Fréttablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 2
Pepsi Max deildin rúllar af stað
Leikmenn ÍA og Vals standa frammi fyrir áhorfendastúkunni á Origo-vellinum að Hlíðarenda í opnunarleik Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu
í gær. Áhorfendur voru leyfðir en í ljósi fjöldatakmarkana voru einungis um 200 miðar í boði og var áhorfendum skipt í hólf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FERÐAÞJÓNUSTA „Við göngum út
frá því að gos haldi þarna áfram og
að uppbygging verði í samræmi við
það,“ segir Skarphéðinn Berg Stein-
arsson ferðamálastjóri og formaður
starfshóps um uppbyggingu við eld-
stöðvarnar í Geldingadölum.
„Við gerum ráð fyrir því að þetta
verði talsvert aðdráttaraf l fyrir
ferðamenn þegar þeir byrja að tín-
ast til landsins,“ segir Skarphéðinn.
Starfshópurinn skilaði tillögum
sínum í gærkvöldi. Horft mun til
þess að framkvæmdasjóður ferða-
mannastaða taki þátt í einhverjum
kostnaði. „En þetta er náttúrlega
land í einkaeigu og á forræði land-
eigenda og þeir hyggjast fara í fram-
kvæmdir sjálfir,“ segir Skarphéðinn.
Gera þurfi leiðina að gosstaðnum
greiðfærari. Tillögur hópsins snúa
einnig að vöktun svæðisins til
lengri tíma litið. Ekki sé hægt að
gera ráð fyrir að björgunarsveitar-
menn verði til taks til frambúðar. Á
meðan gýs séu viðbragðsaðilar þó
í lykilhlutverki.“ Nánar er rætt við
Skarphéðin á frettabladid.is. – þsh
Reikna með að gjósi lengi
Starfshópur vill greiða leið göngufólks að gosinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
DÓMSMÁL Aðalmeðferð fór fram í
nýliðinni viku í máli gegn Marek
Moszczynski, sem ákærður er fyrir
manndráp, bruna og tilraun til
manndráps með íkveikju á Bræðra-
borgarstíg 1.
Í vitnisburði sérfræðinga og íbúa
kom fram að brunavörnum var
verulega ábótavant; enginn reyk-
skynjari var í húsinu og varð því
enginn var við eldinn fyrr en það
var orðið allt of seint.
Í skýrslu Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar (HMS) um elds-
voðann, segir að í húsinu haf i
hvorki verið brunahólfandi veggir
né brunahólfandi hurðir.
Einn íbúanna, sem hlaut alvarleg
brunasár og þurfti húðígræðslu á
hendur og bak, neyddist til að
hlaupa í gegnum eldinn vegna þess
að glugginn í herbergi hans var allt
of lítill.
Kona lést á innan við mínútu
eftir að hafa fallið rúmlega sjö
metra út um gluggann á þriðju hæð
og skollið utan í ruslagám.
„Í f lestum tilfellum voru ekki
nein björgunarop til staðar, ein-
ungis lítil opnanleg fög í gluggum.
Það eitt og sér hafði mjög neikvæð
áhrif óháð því að ekki hafi verið
fellistigar, svalir eða annar bún-
aður til björgunar.
Björgunarop hefðu mögulega
bjargað mannslífum í þessu til-
felli,“ segir í skýrslu HMS.
Lögmaðurinn hefur krafist þess
að eignir eigandans verði kyrrsett-
ar til tryggingar fullnustu væntan-
legra bótakrafna umbjóðenda
sinna. Málið verður rekið fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í maí.
„Ef dómurinn telur að skilyrði
séu ekki uppfyllt um að kyrrsetja
eigur, þá munu umbjóðendur
mínir skoða að höfða sjálfstætt
skaðabótamál á hendur honum,“
segir Guðbrandur Jóhannesson,
lögmaður aðstandenda þeirra sem
létust í brunanum.
Málið yrði fordæmisgefandi
en hingað til hefur gengið illa að
draga eigendur til ábyrgðar vegna
vankanta á lögbundnum bruna-
vörnum.
Guðbrandur segir mikilvægt
að ábyrgð húseigenda og skyldur
þeirra varðandi brunavarnir séu
skýrðar nánar með atbeina dóm-
stóla. ingunn@frettabladidl.is
Vilja draga eiganda til
ábyrgðar vegna bruna
Fyrrverandi íbúar og aðstandendur þeirra sem létust á Bræðraborgarstíg
hyggjast draga húseigandann til ábyrgðar. Lögmaður þeirra segir að munn-
legur málflutningur fari fram í maí í kyrrsetningarmáli gegn eigandanum.
Í flestum tilfellum
voru ekki nein
björgunarop til staðar,
einungis lítil opnanleg fög í
gluggum. Það eitt og sér
hafði mjög neikvæð áhrif.
Guðbrandur Jó-
hannesson, lög-
maður aðstand-
enda þeirra sem
létust í brunanum
á Bræðraborgar-
stíg
Þrír létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg 1. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SKÁK Íslandsmótinu í skák lauk í
gær og stóð Hjörvar Steinn Grétars-
son uppi sem Íslandsmeistari.
Þetta er í fyrsta skipti sem Hjörv-
ar hampar titlinum. Hann hefur
verið stigahæsti skákmaður Íslands
undanfarin ár.
„Þetta er búin að vera ansi erfið
fæðing,“ segir Hjörvar í samtali við
Fréttablaðið. „Ef við værum að tala
saman fyrir tíu árum hefði ég verið
hæstánægður en nú er mér fyrst og
fremst létt.“
Hjörvar vann Íslandsbikarinn í
skák 14. mars og tryggði sér þátt-
tökurétt á Heimsbikarmótinu í
Sotsjí í Rússlandi. Þó ekki sé búið að
fastsetja hvenær það fari fram segist
hann hlakka til.
„Ég ætla svo sem ekkert að breyta
neinu,“ segir Hjörvar aðspurður um
undirbúninginn. „Ég sinni skákinni
gríðarlega mikið og það hefur núna
skilað sér með tveimur stórum
sigrum með stuttu millibili. Núna
er ég fyrst og fremst glaður að hafa
hampað titlinum sem hefur háð
mér aðeins. Það er ekki nóg að vera
bestur á blaði.“ – atv
Hjörvar er
Íslandsmeistari
Hjörvar Steinn
Grétarsson
1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð