Fréttablaðið - 01.05.2021, Side 8

Fréttablaðið - 01.05.2021, Side 8
AKUREYRI „Þetta eru fyrstu skrefin í að hefja orkuskipti í Grímsey en eyjan er síðasti svarti blettur Akur- eyrarbæjar enda eini staðurinn þar sem grunnhiti er framleiddur með olíu,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri Sótt hefur verið um að að víkka út athafnasvæðið í Grímsey til að reisa tvær vindmyllur til að byrja með, en sex alls. Vindmyllurnar verða austarlega í eyjunni, þar sem fjarskiptamöstrin eru staðsett og trufla því ekki f lug- samgöngur eða fuglalíf. Erindi til að stækka athafnasvæðið var tekið fyrir í skipulagsráði Akureyrar í vikunni. „Við erum að teygja athafna- svæðið aðeins út til að koma vind- myllunum fyrir,“ segir Guðmundur. Í gildandi aðalskipulagi er það 0,4 hektarar að stærð er óskað eftir að það stækki upp í heilan hektara þar sem sex vindmyllur komast fyrir. Fallorka á Akureyri annast verk- efnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur, með stuðningi úr Evr- ópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði. Orkuframleiðsla og -notkun í Grímsey er byggð á olíu. Heildarolíunotkun er um 400 þús- und lítrar á ári, enda er olía bæði notuð til raforkuframleiðslu og til húshitunar. Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey sé um þús- und tonn af koltvísýringi á ári. Stefnt er að því að byrja að reisa tvær sex kílóvatta vindmyllur í sumar, en allt að sex vindmyllur til framtíðar. Möstrin á vindmyllunum verða níu metrar á hæð og spað- arnir spanna um 5,6 metra. Hæsti punktur frá jörðu verður í tæplega 12 metrum og gert er ráð fyrir að fjarlægð á milli mastra verði á bilinu 30 til 50 metrar. Guðmundur segir að Fallorka muni reka vindmyllurnar þegar þær verða komnar á sinn stað, en þær eru á leiðinni til landsins. Ýmislegt hefur nú þegar verið gert í Grímsey til að draga úr orku- notkun og þar með brennslu jarð- efnaeldsneytis. Má nefna stuðning við heimili til að bæta einangrun í þaki og gluggum sem dregur úr upp- hitunarþörf. Auk þess hefur lýsingu í ljósastaurum verið skipt út fyrir LED sem skilar bæði betri lýsingu og miklum orkusparnaði. Vindmyllurnar tvær eiga að fram- leiða um 30.000 kílóvattstundir á ári. Samið hefur verið við skoska framleiðendur sem framleiða litlar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kílóvatt- stundir á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gætu þá sett upp sólar- sellur á og við hús sín án kostnaðar. Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda um 50 tonn á ári. „Þetta eru um 10 prósent orku- skipti með þessum tveimur vind- myllum og ef allt gengur upp og sex vindmyllur verða reistar erum við í 35 til 40 prósentum plús sólarsell- urnar. Afgangurinn verður svo líf- dísill en stefnan er að orkuskiptin verði búin árið 2030,“ segir Guð- mundur. benediktboas@frettabladid.is Fyrsta vindmylluskrefið í Grímsey Stefnt er að því að klára orkuskipti í Grímsey fyrir árið 2030. Þar eru brenndir 400 þúsund lítrar af olíu til raforkuframleiðslu og húshitunar. Setja á upp sex vindmyllur og eru tvær á leið til landsins. Þær eru níu metrar á hæð og spaðarnir spanna 5,6 metra. Akureyrarbær hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda um 50 tonn á ári. LANDSBANKINN. IS Við veitum Námufélögum veglega náms styrki á framhalds- og háskóla- stigi fyrir skólaárið 2021–2022. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021. Sæktu um á landsbankinn.is/namsstyrkir. Sæktu um námsstyrk 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.