Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020
aett@aett.is
Helga amma mín. Helga kynntist Aðalsteini Elíassyni,
ungum sjómanni á Hellissandi. Hann eignaðist síðar
sinn eiginn bát og réri úr Krossavíkinni, en þar var
helsta aðstaða báta á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.
Nú gerist það 14. janúar 1923 í vestan roki, sem
stóð nánast beint inn í víkina, að sjómenn hraða sér til
sjávar að bjarga bátunum í land, sem lágu við festing-
ar í víkinni. Þá verður það slys að Aðalsteinn ferst við
fimmta mann. Vinkona Helgu, Guðríður Pétursdóttir,
bjó þá í Ólafsvík ásamt eiginmanninum Sumarliða
Árnasyni. Hún var ófrísk og átti von á sér fljótlega.
Stuttu eftir slysið í Krossavík dreymdi Guðríði að
Aðalsteinn kæmi til hennar sjóblautur. Hún hafði orð
á þessu við Sumarliða, sem var sjómaður. Þau urðu
sammála um að Aðalsteinn væri að vitja nafns. Síðan
gerist það 22. febrúar að Guðríður verður léttari. Sá
hængur var þó á að hún fæddi stúlkubarn. Voru nú
góð ráð dýr. Ungu hjónin reyndu að gera gott úr þessu
og finna eitthvert nafn sem gæti átt við. Stungið var
upp á, Aðalbjörg Steinunn eða Steinunn Aðalbjörg
og fleiru í þeim dúr. Ekki veit ég hver sú niðurstaða
varð, en daginn áður en stúlkan skyldi skírð dreymir
Guðríði Aðalstein og var hann heldur fasmikill. Sagði
hann henni að hætta þessari vitleysu, því stúlkan ætti
að heita Aðalsteina.
Það varð úr og var Aðalsteina Sumarliðadóttir
fyrsta konan sem bar þetta nafn. Hún lifði lengi í
Ólafsvík og lést 2013 á nítugasta og fyrsta aldurs-
ári. Aðalsteinn Elíasson varð mörgum harmdauði á
Hellissandi og í það minnsta einn frændi hans, Jónsson,
Þrjár kynslóðir. Hér má sjá Aðalsteinu Sumarliðadóttur, f. 1923, með dótturson sinn Aðalstein Björnsson, f. 2010. Milli
ömmu og dóttursonar eru ríflega 87 ár.
Halldóra
Steindórsdóttir
(1864 – 1920).
Hún var lang-
amma greinar-
höfundar.
bar nafnið hans í þorpinu. Ennfremur á Guðríður dótt-
ir Aðalsteinu, soninn Aðalstein Björnsson og þar með
hefur hún lokað hringnum að segja má. Þá má geta
þess að annar bræðra minna hét Aðalsteinn og sonar
sonur hans er Aðalsteinn Ragnarsson og dóttursonur
Aðalsteinn Dan, uppalinn og búsettur í Bandríkjunum,
en hann ber nafnið af miklu stolti og neitar að stytta
það. Eitthvað mun standa í Bandaríkjamönnum að
bera það fram, svo lag sé á. Það má því segja að búið
sé að tryggja nafnið í ættinni um næstu framtíð.