Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 10
arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka Nú eru fyrstu mánaðamótin eftir að við innleiddum nýtt innlána- og greiðslukerfi. Við munum því hafa opið í þjónustuverinu okkar þessa helgi og getum aðstoðað þig í síma 444 7000 eða á netspjallinu á arionbanki.is laugardag og sunnudag kl. 10–16. Þjónustuverið er opið kl. 10–16 um þessa helgi SUÐUR-AFRÍK A Drottning Zulu- manna í Suður-Afríku, Shiyiwe Mantfombi Dlamini Zulu, er látin 65 ára að aldri, einungis nokkrum vikum eftir að hún tók við völdum. BBC greinir frá. Dlamini Zulu var ein sex eigin- kvenna Zwelithini konungs og tók hún við völdum eftir að hann lést þann 12. mars síðastliðinn, þá 72 ára gamall. Talsmenn drottning- arinnar segja andlát hennar hafa komið mjög á óvart. Líklegt þykir að elsti sonur Dlam- ini Zulu taki við völdum eftir móður sína. – bdj Drottning lést eftir valdatöku ÍSRAEL Benjamin Netanjahú, forseti Ísraels, hefur heitið því að láta rann- saka hvað olli því að áhorfenda- pallur gaf sig á fjölmennri trúarhá- tíð í þorpinu Meron í norðurhluta landsins aðfaranótt föstudags. Þetta kemur fram á vef BBC. Að minnsta kosti 45 manns létu lífið og á annað hundrað eru slösuð eftir að pallurinn hrundi. Leyfi var fyrir 30 þúsund manns á hátíðinni en þangað mættu allt að 90 þúsund manns. – bdj Netanjahú lofar rannsókn Dlamini Zulu var 65 ára gömul. SVÍÞJÓÐ Maður í vesturhluta Sví- þjóðar rakst óvænt á forngripi sem taldir eru vera frá bronsöldinni. Á meðal munanna sem fundust voru hálsmen, armbönd og nælur, um fimmtíu talsins. Gripirnir eru taldir vera um 2.500 ára gamlir. Thomas Karlsson sem fann fjár- sjóðinn er kortagerðarmaður og var að undirbúa ratleik í skóginum þegar hann kom auga á eitthvað sem glampaði á jörðinni. Talið er að gripunum hafi verið komið fyrir sem fórn. Að sögn sænskra fornleifafræð- inga er sjaldgæft að finna slíka forngripi í skógum, en ættbálkar á svæðinu skildu slíkar fórnir venju- lega eftir í ám eða votlendi. Sænsk lög krefjast þess að hver sem finnur fornleifar á borð við þessar láti yfirvöld vita þar sem litið er á þær sem eign ríkisins sem ákveði svo hvort viðkomandi skuli fá umbun fyrir. Karlsson segir að þótt þau yrðu vel þegin þá skipti verðlaun hann ekki miklu máli. „Það eru engar skriflegar heim- ildir til um þessa menningu frá þessum tíma,“ segir Bjarni F. Einars- son, fornleifafræðingur á Fornleifa- fræðistofunni, um fundinn. „Það er oft miðað við að bronsöldin hafi byrjað um 1500 fyrir Krist og að henni hafi lokið um 500 fyrir Krist svo þessir munir eru frá síðari hluta tímabilsins.“ Fornleifafundir á borð við þenn- an eru sjaldgæfir en sambærilegur fundur átti sér stað skömmu fyrir 1970 en var þó minni í sniðum. Að sögn Bjarna eru gripir frá tíma- bilinu mjög einkennandi og erfitt að fara villur vegar um að munirnir séu frá bronsöld. „Þetta var tímabil stórhöfðingja sem réðu yfir misstórum landsvæð- um og nýttu sér dýrgripi á borð við þessa til að sýna fram á veldi sitt,“ segir hann. „Þarna er ef til vill um að ræða fórn frá höfðingja til að sýna fram á ríkidæmi sitt og vald eða þá til að þóknast guðunum.“ Bjarni segir að vafalítið muni fundurinn veita aukna innsýn í bronsaldarmenningu í Svíþjóð þótt rannsóknir á gripunum séu enn á frumstigi. Hann segir einnig að óvenjuleg staðsetning fundarins veki upp möguleikann á að forn- leifar sé að finna á svæðum þar í kring þar sem áður var talið að væru engar frá þessum tíma. „Það voru auðvitað ekki forn- leifafræðingar sem fundu þessa muni heldur vökull áhugamaður sem átti leið hjá,“ segir Bjarni sem hefur sjálfur grafið á svæðinu. „Í skráningarvinnu er talað um hvít svæði þar sem ólíklegt þykir að minjar finnist en þessi fundur segir okkur að við þurfum alltaf að vera vakandi.“ arnartomas@frettabladid.is Óvæntur forngripafundur kortagerðarmanns í Svíþjóð Um fimmtíu forngripir í góðu ástandi fundust óvænt í skógi í vesturhluta Svíþjóðar. Fundurinn er einn sá stærsti sinnar tegundar en sérfræðingar segja sjaldgæft að slíkir munir finnist í skógum. Fornleifa- fræðingur segir að fundurinn gæti veitt aukna innsýn í bronsaldarmenningu á Norðurlöndunum. Hluti af bronsaldargripunum sem fundust. Bjarni segir fundi á borð við þennan sjaldgæfa. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Þessi fundur segir okkur að við þurfum alltaf að vera vakandi. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræð- ingur á Fornleifa- fræðistofunni INDLAND Í gær létust um 3.500 á Indlandi af völdum COVID-19 og hafa nú þrjátíu þúsund látist á síðustu tíu dögum. Um 210 þúsund hafa látist síðan faraldurinn hófst. Yfirvöld standa nú í ströngu við að finna nýja staði fyrir líkbrennslur þar sem útfararþjónustur og lík- brennslustöðvar halda ekki í við gríðarlegan fjölda látinna. Smit eykst enn og voru ný tilfelli í gær 386.452 talsins en talið er að þau kunni að vera mun fleiri. Yfir átján milljónir hafa greinst með smit í landinu. Fyrsta sending af neyðarbirgðum frá Bandaríkjunum barst til Ind- lands í gær með herf lugvél. Um borð voru um milljón hraðgrein- ingarpróf og 100 þúsund andlits- grímur. Bandaríska ríkisstjórnin hefur heitið að gefa landinu 15 millj- ón grímur. Þó er enn mikill skortur á súr- efnisbirgðum og sjúkrarýmum víða um landið. Indverska ríkisstjórnin hefur sætt vaxandi gagnrýni vegna viðbragða sinna við faraldrinum en heilbrigðisráðherra varði ríkis- stjórnina og sagði að dánartíðni landsins væri sú lægsta í heimi og að súrefnisbirgðir væru „ásættan- legar“. – atv Líkbrennslur halda ekki í við mikinn fjölda látinna Fjöldi látinna af völdum veirunnar vex hratt á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Í gær greindust 386.452 smituð af COVID-19 á Indlandi. Benjamin Netanjahú, forseti Ísraels 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.