Rit Mógilsár - 2015, Blaðsíða 13

Rit Mógilsár - 2015, Blaðsíða 13
Rit Mógilsár 33/2015 13 getur leitt af sér frostlyftingu í moldarjarðvegi og þurrk- og svarfskemmdir á sendnum svæðum. Gróin svæði eru að öðru óbreyttu frjórri en minna gróin svæði. Gróðurþekjan gefur líka góða sjónræna mynd af svæðinu sem á að lýsa. 5. Halli Meðalhalli er skráður í eftirfarandi 5 flokka: 0. Flatlendi: 0­5% halli (0­3°) 1. Hallandi: 5­20% halli (3­11°) 2. Bratt: 20­33% halli (11­19°) 3. Snarbratt: meira en 33% halli (>19°) Fyrstu tvö sumur skógræktarkortagerðar 1986 og 1987 var notaður annar skali (kvarði) fyrir hallaflokkana. Það var gráðuskali þar sem flatlendi var skilgreint sem 0-5° halli (samsvarar 0-9% halla), hallandi sem 5-15° (9-27%), bratt sem 15- 30° (27-58%). Núverandi skali er að hluta byggður á norskri rannsókn þar sem talið var að land með meiri halla en 33% væri að jafnaði ófært fyrir sérbyggðar skógardráttarvélar (Ivar Samset 1975). Hallinn segir þannig til um hve aðgengilegt landið er fyrir fólk og farartæki en einnig hvort búast má við frostskemmdum vegna næturfrosts. Hallinn er oftast mældur með sérstökum hallamælum (t.d. Suunto) þar sem gefinn er upp skali bæði fyrir gráður og prósentur eins og í töflunni hér fyrir ofan. Hægt er með nákvæmum og góðum stafrænum hæðarlínukortum að útbúa sérstakt hallakort og yrði slík greining nákvæmari en mæling og sjónrænt mat á skógræktarreitum á vettvangi. Hún veltur samt á að yfirborðsgögn séu til og aðgengileg. 6. Hallaátt Hallaátt er skráð í eftirfarandi flokka (sem samsvara átta höfuðáttum áttavitans): N. Norður S. Suður NV. Norðvestur SA. Suðaustur V. Vestur A. Austur SV. Suðvestur NA. Norðaustur Hér er lagt til að bæta við flokkum sem lýsa landi þegar hallaátt er ekki einkennandi: F. Flatt A. Ás/hóll D. Dalbotn/dæld Það verður þá í samræmi við gildin fyrir sambærilega breytu sem notuð er í landsskógarúttekt. Hallaáttin er mæld með áttavita. Hallaáttin gefur til kynna hvernig landið er mótað sem er verið að vinna með, fyrir hvaða vindáttum er skjól o.s.frv. Eins og með hallann er hægt með nákvæmum og góðum stafrænum hæðarlínukortum að sýna hallaátt greinilega á korti og að útbúa sérstakt hallaáttarkort sem yrði nákvæmara en matið á skógræktarreitum á vettvangi. Það veltur samt á að yfirborðsgögn séu til og aðgengileg. 7. Jarðvegsdýpt Hér er lagt til að skrá jarðvegsdýpt í fimm flokka í stað þriggja: 0. Örgrunnur jarðvegur: Jarðvegur grynnri en 5 sm. 1. Grunnur jarðvegur: Jarðvegsdýpt á bilinu 5­25 sm. 2. Meðaldjúpur jarðvegur: Jarðvegsdýpt á bilinu 25­50 sm. 3. Djúpur jarðvegur: Jarðvegur á bilinu 50­100 sm. 4. Mjög djúpur jarðvegur: Jarðvegur dýpri en 100 sm. Jarðvegsþykkt er ein af mikilvægustu breytunum við að meta grósku eða frjósemi lands og í framhaldi af því val á trjátegund. Jarðvegsþykktin hefur verið mæld með járnprjóni sem búinn er til úr u.þ.b. 1 sm rúndjárni sem soðið er á handfang og markaður á 10 sm skali. Járnið er 1,13 m á lengd sem gefur 4 m2 radíus og því hægt að nota það til að telja plöntur á 4 m2 hringflötum. Bætt er við flokki 0 fyrir jarðvegsþykkt undir 5 sm og flokki sem er meira en 100 sm. Þetta er í samræmi við reynslu þeirra sem hafa verið að vinna við grunnkortagerð og skógræktaráætlanir. Mjög grunnur jarðvegur lýsir landi sem er enn rýrara en land með grunnum jarðvegi. Ef undirgrunnur landsins er að auki klöpp er næsta víst að gróðursetning kemur ekki til greina. Enn mikilvægara er að taka upp þennan flokk því að búið er að fella út grasanýgræður sem eru oft á mjög jarðvegsgrunnu landi. Flokki nr. 4 er bætt við til þess að gæta samræmis við sama mat í landsskógarúttekt. Flokkurinn er oftast lýsing á módýpt á framræstu votlendi.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.