar hún áður nefnda mynd Halldórs Péturssonar af
Grýlu í Vísnabókinni við kvæðið „Grýla og Leppalúði“
og einnig frægt málverk Jóns Stefánssonar af Þorgeirs-
bola við kvæðið um bola. En hún breytir myndunum
í samræmi við breyttar forsendur í kvæðum Þórarins.
Mynd Sigrúnar við kvæðið „Barn í dalnum“ er líka
bráðfyndin og greinilegt hvert hún sækir fyrirmyndina
að höfði Ókindarinnar því það minnir sterklega á hinn
gráðuga Mr. Burns í sjónvarpsþáttunum The Simpsons.
Ókindin er hins vegar í kjól og bleikum háhæluðum
skóm svo kynið er skemmtilega tvírætt eins og í fyr-
irmyndinni. En líkt og fyrrnefnd kvæði Þórarins eru
myndir Sigrúnar gott dæmi um menningarlega tilvísun
og endursköpun. Hvort tveggja, kvæðin og myndirn-
ar, gefa þeim sem til þekkja auka vídd og kitlar hlátur-
taugarnar. Og grínið afvopnar allar óvættir.
„Ég veit að ég verð hrædd, en ég veit
líka að ég ræð við það“
Það er langt frá því að hræðsluáróður sé horfinn úr
barnauppeldi enda er margt að varast í umhverfinu til
sjávar og sveita, að ekki sé nú minnst á stórhættulega
barnaperra þótt þeir séu sem betur fer ekki á hverju
horni. En áróðurinn er falinn í fræðslu og börn eru alla
jafna ekki hrædd vísvitandi.
Hræðsla er meðfædd og ósjálfráð tilfinning sem fylgir
okkur alla ævi, þótt það sem við hræðumst breytist með
auknum þroska og aldri. Hræðslan er gagnleg að því
marki sem hún varar okkur við hugsanlegri hættu.
Ungbörn hræðast ókunnuga og þau hræðast aðskilnað.
Við tveggja ára aldur byrjar barnið að hræðast myrkrið
og nokkru síðar vaknar hræðslan við algengar hræðslu-
vættir svo sem drauga og skrímsli. Við fimm ára aldur
byrjar barnið að verða meðvitað um dauðann og þá ógn
sem hann er. Fyrst er það hræðslan við að foreldrarnir
deyi, en síðar fara börn að hræðast eigin dauða. Frá sjö
til átta ára verður hræðsla barna meira bundin við raun-
verulegar ógnir eins og stríð, náttúruhamfarir og slys
(King ofl. 1997:431−432; Tamm 2003:12−14).
Enda þótt foreldrar hræði börn sín ekki lengur með
hefðbundnum hræðsluvættum er ljóst að börn á öllum
aldri njóta þess að upplifa spennu og hræðslu, svona
mátulega mikla eftir aldri og þroska. Börn leita hvert
til annars til að upplifa spennu og framkalla hræðslu, í
þeim tilgangi að læra á hræðsluviðbrögð sín, og vinna
Hræðsla er meðfædd og
ósjálfráð tilfinning sem fylgir
okkur alla ævi, þótt það sem
við hræðumst breytist með
auknum þroska og aldri.