Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Blaðsíða 2
2http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020
aett@aett.is
Útgefandi:
© Ættfræðifélagið
Ármúla 19, 108 Reykjavík.
= 588-2450
Veffang: http://www.ætt.is/
Netfang: aett@aett.is
Kennitala: 610174-1599
Reikningsnúmer: 0536-26-8050
Ritnefnd Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
= 848-5208
Magnús Grímsson
= 899-8831
Ritstjóri Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
Laugateigi 4, 105 Reykjavík
= 848-5208
gudfinnamr@gmail.com
Ábyrgðarmaður:
Benedikt Jónsson
for mað ur Ætt fræði fé lags ins
Prófarkalestur:
Magnús Grímsson
Umbrot:
Þórgunnur Sigurjónsdóttir
Efni sem óskast birt í blaðinu
berist ritstjóra á rafrænu formi
(tölvupóstur/viðhengi)
Prentun: GuðjónÓ
***
Fréttabréf Ættfræði-
félagsins er prentað í 450
eintökum og sent öllum
skuldlausum félögum. Verð
í lausasölu er 800 kr. Allt
efni sem skrifað er undir
nafni er birt á ábyrgð
höfundar. Annað er á
ábyrgð ritstjórnar.
Olgeir Möller
Minning
Þá hefur hann kvatt okkur hann
Olgeir blessaður, kvatt okkur í
hárri elli. Margri stundinni eyddi
hann með okkur í ættfræðinni,
alltaf fróðleiksfús og fræðandi,
alltaf jákvæður og þægilegur, allt-
af tilbúinn að taka að sér verkefni,
ekki síst reikningana og endur-
skoðunina, einnig sölu manntal-
anna á bókamörkuðunum árum
saman. Hann sat lengi í stjórn
Ættfræðifélagsins og var jafn-
an tillögugóður. Meðan heilsan
leyfði, sem var allt fram á síðustu
ár, kom hann á alla fundi, áhuga-
samur og ljúfur. Við þökkum hon-
um góð og gengin spor og allt hans góða starf fyrir Ættfræðifélagið.
Hans er gott að minnast.
Fyrir hönd stjórnarinnar
Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri
Smælki
Leiðrétting!
Einhverju sinni gengu sögusagnir um óléttu Veigu nokkurrar í Skógum
af völdum Jóns á Þverá. Þá orti hinn frábæri hagyrðingur Egill á
Húsavík eftirfarandi vísu:
Víða um sveitir fregnin fer.
Furðar margan hér á.
Veiga í Skógum ólétt er
eftir Jón á Þverá.
Veiga varð mjög óhress með vísuna og heimtaði að Egill leiðrétti
þetta.
Þá kom þessi vísa:
Vísunni skal verða breytt,
Veigu enginn sér á.
Átti sem sé aldrei neitt
undir Jóni á Þverá.