Fréttabréf Ættfræðifélagsins - sep. 2020, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is7
þá lá leiðin heim því eins og fyrr segir gátu foreldr-
arnir ekki séð af þessum einkasyni sínum til frekara
náms heldur vildu þau hafa hann í nánd við sig sem
og einkadótturina Ragnheiði.
Meiri sorg
Páll festi ráð sitt árið 1853 er hann kvæntist Elínborgu
Friðriksdóttur Eggertssonar, dóttur Friðriks Eggerz
prests úr Akureyjum, eins og sagt var frá hér að ofan.
Hófu þau búskap sinn hjá foreldrum Páls og bjuggu
þar um árabil en einnig bjuggu þau hjá Ragnheiði og
Jóni áður en þau fengu Víðidalstungu til ábúðar. Páll
var vel metinn maður, kosinn félagi Hins íslenska
bókmenntafélags, stofnaði lestrarfélag til að efla
lestrargleði hjá bændum og ungum mönnum í sveit-
inni. Páll var annálaður sáttamaður og löngum fyrstur
kallaður til ef leita þurfti sátta. Páll var alþingismaður
Húnvetninga 1864 til 1873.
Nokkrum árum eftir að Ragnheiður missti mann
sinn og fluttist til Páls bróður síns, eða haustið 1865
kvaddi sorgin aftur dyra og yngsta barnið, Björn
Markús lést aðeins 12 ára gamall. Hvað olli dauða
þessa barns, hvort það var sjúkdómur eða slys er ekki
vitað. En víst er að þessi þungu áföll hljóta að hafa
sett svip sinn á líf litlu fjölskyldunnar. Það hefur verið
hart fyrir Ragnheiði að takast á við móðurmissi, föð-
urmissi, makamissi og nú barnsmissi. Á öfáum árum
hafði líf fjölskyldunnar umbreyst.
Í Akureyjum
Sorgin varð til þess að Ragnheiður tók sig upp þetta
sama ár með Jón Sigurð, Kristínu og Vigdísi og flutt-
ist vestur í Akureyjar á Breiðafirði þar sem hún tók
við búsforráðum hjá séra Friðriki Eggerz. Séra Friðrik
hafði misst konu sína vorið 1864 og vantaði góða og
röggsama konu til að halda um stjórntaumana innan-
húss hjá sér. Séra Friðrik og Arndís Pétursdóttir heit-
in kona hans voru sem fyrr segir foreldrar Elínborgar
eiginkonu Páls bróður Ragnheiðar. Varð úr að
Ragnheiður ákvað að flytja með drenginn sinn og
stúlkurnar tvær út í Akureyjar. Vafalaust hefur henni
þótt gott að hugsa til þess að dreifa huganum og kom-
ast í nýtt umhverfi.
Fljótlega þetta sama ár fór Jón Sigurður son-
ur hennar, þá 17 ára, til náms í Reykjavíkurskóla.
Hann tók stúdentspróf utanskóla og hélt síðan til
Kaupmannahafnar þar sem hann var við nám í
Hafnarháskóla um tíma. Þegar hann snéri aftur til
Reykjavíkur hóf hann nám í prestaskólanum en lauk
ekki prófi þaðan. Jón Sigurður kvæntist Sigþrúði
Rögnvaldsdóttur frá Innri-Fagradal í Saurbæ og tóku
þau hjón við búskap þar. Jón Sigurður varð ekki lang-
lífur maður og lést aðeins 32 ára gamall árið 1880.
Þær mæðgur Ragnheiður, Kristín og Vigdís dvöldu
í Akureyjum í nokkur ár. Það næsta sem við fáum að
vita er að Vigdís tók sig upp og fluttist til Ísafjarðar
árið 1872 þá 21 árs gömul. Vigdís dvaldist um þriggja
ára skeið á Ísafirði en fór þá suður í Dali og fluttist
þá til Jóns Sigurðar fósturbróður síns. Líklegt er að
Ragnheiður hafi einnig flutt til Jóns Sigurðar sonar
síns þegar hann giftist Sigþrúði og hóf búskap í Innri-
Fagradal. Samkvæmt manntali frá 1880 er hún flutt
til þeirra hjóna en það sama ár deyr Jón Sigurður. Þá
segir einnig í manntalinu að Ragnheiður lifi á eign-
um sínum.
Í Innri-Fagradal
Eftir að húsbóndinn féll frá bjuggu 15 manns í
Innri-Fagradal. Voru það húsmóðirin og ekkja Jóns
Sigurðar, Sigþrúður Rögnvaldsdóttir Vídalín aðeins
24 ára, systur hennar þær Ragnheiður 15 ára og Arndís
16 ára og bróðirinn Rögnvaldur 11 ára. Um systkini
Sigþrúðar er sagt að þau lifi á eigum sínum, þau eru
sem sagt ekki á framfærslu systur sinnar heldur borga
þau með sér til heimilisins. Á heimilinu voru einnig
Ragnheiður Jónsdóttir, tengdamóðir Sigþrúðar, sem
nú var orðin 56 ára gömul og með henni var stjúpdótt-
ir hennar Vigdís Pálsdóttir 29 ára. Þrjár vinnukonur
voru á bænum og tveir vinnumenn og þriggja ára barn
vinnuhjóna. Einnig var einn léttadrengur, Skarphéðinn
Jónsson 14 ára, og einn lærisveinn, Gísli Einarsson 22
ára. Þá var þar niðursetningur, 22 ára stúlka að nafni
Margrét Sigurðardóttir.
Tíu árum síðar, árið 1890, bjó Ragnheiður enn
í Innri-Fagradal og hafði nú tekið við búsforráð-
um. Kristín, dóttir hennar, sem var 40 ára göm-
ul ekkja, var flutt til hennar með syni sína Árna
og Jón Þorvaldssyni, 16 og 14 ára og 11 ára dótt-
ur sína, Valborgu Elísabetu Þorvaldsdóttur. Einnig
voru á bænum Evfemía Gísladóttir, þriggja ára
frænka þeirra, á skrá sem fósturbarn, og hinn 23
ára Bjarni Símonarson, stúdent og heimiliskenn-
ari, sem síðar varð eiginmaður Kristínar Jónsdóttur,
dóttur Ragnheiðar. Arndís Rögnvaldsdóttir býr enn
í Innri-Fagradal en systur hennar tvær Ragnheiður
Rögnvaldsdóttir og Sigþrúður Vídalín, ekkja Jóns
Sigurðar, eru fluttar burt.
Á Brjánslæk
Árið 1901 fréttum við af Ragnheiði þar sem hún hafði
fylgt dóttur sinni vestur á Barðaströnd og sest að á
Brjánslæk. Ragnheiður var orðin fullorðin kona, 77
ára gömul, og komin langt í burtu frá heimahögunum.
Sigurlaug Gísladóttir dótt-
ir Vigdísar Pálsdóttur og
barnabarn Ragnheiðar
Jónsdóttur. Þær Ragnheiður
og Sigurlaug skrifuðust á árum
saman.