Rit Mógilsár - 2015, Blaðsíða 6

Rit Mógilsár - 2015, Blaðsíða 6
6 Rit Mógilsár 33/2015 Lýsing á skráðum upplýsingum Markmiðið er að safna upplýsingum, sem varpað geta sem bestu ljósi á, í hvaða framkvæmdir skuli ráðist í hverjum reit. Það ætti að vera öllum augljóst, að það er hægara sagt en gert að ákveða hvaða upplýsingar fullnægja settu markmiði til hlítar. Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessari spurningu hér enda er um að ræða margslungið samspil ýmissa þátta. Gagnasöfnunarvinnunni er þannig háttað að gengið er með loftmynd (1:5.000 er hentugur viðmiðunarmælikvarði fyrir skógræktarsvæði) eða vettvangstölvu með loftmynd í LUK um svæði það sem á að kortleggja. Á loftmyndina eru afmarkaðir reitir, sem hverjum er gefið númer. Ef unnið er á vettvangstölvu beint í LUK opnast skráningartafla þegar búið er að teikna og mynda reit. Hér verða þær breytur sem mikilvægastar eru og gildi þeirra sem oftast eru notuð við kortlagningu á skóglausu landi feitletruð. Aðrar breytur sem hafa minna vægi og gildi sem eru lítið notuð eru skáletruð. Með hefðbundnu letri eru þær breytur sem hafa minnst vægi og gildi sem eru notuð mjög sjaldan eða koma einungis fyrir þegar lýsa á skógrækt sem þegar er fyrir hendi eða náttúrulegum birkiskógi. Breytulistanum er skipt niður í tvo flokka eftir því á hvaða landi þeim er safnað.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.