Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is17 Maddama Anna Þorleifsdóttir var merkiskona og skörungur mikill. Hún var af efnuðum komin og hagur hennar blómgaðist mjög á Siglunesi. Hún og seinni menn hennar höfðu mikinn útveg, bæði á árabátum og seinna þilskipum til hákarlaveiða. Dánarbú hennar var skuldlaust virt á 4668 rd., sem skiptist nokkuð jafnt varðandi verðgildi á milli jarða og skipakosts. Önnu erfðu börn bróð- ursonar hennar og Jón Jónsson eiginmaður. Af skiptunum sést m.a. að Anna átti hlut í jörðunum Reykjum í Ólafsfirði, Lambanesi í Fljótum, Arnarstöðum í Sléttuhlíð, Ráeyri og Skúta auk hluta Sigluness. Þá var talinn upp hlutur hennar í hákarlaskipinu Stormi, sem smíðað var 1858, auk annarra skipa og báta. Önnu Þoreifsdóttur og dánarbúi hennar er lýst hliðstætt í bókinni Svarfdælingar II eftir Stefán Aðalsteinsson og Frá Hvanndölum til Úlfsdala (FHU) eftir Sigurjón Sigtryggsson. Hver var þessi merkiskona, sem hafði með útveg að gera og and- aðist auðug? Aðeins sextán ára gömul var Anna Þorleifsdóttir orðin prestsfrú á Siglufirði. Hún var fædd árið 1789 á Siglunesi við Siglufjörð og giftist séra Þórarni Sigfússyni (1758-1814) aðstoðarpresti á Hvanneyri við Siglufjörð árið 1805. Anna var yngst systkina sinna, en þau komu frá miklu dugn- aðar og myndarheimili á Siglunesi, þannig að ekki var það sökum lélegs efnahags að hún var ung gef- in að heiman. Faðir hennar Þorleifur Jónsson (1719- 1808) var þekktur sjósóknari og útgerðarmaður sem og bóndi og varð hann fjörgamall. Seinni kona hans og móðir Önnu var Ólöf Ólafsdóttir (1747-1830) frá Stórubrekku í Fljótum. Anna var seinni kona séra Þórarins Sigfússonar, en fyrri konuna missti hann árið 1803. Liðlega 30 ár skildu hjónin Önnu og Þórarinn að í aldri. Séra Þórarinn þekkti eflaust vel til heimilis Önnu, þar sem hann var aðstoðarprestur föður síns, séra Sigfúsar Sigurðssonar, á Hvanneyri á Siglufirði í ein tólf ár. Óneitanlega vaknar sú spurning hvort hann hafi feng- ið veglegan heimanmund með ungu stúlkunni? Ekki síst dettur manni þetta í hug, vegna þess að gögn sýna að hann var mjög skuldugur í Siglufjarðarversluninni. Þá seldi séra Þórarinn Magnúsi bróður Önnu arfshlut hennar í jörðinni Siglunesi, sem hún fékk við andlát föður þeirra árið 1808. Konur réðu litlu um líf eða Sigrún Magnúsdóttir: Anna Þorleifsdóttir frá Siglunesi Prestsmaddama 16 ára! eignir á þessum árum. Eiginmaðurinn var sá sem fékk valdið yfir fjármálum heimilins, líka eignum konunn- ar, nema sérstakir samingar væru gerðir. Prestshjónin Anna og Þórarinn fluttu að Tjörn í Svarfaðardal árið 1807 en þá var prestsfrúin orðin átján ára. Ekkja varð Anna aðeins 25 ára gömul, en hörkutól eins og hún átti kyn til – tíundaði hún búskapinn á Tjörn um 11 hndr. árið sem hún hélt Tjarnarjörðinni sem ekkja. Þetta stendur í bókinni Svarfdælingar II. Hún gerði betur en eiginmaðurinn! Heim til Sigluness... Heim til Sigluness fór Anna aftur, annað hvort árið 1815 eða 1816, þá orðin ekkja en barnlaus. Greinilega hafði hún þar fljótlega búsforráð því að hún hafði m.a. vinnumanninn Magnús Magnússon (1794-1833) frá Hálsi í Eyjafirði í sinni þjónustu frá árinu 1821. Stundum hafði hún fleira vinnufólk og verður að telja það raunhæft að hún hafi rekið nokkurskonar félagsbú með bræðrum sínum, Þorleifi og Magnúsi. Magnús hafði keypt jörðina Vatnsenda í Ólafsfirði og bjó þar um áratug, en stundaði útgerð frá Siglunesi. Þorleifur rak búið með Ólöfu móður þeirra, eftir lát föður þeirra. Um það leyti sem Anna snýr aftur á heimaslóðir verða breytingar hjá ættinni og félagsbúskapnum. Móðirinn flytur að Kvíabekk til séra Ólafs, en rétt er að geta þess að séra Ólafur átti ætíð sjóbúð á Siglunesi og gerði út á hákarl. Magnús, bróðirinn á Vatnsenda, ákveður hins vegar að halda aftur heim til Sigluness með konu og þrjú börn. Því miður andaðist Magnús rúmlega þrítugur. Erlendir gestir á Siglunesi Við erum svo heppin að til eru nokkrar frásagnir Á Siglunesi var samnefndur bær og var margbýlt þar fyrr á öldum og allt fram yfir miðja 20. öld. Þar var mikil útgerð. Þar var lengi höfuðból sveitarinnar, kirkjustaður og prestssetur.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.