Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 18
ENSKI BOLTINN Manchester United og Liverpool leiða saman hesta sína í 34. umferð ensku úrvalsdeildar­ innar í knattspyrnu karla á Old Trafford á morgun. Þetta verður í þriðja skiptið á árinu sem liðin etja kappi en þau mættust tvisvar sinnum á einni viku í lok janúar. Liðin gerðu þá markalaust jafn­ tef li í deildarleik áður en Manch­ ester United sló Liverpool úr leik í enska bikarnum, 3­2, í fjörugri leik. Á þeim tímapunkti var Manch­ ester United á toppi deildarinnar á meðan Liverpool var enn í fínum málum í toppbaráttu deildarinnar. Margt breyst frá síðasta leik Síðan þá hefur Manchester United gefið eftir í titilbaráttunni og eiga nú nágrannar þeirra, Manchester City, sigurinn vísan í deildinni. Sigið hefur hins vegar mun meira á ógæfuhliðina hjá Liverpool sem er komið niður í sjötta sæti deildar­ innar og er fjórum stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sæti eins og sakir standa. Því gæti verið að Liverpool verði ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en það gerðist síð­ ast tímabilið 2015 til 2016. Jürgen Klopp hefur ekki mistekist að koma liðinu áður í Meistaradeild­ ina eftir heilt tímabil við stjórn­ völinn. Nú hafa áform um stofnun Ofur­ deildar Evrópu verið slegin út af borðinu í bili hið minnsta, þann­ ig að Liverpool þarf að spýta all­ hressilega í lófana í síðustu fimm leikjum sínum ætli félagið ekki að missa af peningagullkistunni sem Meistaradeildin er. Ólíkt gengi hjá liðunum Liðin koma með mismunandi bragð í munninum eftir síðustu leiki sína. Liverpool missti tvö stig í hendur Newcastle United þegar liðin gerðu jafntef li í síðustu umferð deildar­ innar, á meðan Manchester United bjó sér til gott veganesti í seinni leik sínum við Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 6­2 sigri á Old Trafford á fimmtudagskvöldið. Ole Gunnar Solskjær, knatt­ spyrnustjóri Manchester United, minnti hins vegar á að það hafi ekki skipt máli í gegnum tíðina hver staða liðanna í deildinni er þegar að slag erkifjendanna kemur. „Þetta hafa ávallt verið leikir sem beðið er eftir með mikill spennu og staða liðanna í deildinni hefur hing­ að til engu máli skipt hvað úrslitin varðar. Þannig verður það einnig á morgun, þetta verður hörkuleikur,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn. Kollegi hans hjá Liverpool, Jür­ gen Klopp, tók í sama streng: „Bæði knattspyrnustjórar og leikmenn Liverpool gera sér fulla grein fyrir því hversu mikilvægir þessir leikir eru. Burtséð frá rígnum milli liðanna þá verðum við að vinna til þess að halda okkur áfram í baráttunni um að vera með í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þetta verður leikur sem spilaður verður af mikilli ákefð og við sáum í hversu góðu formi Manchester United er þegar þeir mættu Roma á fimmtudagskvöldið. Þar sáum við hvers megnugir þeir eru ef þeir eru ekki settir undir pressu,“ sagði Klopp um komandi leik. Montréttur undir hjá Man.Utd. Halldór Marteinsson, stuðnings­ maður Manchester United, spáir þægilegum sigri sinna manna. „Nú styttist í lok tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United á aðeins fimm leiki eftir í deildinni og þeirra langstærstur er þessi leikur gegn Liverpool. Það er samt dálítið undarlegt að koma inn í þennan leik því það er eigin­ lega ekki að neinu að keppa fyrir Manch ester United og fókusinn frekar á Evrópudeildinni. Eftir frábæran 6­2 sigur í fyrri leiknum gegn Roma er liðið í dauða­ færi á að komast í úrslitaleikinn og eiga þar séns á að enda tímabilið með einn góðan Evróputitil,“ segir Halldór um komandi leik. Tveir slæmir kostir í stöðunni „Liverpool er úr leik á öllum víg­ stöðvum en er að rembast við að reyna að komast í Meistaradeildina svo það er mikið undir hjá þeim. Auðvitað er alltaf eitthvað mikið undir þegar þessi lið mætast, ég segi það ekki. Það væri hrikalegt að tapa gegn þeim og glatað ef Manchester City tryggir deildartitil af því Liverpool vinnur Manchester United. Það má bara ekki gerast. Það væri líka sætt að koma í veg fyrir að Liverpool næði Meistara­ deildarsæti og helst að þeir næðu ekki heldur Evrópudeildarsæti heldur þyrftu að eyða tíma og orku á næsta tímabili í nýju Evrópu­ keppnina, Lengjubikar Evrópu eða hvað sem hún heitir,“ segir hann enn fremur, áður en hann skýtur á að Manchester United fari með 2­0 sigur af hólmi. Halldór er á því að Edinson Cav­ ani og Bruno Fernandes sjái um markaskorun Manchester United í leiknum. Hinn eitilharði Liverpool­maður Kristinn Kjærnested er  ekki jafn sigurviss fyrir hönd sinna manna og með trega í hjarta spáir hann heimasigri. „Nágrannaslagur, en sem fyrr  eru engir áhorfendur. Ég held að  það væri betra fyrir mína menn ef völl­ urinn væri stútfullur af áhorfend­ um með tilheyrandi svívirðingum frá stuðningsmönnum Manchester United. Það myndi kannski kveikja  í mínum mönnum. Ég held að Manc­ hester United muni njóta þess að spila gegn núverandi Englands­ meisturum. Ég hef hins vegar enga trú á Liverpool í þessum leik," segir Kristinn svartsýnn. „Manchester United vann stór­ sigur á Roma og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af seinni leiknum í Rómarborg og geta sett allt í þennan leik. Vitandi að ekkert nema sigur dugir Liverpool munu leikmenn Manchester United, sem fyrr í leikjum liðanna, liggja aftarlega og beita skyndisóknum. Liver pool­menn mæta dý r­ vitlausir inn í leikinn og blása til sóknar frá fyrstu sekúndu. Eftir hálftíma verða 10 markskot hjá mínum mönnum en ekkert þeirra á markrammann. Marcus Rashford kemur Manchester United yfir þar sem Trent Alexander­Arnold sefur á verðinum alltof framarlega á vell­ inum. Bruno Fernandez skorar svo úr ódýrri vítaspyrnu f ljótlega í síð­ ari hálf leik. Digo  Jota kemur inn á í seinni hálf leik en hann mun minnka muninn þegar korter er eftir en Manchester United sigla þessu heim," segir hann í sinni spá um þróun leiksins.  „Manchester United hefur getað stillt upp sinni sterkustu vörn nær allt tímabilið og leikurinn mun ráðast á því sem og að miðju­ menn  Manchester United  munu ekki eiga í teljandi vandræðum með hægt spil og enga ógn frá miðju­ mönnum Rauða hersins sem hafa aðeins skorað fjögur mörk á tíma­ bilinu. Það er er f itt að segja það, en Manchester United vinnur 2­1 sigur og þarf að bíða viku lengur eftir því að óska „hinum grönn­ unum" í Manchester City til ham­ ingju með verðskuldaðan titil. Mánudagurinn fer svo í að benda vinnufélögunum sem halda með Manchester United á þá staðreynd á næstu leiktíð. Þá verður allt annað uppi á ten­ ingnum enda munu Liverpool mæta gríðarsterkir og hungraðir til leiks. Þá verður tólfti maðurinn á sínum stað, þetta hörmungartímabil leið­ rétt og titilinn fer aftur á Anfield," segir Liverpool­maðurinn enn fremur um næsta daga í lífi stuðn­ ingsmanns Liverpool.  hjorvaro@frettabladid.is Pressan er á Liverpool í stórslagnum  Liverpool þarf nauðsynlega á sigri að halda þegar liðið sækir Manchester United heim, ætli liðið sér að halda lífi í voninni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. Manchester United siglir hins vegar nokkuð lygnan sjó í deildinni. Thiago Alcantara og Marcus Rashford verða í eldlínunni í leik liðanna á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Liverpool er úr leik í öllum keppnum en er að rembast við að komast í Meistaradeildina. Halldór Marteinsson, Manchester United Það er erfitt að segja það en Manchester United vinnur 2-1 sigur. Kristinn Kjærnested, Liverpool Þegar fimm umferðir eru eftir er Liverpool fjórum stigum frá sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.