Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Blaðsíða 10
10http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020 aett@aett.is Æviskrá Ásmundar Jóns Torfasonar prentara er í Bókagerðarmenn (1976), bls. 198–199 og í Bókagerðarmenn (1997) bls. 71. Ásmundur og fjöl- skylda hans fluttu í tvígang til Vesturheims. Það skýr- ir líklega, hvað mikið vantar af upplýsingum um Ásmund og fjölskyldu. Í nokkur ár hef ég verið áskrifandi að ancestry.com. Einnig hef ég verið í samstarfi við Wendy Hudson fræðimann í New Jersey. Hún hefur oft fundið fyr- ir mig upplýsingar um Skagfirðinga og Rangæinga í Vesturheimi sem ég sjálfur náði ekki að finna í rafræn- um heimildum á Netinu. Þegar ég sá hvað mikið vantaði af upplýsingum í æviskrá Ásmundar, datt mér í hug að leita á Netinu og eins að fá Wendy Hudson í lið með mér. Ég komst fljótt að því að í Vesturheimi voru Ásmundur Jón og Ástríður nefnilega John Asmund og Asta Asmund. Leitin gekk vonum framar og mun- aði þar mest um liðsinni Wendy. Traustar upplýsing- arnar um fjölskylduna var að finna á ancestry.com. Wendy fann upplýsingar í kirkjubókum í Brooklyn í New York og New Jersey og mikið af dánartilkynn- ingum (obituary) í blöðum í New Jersey. Hér er það sem ég og Wendy fundum um Ásmund Jón Torfason og fjölskyldu. Vonandi kemur það að gagni fyrir næstu bók um bókagerðarmenn á Íslandi: ÁSMUNDUR J. TORFASON (Á. Jón), fæddur 23. apríl 1864 í Reykjavík, dáinn 28. nóvember 1941 í New Jersey, USA. Félagi 24. júní 1898. Foreldrar Torfi Þorgrímsson, prentari, og k. h. Sigríður Ásmundsdóttir, (sjá Torfa). – Hóf prent- nám í Landsprentsmiðjunni í Reykjavík um 1879. Þegar Sigmundur Guðmundsson, mágur hans, stofn- aði prentsmiðju til húsa í Skólastræti 5 í Reykjavík, réðst Ásmundur til hans (Árbækur Reykjavíkur, bls. 240). Eldur skemmdi það hús og prentsmiðju aðfaranótt 12. mars 1885 (Fjallkonan, 16. mars 1885, bls. 20), og fluttiTorfi þá til Ísafjarðar og vann hjá Prentfélagi Ísfirðinga á Ísafirði 1886–1888. Fór til Ameríku, en óljóst hvenær; fjölskyldan er ekki nefnd í Vesturfaraskrá 1870–1914 Júníusar Kristinssonar. Um tíma vann Torfi við iðn sína í Chicago, en síð- ar í New York, var þar setjari 1915–1916. Líklega var fjölskyldan lengst af búsett í New Jersey. Hjónin voru með vissu heima á Íslandi sumarið 1898, og Sigurður, sonur þeirra, fæddist 22. júlí það ár í Reykjavík. Eiginkona Torfa var Ástríður, fædd 30. desember 1863, dáin 26. desember 1945 í New Jersey. Foreldrar: Jón Einarsson, verkamaður í Reykjavík, fór 1870 til Vesturheims, fæddur 29. október 1844 Þorgils Jónasson: Mörg er matarholan (Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, Winnipeg 1900, bls. 34–35, og Vesturfaraskrá 1870–1914 Júníusar Kristinssonar, bls. 125) og Sigríður Jónsdóttir, fædd 6. apríl 1839, dáin 17. febrúar 1906, sem síðar átti Sigurð Friðriksson, steinsmið í Reykjavík (Múraratal, Reykjavík 1993, bls. 665–666). Faðir Ástríðar, Jón Einarsson, var með vissu í Wisconsin, fyrst á Washingtoneyju í Doorsýslu, en síðar í Milwaukee. Jón kvæntist 31. júlí 1876 Mary Ann Guinan, líklegast ættuð frá Írlandi. Foreldrar hennar voru Thomas Guinan og Cathrine Guinan (Wisconsin Marriages, 1836–1910). Dánardagur Jóns Einarssonar er óþekktur. Heima á Íslandi var Jón vinnumaður hjá dr. Jóni Hjaltalín Jónssyni (1807– 1882) landlækni og var sjálfur stundum kallaður Jón Hjaltalín. Elsti sonur Ástríðar hét Jón Hjaltalín. (Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, Winnipeg 1900, bls. 34–35). Áðurnefndur Sigmundur Guðmundsson prent- ari, mágur Ásmundar Jóns, ætlaði með fjölskyldu sína til Vesturheims, en fóru ekki lengra en til Skotlands (Bókagerðarmenn, (1976). bls. 450). Hann og fjölskylda hans voru samferða Guðrúnu Jónsdóttur Borgfjörð (1856–1930), systur Klemensar Jónssonar (1862–1930) landritara, með es Georg til Leith í Skotlandi. Guðrún hélt þaðan áfram til Kaupmannahafnar. Skipið sigldi frá Reykjavík 24. mars 1883. (Guðrún Borgfjörð. Minningar, Reykjavík 1947, bls. 137). Börn Ásmundar Jóns og Ástu: a) Jón Hjaltalín (John Harry), var í New Jersey, fæddur 10. október 1887, dáinn 10. apríl 1952 (ancestry.com), kvænt- ur Sigurlaugu Hólmfríði Friðriksdóttur (Sigurlaug F. Asmund); b) Sigrid Anna, húsfreyja í New Jersey, fædd 29. desember 1889, dáin 1918, gift George N. Bickner; c) Asmund Felix, bílstjóri í New Jersey, Ritstjóra grunar að þeir séu margir sem ekki hafa nýtt sér þá þjónustu sem upp á er boðið á net- inu, þar með talið ancestry.com. Wendy Hudson fræðimaður í New Jersey hefur einnig verið mörgum hliðholl í leit þeirra að fólki vestanhafs. Þorgils Jónasson sagnfræðingur, og einn af höf- undum Landeyingabókar, sýnir hér, með aðstoð Wendyar, mikinn árangur leitar sinnar að upplýs- ingum um Ásmund Jón Torfason prentara og fjöl- skyldu hans, en hann flutti í tvígang vestur um haf. (Ritstjóri)

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.