Rit Mógilsár - 2015, Blaðsíða 7
Rit Mógilsár 33/2015 7
AÐALBREYTUR
Fyrir utan skráningarbreytuna reitanúmer og
stærðarbreytuna flatarmál eru aðalbreyturnar
sem gögnum er safnað um sjö talsins;
gróðurhverfi, gróðurþekja, halli, hallaátt,
jarðvegsdýpt, grýtni og undirlag. Þar að auki
bætist við athugasemdadálkur. Samtals eru því
breyturnar 10 talsins.
1. Reitanúmer
(heiti í fitjuskrá 510 Skógrækt: svaediID4)
Skráð er númer reitsins sem lýst er. Oftast eru
notuð hlaupandi númer frá einum og upp
úr. Ef búast má við að reitirnir verði á seinni
stigum klofnir niður í deilireiti er ágætt að
nota t.d. tugakerfi fyrir upphaflegu reitina, þ.e.
10, 20, 30 o.s.frv.
2. Flatarmál
Nota skal eininguna hektara (ha) með einum
aukastaf. Ef unnið er beint í LUK birtist
flatarmálið oft sjálfvirkt við myndun reitsins á
kortinu í viðhengdri töflu (attribute table).
3. Gróðurhverfi
(heiti í fitjuskrá 510 Skógrækt: grodurhverfi)
Segja má að gróðurhverfið sé aðalbreyta
kortlagningarlykilsins. Breyting frá einu gróður-
hverfi yfir í annað leiðir vanalega til reitaskiptingar,
þ.e. ef viðkomandi svæði eru nógu stór til að
mynda reit (ekki minni en 0,5 ha).
Notast er við skilgreiningu Steindórs Steindórs-
sonar á gróðurfélögum fyrir gróður kortagerð
Rannsóknastofnunar landbún aðarins (RALA)
(Steindór Steindórsson 1980). Fyrir skóglendi er
notuð lýsing á flokkun botngróðurs birkiskógar
eftir grósku í Hallormsstaðaskógi (Haukur
Ragnarsson og Steindór Steindórsson 1963).
Í gróðurfélagalýsingu Steindórs eru fleiri flokkar
fyrir gróðurhverfi á skóglausu landi og færri
á skógi klæddu landi en notaðir eru hér. Eftir
því sem gróðurkortagerð RALA þróaðist voru
gerðar breytingar á upphaflegum gróðurhverfa -
lista Steindórs. Þá var verið að bæta við
gróðurhverfum innan gróðurfélaga eða
að sameina gróðurhverfi. Núverandi
kortlagningarlykill við gróðurkortagerð sem
unnin er á Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ)
hefur að geyma 103 lykla fyrir gróðurhverfi
sem nú eru kölluð gróðurfélög (Landmælingar
Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands 2013).
Upphaflegur listi Steindórs var aftur á móti
með 121 lykill. Einn flokkur gróðurhverfa sem
var í lista Steindórs og var fljótt felldur úr
gróðurkortlagningu var snjódældagróður sem
einkenndur var með bókstafnum J og hafði
að geyma sjö gróðurhverfi. Hann er því ekki
til í gróðurhverfalýsingu NÍ en nokkrir flokkar
snjódældagróðurs voru fluttir í aðra flokka, m.a.
tveir hélumosaflokkar, A9 og A10, og grasvíðir D6
sem settir voru undir yfirflokk hélumosagróður,
rjúpustarmói (G4) sem fluttur var undir yfirflokk
starmóa.
Gerðar eru nokkrar breytingar á gróður-
hverfalistanum sem hér er kynntur og þá
í samræmi við uppfærðan lista NÍ. Helsta
breytingin er að flokkur fyrir nýgræður (K) er
felldur út en hann kemur ekki fyrir í núverandi
lykli NÍ. Vatnagróður (VV) var líka felldur í burtu
þar sem tjarnastör er ekki lengur flokkuð undir
vatnagróður en er greind undir tjarnarstararflóa
(VT).
Eftirfarandi gróðurhverfum er bætt við frá síðustu
útgáfu listans BA: aðalbláberjalyngmói, HM:
melgresi og S0: botngróður skógar sem ekki er
hægt að flokka í gróskuflokk. Lúpínu hefur einnig
verið skipt niður á tvo flokka, LúU lúpína ung og
LúG lúpína gömul.
3.1. Mólendi eða heiði
3.1.1. Mosaþembur (eða mosi)
Einkennisstafur er A
A mosaþemba: Mosi þekur meira en 50% af
gróðurþekju. Þar sem jarðvegur er lítill, eru
vaxtarskilyrði mjög óhagstæð. Þurrasta og
rýrasta gróðurhverfi mólendisins. Algengt um
allt land og með mikla útbreiðslu. Í lista Steindórs
eru 8 gróðurhverfi (A1-A8) undir mosaþembu
með mismunandi samsetningu af hágróðri, s.s.
grösum, stinnastör, smárunnum eða þursaskeggi.
Í núverandi gróðurlykli NÍ eru sömu gróðurhverfi
og hjá Steindóri (A1-A8).
3.1.2. Lyngmói (eða lyngheiði)
Einkennisstafur er B
B lyngmói (eða lyngheiði): Önnur lyngmóa
gróðurhverfi en bláberjalyngmói (BB) og
aðal bláberja lyngmói (BA). Ríkjandi tegundir
þessara gróðurhverfa eru: Krækilyng, beitilyng,
sortulyng eða rjúpnalauf (holtasóley). Aðrar
tegundir geta verið: Fjalldrapi, sauðamergur,
víðir. Þurrt og rýrt gróðurhverfi með óhagstæð