Rit Mógilsár - 2015, Blaðsíða 11
Rit Mógilsár 33/2015 11
klófífu. Runnamýrar eru oftast flatar en rakastig
og frjósemi þeirra getur verið mjög breytilegt.
Oft á svæðum þar sem beit hefur verið minni
en þar sem mýrarstararmýri er að finna.
Minni blettir í framræstu landi mjög algengir
í skógræktarlandi. Sambærileg gróðurhverfi
í listum Steindórs og NÍ finnast aðeins með
gulvíði með störum (U11) en gróðurhverfin U2,
U3 og U9 skarast líka við þennan flokk þó þau
séu skyldari mýrarstararmýri (UM).
3.6. Flói
Einkennisstafur er V
Flóar eru enn blautari en mýrar og þar flýtur
vatn að jafnaði yfir svörðinn mestan hluta árs.
Einu framræstu flóasvæðin sem geta haft
fullnægjandi framræslu fyrir skógrækt en eru enn
með gróðurfar flóans eru súr og næringarsnauð
skurðastykki vaxin með klófífu (broki) eða
mýrafinnung. Annar flóagróður gefur til kynna
að land sé of blautt fyrir trjágróður en lýsir vel
fjölbreytni svæðisins hvað náttúrufar áhrærir.
VG gulstararflói (eða flæðimýri): Gulstör ríkjandi.
Einkenni flæðimýrarinnar er að vatn sígur inn í
hana í vatnavöxtum. Jarðvatn hennar er þess
vegna ólíkt jarðvatni annarra flóa þ.e.a.s. vatnið
er súrefnisríkara. Undirlag oftast leir og sandur.
Táknaður með V1 og V7 í lykli Steindórs og NÍ.
VB brokflói: Klófífa (brok) algengust sem ríkjandi
tegund, annars geta hengistör, vetrakvíðastör
og hrafnastör verið ríkjandi á blautari blettum.
Bláberjalyng og fjalldrapi geta verið víkjandi
tegundir. Stundum víkur klófífan ekki þótt landið
hafi þornað við framræslu. Í lista Steindórs og NÍ
er VB táknað með V3-V6 og V8.
VT tjarnastararflói: Í þurrari flóum er jarðvatn ekki
alltaf kyrrt og flóanum hallar oft lítið eitt. Aðrar
tegundir þær sömu og í brokflóanum. Forblaut
svæði með tjarnastör liggja oft að vatnspollum
og vötnum og vex þá störin án mosa í sverði
og annarra æðri plantna. Táknaður með V2 í lykli
Steindórs og NÍ.
3.7. Botngróður skóglendis
Einkennisstafur er S
Skóglendi hefur oft á tíðum sérstakan botngróður.
Breytileiki í þekju er þó mjög mikill allt eftir því
hve þéttur skógurinn er. Ágætt er að miða við
að lýsa undirgróðri skógar með flokkunum hér
fyrir neðan ef krónuþekja birkis eða annarra
trjátegunda er 50% eða meiri. Ef hún er minni er
hægt að nota gróðurflokka bersvæðis sem þegar
hefur verið lýst. Botngróðurflokkar skóglendis eru
kallaðir gróskuflokkar þar sem í rannsókn Hauks
Ragnarssonar og Steindórs Steindórssonar kom í
ljós munur á grósku birkis eftir því hvort birki óx í
flokki 1, 2 eða 3 þar sem flokkur 1 var frjósamastur
og með mestan vöxt birkis og flokkur 3 rýrastur
með minnstan vöxt birkis. Þessum þremur
flokkum var skipt í tvennt og flokknum birkimýri
(S4) bætt við þegar þessi lykill sem hér er
kynntur var fyrst gefinn út sem byggist á reynslu
af kortlagningu skóglenda í Skorradal. Reynslan
af þeirri gróðurflokkun sem hér er birt er að
mörgu leyti góð fyrir náttúrulega birkiskóga og
gróðursetningar annarra trjátegunda í og við
þá. Þó getur verið illmögulegt að nota þennan
lykil á skuggsælar trjátegundir s.s. grenitegundir
sem við vissar kringumstæður skyggja út allan
botngróður. Þar sem skógur er ræktaður fjarri
náttúrulegum skógi er botnflóran oft á tíðum
alls óskyld þessum flokkum. Í þeim tilvikum
er þó hægt að líta á þær plöntutegundir sem
hér eru taldar upp sem vísitegundir og ef þær
finnast geta þær gefið til kynna gróskuflokk. Ef
engin tenging er fyrir hendi er notaður lykillinn
S0 (S„núll“) sem flokkur þar sem ekki er hægt
að flokka skóginn eftir flokkunarkerfi Hauks og
Steindórs.
Í lykli Steindórs fyrir gróðurkortagerð er
birkiskógur táknaður með: C4: Ilmbjörk – grös,
C5: Ilmbjörk – smárunnar, C6: Ilmbjörk – barrtré
og C7: Ilmbjörk – gulvíðir. Í núverandi lykli
NÍ er kjarrlendi lýst sérstaklega í flokkunum:
C5: Birkikjarr, C7: Birki- og gulvíðiskjarr og D5:
Gulvíðiskjarr með grösum sem hér fyrir ofan er
kallaður gulvíðismói eins og hjá Steindóri. Síðan
er laufskógur skilgreindur sem; C10: Birkiskógur
annars vegar og C11: Önnur lauftré hins vegar. Í
þessum flokkum þarf þekja lauftrjáa að vera meira
en 75% af heildarkrónuþekju trjáa. Á sama hátt er
barrskógur (C12) flokkaður en blandaður skógur
(C13) þegar hvorki lauftrjáa- né barrtrjáaþekja er
meiri en 75% af heild. Aftur á móti er í lyklinum
sem hér er kynntur einblínt á botngróðurinn þar
sem skóginum er lýst með öðrum breytum.
S0: Gróskuflokkun eftir botngróðri skógar ekki
möguleg þar sem botngróðurtegundir sem
lýst er í flokkunum hér fyrir neðan finnast ekki
skógarbotni.
S1 gróskuflokkur 1: Ríkjandi undirgróður: