Rit Mógilsár - 2015, Blaðsíða 10
10 Rit Mógilsár 33/2015
VOTLENDI
Yfirflokkur votlendi inniheldur gróðurfélögin
deiglendi, mýrar, flóa og vatnagróður í lykli NÍ.
Óframræst votlendi sem er 1 ha að stærð eða meira
nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Sú starfsregla hefur verið viðhöfð um nokkurra
áratuga skeið að skipuleggja ekki nýskógrækt á
óröskuðu votlendi. Votlendi kemur þó nánast
undantekningarlaust fyrir á landi sem verið er
að skógklæða og skiptir því máli að geta gert því
skil. Í þeim tilvikum sem votlendi hefur þegar
verið raskað með framræslu og framræslan
hefur skilað landi sem telst tækt til skógræktar
er ekkert því til fyrirstöðu að skipuleggja á því
skógrækt. Sama á við ef um er að ræða minni
bletti með deiglendi og mýrlendi sem hægt er
að gróðursetja í með góðum árangri. Slíkir blettir
munu hvort eð er vaxa til með trjágróðri sem sáir
sér frá aðliggjandi skógi þegar fram líða stundir.
3.4. Hálfdeigja. (Eða deiglendi, jaðar)
Einkennisstafur er T
Gróðurlendi á mörkum mólendis og mýrlendis.
Oft þýft eða stórþýft nema þar sem jarðvegur
er mjög sendinn. Í lýsingu NÍ kallast hálfdeigja
deiglendi en í lýsingu Steindórs jaðar. Nokkur
deiglendisgróðurhverfi sem lýst er af Steindóri
og NÍ eru ekki tekin með hér enda að mestu
bundin við hálendið eða sjaldgæf. Það eru
hálfdeigjur með hálmgresi (T3), broddastör (T6),
þráðsefi (T7), hrafnafífu (T11), bjúgstör (T12) og
vætumosum (T30-T31).
TE elftingarhálfdeigja (eða flæðimýrarjaðar):
Mýrelfting ríkjandi. Líkist oft blómlendi enda
oftast frjósamt land. Aðrar tegundir: Grös og
blómjurtir s.s. mjaðurt og fjalldalafífill. Ekki mjög
algeng í kortlagningu skógræktarlands, helst þó
á úrkomusamari svæðum. Í lista Steindórs er
þetta gróðurhverfi táknað með T1 en er ekki að
finna í lista NÍ.
TH hrossanálarhálfdeigja: Ríkjandi tegund
hrossanál. Oft bundin við sendna árbakka,
annars venjuleg hálfdeigja. Aðrar tegundir:
Mýrastör, mýrelfting, túnvingull. Algeng á
Fljótsdalshéraði en minna algeng í öðrum
landshlutum. Í lista Steindórs eru fjórir flokkar
hér undir (T2 og T8-T10) en í lista NÍ eru þrír
flokkar (T2, T9 og T10).
TGr graslendishálfdeigja: Jafnt hlutfall
grasa og hálfgrasa. Algengt gróðurfélag á
framræstum mýrum. Algengasta hálfdeigjan í
verðandi skógræktarlandi. Er táknuð með T5 í
listum Steindórs og NÍ.
TGu gulvíðishálfdeigja (runnajaðar): Blanda
gulvíðiskjarrs, mýrastarar og grasa. Nokkuð
algeng á framræstum mýrum sem hafa verið
friðaðar fyrir beit um nokkurt skeið. Mjög skylt
gróðurhverfinu gulvíðismói (DGu). Er táknuð
með T4 í listum Steindórs og NÍ.
3.5. Mýri
Einkennisstafur er U
Einkennandi fyrir mýrlendi er að jarðvatn flýtur
yfir svörðinn a.m.k. nokkurn hluta árs. Mýrar eru
ekki teknar til nýskógræktar nema um sé að ræða
minni blauta bletti í mólendi eða á framræstu
landi. Nokkrum mosamýrum sem koma fyrir í
lykli NÍ er sleppt hér enda mjög sjaldgæfar.
UM mýrastararmýri (starmýri): Mýrastör eða
stinnastör ríkjandi. Meðalblaut mýri. Jarðvatn
er á hreyfingu. Aðrar tegundir: Hengistör,
klófífa, gulstör, fjalldrapi, mýrelfting.
Algengasta mýrin á láglendi. Hærra til fjalla og á
ystu annesjum tekur stinnastör við mýrastörinni.
Minni blettir í framræstu landi mjög algengir í
skógræktarlandi. Í lista Steindórs er mýrastör eða
stinnastör aðaltegund í 11 flokkum mýra (U1-
U9, U13 og U17) þar af eru fyrstu 10 flokkarnir
sameinaðir hér í einn en sá síðasti, U17, er birtur
hér undir skóglendi (S) sem birkimýri (S4). Í lista
NÍ eru átta flokkar með mýrastör eða stinnastör
sem ríkjandi tegund.
US skúfgrasmýri (starmýri): Mýrafinnungur eða
klófífa skiptast á að vera ríkjandi eða í öðru sæti.
Rakastig mjög breytilegt. Finnst á framræstu
landi og er þá þurrt land af mýri að vera. Aðrar
tegundir: Mýrastör, klófífa. Nokkuð algeng á
frekar súru og oft næringarsnauðu framræstu
votlendi. Táknað með U12 eða U18, bæði í lista
Steindórs og NÍ.
UE elftingarmýri: Mýrelfting ríkjandi. Annars
mikið af grösum og mýrastör. Enginn
runnagróður. Frjósöm mýri með frísku
grunnvatni. Nálgast graslendi í skyldleika
vegna grasanna. Nokkuð algengar en oftast litlar.
Oft mjög erfitt að skilja á milli elftingarhálfdeigju
(TE) og elftingarmýrar. Táknuð með U10, bæði
hjá Steindóri og NÍ.
UR runnamýri: Fjalldrapi, gulvíðir eða
bláberjalyng ríkjandi ásamt mýrastör og