Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 6
ára DÝRAVERND Til stendur að stækka friðlandið í Flóa yfir Óseyrarnes vegna skipulagðrar eggjatínslu hett­ umávseggja. Eggjatínslan hefur ekki verið með leyfi landeigenda á svæðinu og raskar ekki aðeins varpi hett­ umávs heldur annarra fuglategunda á svæðinu. Stefnt er að því að svæðið verði friðlýst á árinu. Svæðið sem um ræðir er í dag­ legu tali kallað Sandgræðslan og er mikið varpsvæði suður af frið­ landinu. „Það fóru menn inn á þetta svæði í tvö eða þrjú skipti í fyrra og tíndu egg. Þeir voru ekki með nein leyfi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fugla­ fræðingur og ljósmyndari hjá Fugla­ vernd, sem er búsettur á Stokkseyri. Fylltu mennirnir margar fötur af eggjum. Fuglavernd hefur sterkan grun um að ekki sé verið að tína eggin til eigin nota heldur til sölu. Hett­ umávsegg hafa til að mynda verið auglýst í fiskbúðum. Jóhann segir þetta algeran óþarfa. „Sífellt er verið að tína egg frá fuglum sem eru komnir á válista til þess að viðhalda einhverjum hefðum. Það er ekki eins og við búum við matarskort hér á landi,“ segir hann. „Mennirnir eyðilögðu þetta varp,“ segir Jóhann. „Endur og máv­ fuglar sækja í að vera í kringum hettumávinn því hann veitir vernd rétt eins og krían.“ Rask í varpi eins fugls hefur því áhrif á aðrar tegundir. Einnig landið sjálft því að mávarnir bera mikinn áburð inn á svæðið, sem er frjósamt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fuglavernd hefur lent í vandræðum með óleyfistínslu á umræddu svæði. Fyrir nokkrum árum var sótt í kríu­ egg en samkvæmt Jóhanni hætti það þegar bannskilti var sett upp. Nú vill Fuglavernd að svæðið verði stækkað og friðlýst til þess að betri friður skapist á varpsvæðinu. Fulltrúar Fuglaverndar funduðu með sveitarstjórn Árborgar vegna ágangsins í fyrra og hefur bæjarráð nú samþykkt bann við eggjatöku í Óseyrarnesi nema með sérstöku leyfi landeigenda. Stendur til að setja upp skilti til að þetta komist skýrt til skila. Svæðið, sem er fimm ferkíló­ metrar, er ekki friðlýst en Jóhann Óli vonast til þess að breyting verði þar á strax á þessu ári. „Við höfum unnið að þessu lengi og það á aðeins eftir að stíga loka­ skrefið,“ segir Jóhann Óli. Í friðlandinu, sem stofnað var árið 1997, hafa sést 70 fuglategundir og 25 verpa þar að staðaldri. kristinnhaukur@frettabladid.is Stækka friðland til að hindra stuld á eggjum Tínsla á hettumávseggjum í óleyfi hefur valdið raski nálægt friðlandinu í Flóa og er nú stefnt að stækkun og friðlýsingu svæðisins. Fuglafræðingur hefur grun um að eggin séu seld í stórum stíl af mönnum sem hafa tínt þau í leyfisleysi. Sótt er í egg hettumávsins á Sandgræðslunni og hefur eggjatínsla verið bönnuð nema með leyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er ekki eins og við búum við matarskort hér á landi. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur LÖGREGLUMÁL Samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu um öryggis­ svæðið á Keflavíkurflugvelli verður þar komið fyrir tæplega 9 hektara velli til þess að þjálfa skotvopna­ notkun. Mikil uppbygging er áætluð á svæðinu enda hafa umsvif herja Bandaríkjanna og annarra Atlants­ hafsríkja aukist hér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er völl­ urinn þó ekki ætlaður dátum til æfinga heldur Ríkislögreglustjóra. Í deiliskipulagstillögunni kemur fram að líklegt sé að nokkur hávaði verði af skotvellinum. Sú starfsemi sem er hvað næst vellinum sé þó ekki viðkvæm fyrir hávaða. Völl­ urinn verði langt frá f lugstöðinni, íbúabyggð og gistisvæði og hafi því óveruleg áhrif á þau svæði. Sú starfsemi sem verður næst vellinum er eftirvinnslusvæði og fjarskiptasvæði sem talin eru sam­ ræmast ágætlega starfsemi hans. Engu að síður þarf að huga að öryggi og mun þurfa að breyta landslaginu töluvert. Einkum til að reisa svokallaðar manir, 12 metra háar, til að stúka svæðið af og koma í veg fyrir að byssukúlurnar fari út fyrir svæðið. Skotvöllurinn verður vitaskuld lokaður almenningi. Auk vallarins sjálfs er fyrirhugað að reisa bæði skrifstofubyggingu og geymsluhúsnæði á reitnum, allt að 250 fermetra að stærð. Þá verði heimilt að byggja hliðarbyggingar eða aðrar smærri byggingar allt að 50 fermetrum. Einnig annan búnað, svo sem skotmörk, í allt að 9 metra hæð. – khg Skotvöllur fyrir lögreglu rís á Keflavíkurflugvelli Völlurinn verður stúk- aður af með allt að 12 metra háum mönum. Hávaði frá vellinum hefði ekki veruleg áhrif í Leifsstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSTÓLAR Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari í Reykjavík, skrifar grein á vef Fréttablaðsins í dag og svarar gagnrýni sem að honum var beint í grein Sveins Andra Sveins­ sonar hæstaréttarlögmanns sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. „Sem dómari hef ég unnið dreng­ skaparheit að stjórnarskrá lýð­ veldisins. Á þeim grundvelli – og innan þess ramma – tel ég raunar að ég hafi ekki aðeins rétt, sem borgari þessa lands, til að tjá mig um sýn mína á stöðu mála, heldur beina skyldu.“ Þetta segir Arnar Þór Jónsson héraðsdómari í grein á vef Fréttablaðsins í dag. Greinin er svar við grein Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn. Í greininni fjallaði Sveinn Andri um traust til dómstóla. Þar skipti tveir þættir máli, annars vegar hvernig skipað er í embætti dóm­ ara og hins vegar orð og athafnir dómaranna sjálfra. Tekur Sveinn Andri dómarann Arnar Þór sem dæmi. Hann hafi sent frá sér fjöl­ margar greinar um þjóðfélagsmál, meðal annars um Evrópumál og rifjar Sveinn Andri upp að Lands­ réttur hafi nýverið tekið fyrir og hafnað kröfu um að Arnar Þór viki sæti sem dómari í dómsmáli á sviði Evrópuréttar. „Í ljósi mikilvægis þess að almenningur eigi ekki að þurfa að draga í efa óhlutdrægni dómara og traust ríki í garð dómstóla, er vegur dómara inn á ritvöllinn vandratað­ ur,“ segir í grein Sveins Andra. Aðili dómsmáls gæti litið svo á að hann njóti ekki sannmælis hjá dómara sem hafi tjáð sig opinberlega um pólitísk mál tengd úrlausnarefninu. „Þá er farið að molna undan traust­ inu,“ segir í grein Sveins. Arnar Þór vísar þessu á bug í grein sinni. Þótt það séu engar fréttir að dómurum beri að stíga var­ lega til jarðar í opinberri umræðu fylgi dómsvaldi rík ábyrgð „sem birtist ekki síst í þátttöku dómara í umræðu um málefni sem varða heill réttarkerfisins, réttarríkisins, lýðræðis, valdtemprunar og fleira,“ segir Arnar Þór í grein sinni. – aá Dómari hafnar fullyrðingum lögmanns Tel ég raunar að ég hafi ekki aðeins rétt, sem borgari þessa lands, til að tjá mig um sýn mína á stöðu mála, heldur beina skyldu. Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari í Reykjavík COVID-19 Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu rannsakar nú sóttvarnabrot karlmanns sem leiddi til þess að 107 einstaklingar smituðust af COVID­ 19 í tengslum við leikskólann Jörfa í Bústaðahverfi í Reykjavík. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að hafi karlmaðurinn brotið sótt­ varnalög af stórfelldu gáleysi eða af ásetningi gætu þeir sem hafa smitast farið í skaðabótamál. „Ef einstaklingurinn er með­ vitaður um að hann sé smitaður eða á að gera grein sér fyrir því af ákveðnum ástæðum en hlítir ekki sóttvarnareglum, getur það varðað bæði fangelsi og sektargreiðslum en þetta getur líka varðað þessa skaða­ bótaábyrgð gagnvart einstakling­ um,“ segir Sævar. Um þetta er ákvæði í sóttvarna­ lögum að sögn Sævars. „Sem dæmi kom upp mál fyrir nokkrum árum sem snéri að einstaklingi sem vissi að hann væri HIV­smitaður og gætti ekki að því að upplýsa einstaklinga um það.“ Þeir sem höfða skaðabótamál þurfa að sýna fram á tjón. Sævar segir að slíkt tjón geti verið marg­ víslegt. Hann útilokar ekki að það væri einnig hægt að krefjast miska­ bóta. Nánar er fjallað um málið á frettabladid.is. – mhj Smitaðir á Jörfa gætu höfðað skaðabótamál Sævar Þór Jóns- son lögmaður. 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.