Fréttablaðið - 01.05.2021, Side 16
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Þessarar
dellu hefur
reyndar orðið
vart áður í
öðrum
birtingar-
myndum en
blessunarlega
ekki komist í
burðarliðinn.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Einhver sú alfurðulegasta hugmynd sem skotið hefur upp kollinum nýverið er sú að vernda þurfi sérstaklega opinbera starfs-menn fyrir afleiðingum gerða sinna.Þessarar dellu hefur reyndar orðið vart áður í öðrum birtingarmyndum en
blessunarlega ekki komist í burðarliðinn. Nokkuð
kemur á óvart að sá sem kveikir umræðuna nú sé
seðlabankastjórinn. Orð hans og æði fram til þessa í
starfi bankastjóra hafa borið merki skynsemi og yfir-
vegunar. Í þessu máli kveður við annan tón.
Málið er sprottið úr farvegi máls bankans gegn
Samherja þar sem fyrirtækið freistaði þess að láta
reyna á ábyrgð þeirra starfsmanna bankans sem
hrundu málinu af stað innan hans. Það mál er út af
fyrir sig ekki frekar til umræðu hér en síðasta vending
í því var að lögreglustjórinn á Vestfjörðum vísaði
kæru fyrirtækisins á hendur fimm starfsmönnum
bankans frá nýlega.
Það er við þau tímamót sem seðlabankastjórinn
kallar eftir skýrari vernd opinberra starfsmanna í
lögum og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
tekið varlega undir og sagt það þurfa ítarlega skoðun.
Rétt er að gera grein fyrir því að opinberir starfs-
menn njóta nú þegar talsverðrar verndar í lögum,
umfram aðra á vinnumarkaði. Til dæmis er í
almennum hegningarlögum sérstakt verndarákvæði
í kaflanum um brot gegn valdstjórninni sem segir að
hver sá sem ræðst með of beldi eða hótunum um það
á opinberan starfsmann skuli sæta fangelsi allt að sex
árum. Fyrir nú utan atvinnuverndina sem þeir njóta.
Yfirleitt er þannig á litið að menn séu ábyrgir gerða
sinna nema fyrir liggi sérstakar ástæður sem leiða
eiga til annars. Opinberum starfsmönnum er falið
mikið vald og það getur reynst borgurunum bæði
kostnaðarsamt og þungbært að rétta sinn hlut gagn-
vart ofríki og ranglæti hins opinbera.
Í marsmánuði árið 2013 var gefin út ákæra á hendur
fjórum mönnum í svonefndu Aserta-máli og þeim
gefið að sök að hafa brotið gegn reglum um gjaldeyris-
mál. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði mennina af
öllum ákæruliðum í desember 2014. Saksóknari áfrýj-
aði málinu til Hæstaréttar en féll frá áfrýjun og var
sýkna í héraði því endanleg niðurstaða máls. Undir
rannsókn málsins máttu mennirnir þola kyrrsetn-
ingu eigna sinna, húsleitir, aflað var gagna úr símum
þeirra og við upphaf rannsóknarinnar var haldinn
sérstakur blaðamannafundur á vegum lögreglu með
fulltrúum Seðlabankans þar sem aðild þeirra var
kynnt. Þeir höfðu þá enn ekki verið yfirheyrðir.
Gefa má sér að lítil stemning sé fyrir því að víð-
tækari friðhelgiákvæði til handa opinberum starfs-
mönnum verði leidd í lög, nema ef vera skyldi á meðal
þeirra sjálfra.
Við viljum að opinberu valdi sé beitt hóflega af
hálfu þeirra sem með það fara.
Það er engin ástæða til að vernda opinbera starfs-
menn sérstaklega fyrir afleiðingum gerða sinna.
Nær að það væri á hinn veginn.
Á röngunni
John Sweeney er einn fremsti rannsóknarblaða-maður Bretlands. Hann hefur fjallað um stríð, pólitík og þjóðarmorð. Hann hefur f lutt fréttir frá
Bosníu, Tsjetsjeníu og Írak. Hann hefur lent í loft-
árásum, kúlnaregni og upplifað það að serbneskur
stuðningsmaður Slobodan Milosevic styngi dínamít-
túpu upp í nefið á honum. Verkefnið sem kom honum
úr jafnvægi var hins vegar af öðrum meiði.
Vorið 2007 hélt Sweeney til Bandaríkjanna til að
gera fréttaskýringaþátt um Vísindakirkjuna fyrir
Breska ríkisútvarpið BBC. Meðan á gerð þáttarins
stóð voru Sweeney og samstarfsfólk hans elt á
röndum af skuggalegum einkaspæjurum og starfs-
fólki kirkjunnar. Þau voru áreitt, þeim var hótað, á
þau var öskrað og um þau var njósnað. „Ég er ekki
hræðslugjarn,“ sagði Sweeney nýverið um atvikið
sem markaði feril hans. „En þarna var ég hræddur –
og ég er enn hræddur.“
Í heila viku stóð Sweeney af sér ógnartilburði
háttsettra embættismanna kirkjunnar sem jusu yfir
hann svívirðingum á meðan þeir beindu að honum
sínum eigin kvikmyndavélum. En á sjöunda degi
brást honum æðruleysið. Hann svaraði fyrir sig
fullum hálsi og öskraði á ofsækjendur sína.
Vísindakirkjan var stofnuð árið 1953 af vísinda-
skáldsagnahöfundinum L. Ron Hubbard. Kirkjan
boðar að innra með fólki búi andar utan úr geimn-
um. Meðlimir safnaðarins greiða kirkjunni fúlgur
fjár fyrir að hreinsa sig af neikvæðum tilfinningum.
Þótt Vísindakirkjan kalli sig trúarsöfnuð hafa aðrir
sagt samtökin eiga meira skylt við alþjóðlegt stór-
fyrirtæki. Enn aðrir hafa sakað kirkjuna um að vera
hættulegan sértrúarsöfnuð, eða költ.
Þegar John Sweeney hóf að búa til fréttaskýr-
ingaþátt um Vísindakirkjuna upphófst ekki aðeins
skipulegt átak til að hræða hann. Vísindakirkjan fór
einnig í herferð til að sverta mannorð hans. Mynd-
skeiðið af Sweeney þar sem hann öskrar á kvalara
sinn varð uppistaðan í „heimildarmynd“ sem kirkjan
framleiddi. Í myndinni voru Sweeney og teymi hans
sögð brjóta verklagsreglur BBC. Myndinni var komið
til yfirmanna Sweeney og afhent breskum þing-
mönnum á DVD-diskum.
Meðferð Vísindakirkjunnar á Sweeney var langt
frá því að vera handahófskennd. Það var L. Ron
Hubbard sjálfur sem gerði það að opinberri stefnu
kirkjunnar að ráðast harkalega og með öllum ráðum
gegn þeim sem gagnrýndu hana. Fyrir barðinu á
stefnunni sem gengur undir heitinu „réttmætt skot-
mark“ (e. „fair game“) hafa orðið fyrrverandi með-
limir kirkjunnar, blaðamenn, opinberir starfsmenn
og stofnanir á borð við skattinn í Bandaríkjunum.
Ef aðferðafræðin hljómar kunnuglega er skýr-
ingarinnar ekki langt að leita. Á dögunum birti
útgerðarfyrirtækið Samherji enn eitt myndbandið til
höfuðs Helga Seljan, blaðamanni hjá fréttaskýringa-
þættinum Kveik. Samherji hefur sótt hart að gagn-
rýnendum sínum í kjölfar fréttaflutnings af athæfi
fyrirtækisins í Namibíu. Blaðamenn eru ataðir auri
svo að atvinnuöryggi þeirra er ógnað, uppljóstrarar
eru hundeltir af skuggalegum einkaspæjurum og
óbreytt starfsfólk eftirlitsstofnana lifir í ótta við
málshöfðanir.
En stjórnunarstefnan „réttmætt skotmark“ er ekki
það eina sem Samherji og Vísindakirkjan eiga sam-
eiginlegt. Þingmaðurinn Brynjar Níelsson fann sig
á dögunum knúinn til að brýna fyrir landsmönnum
mikilvægi Samherja sem hann kvað „öflugt fyrir-
tæki“ sem gerði „mikil verðmæti úr auðlindum
okkar“.
Samherji er ekki aðeins útgerðarfyrirtæki. Sam-
herji er sértrúarsöfnuður sem, rétt eins og Vísinda-
kirkjan, byggir tilvist sína á trú fólks á helberan
uppspuna. Samherji segist breyta vatni í vín. En upp-
spretta verðmætanna sem Brynjar talar um er ekki
milliganga Samherja heldur fiskurinn í sjónum.
Það verður ekki fyrr en við látum af trúnni sem
ægivaldi költ-leiðtoganna linnir.
Brynjar og geimverurnar
það byrjar at með fjórum fræjum
ENN HOLLARI OLÍA
OMEGA 3 & 6
+ D - & E-VÍTAMÍN
1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN